Evrópusambandið sem breskt vopn Magnús Árni Magnússon skrifar 4. maí 2012 06:00 Þó vissulega séu vináttutengslin og bræðraböndin sterk, þá má segja að frá lýðveldisstofnun hafi Bretar verið helstu andstæðingar okkar Íslendinga á alþjóðavettvangi. Bresk saga er glæsileg, en því miður í aðra röndina saga valdbeitingar og Bretar hafa sjaldan hikað við að beita hörku, telji þeir það þjóna breskum hagsmunum. Við sem næstu nágrannar þeirra í norðri höfum ekki farið varhluta af því. Við öttum kappi við þá í þorskastríðunum og höfðum sigur þá. Ekki vegna þess að herskipin okkar væru öflugri, heldur vegna þess að þróun á alþjóðavettvangi var hagsmunum okkar hliðholl og fleiri þjóðir lögðust á sveif með okkar málstað. Síðan við háðum við þá þorskastríðin hefur Bretum hins vegar bæst nýtt vopn í vopnabúrið til að berja á okkur Íslendingum: Aðild þeirra að Evrópusambandinu. Nú er svo komið að í hvert sinn sem við lendum í deilum við þessa góðu granna okkar í suðri, beita þeir því vopni fyrir sig með því að safna öllum okkar helstu frænd- og vinaþjóðum að baki sér í krafti þess að Evrópusambandið beitir sér fyrir hagsmunum aðildarríkja sinna, en ekki þeirra ríkja sem standa utan sambandsins. Við sjáum þetta í Icesave-málinu, við sjáum þetta í makríldeilunni og við munum halda áfram að sjá þá nota þetta vopn gegn okkur svo lengi sem þeir eru innanborðs en við utangarðs. Í áðurnefndum málum erum við ekki í átökum við Slóvena, Austurríkismenn, Finna, Eista eða Ítali. Þarna erum við mestanpart einfaldlega í átökum við Breta, Breta og aftur Breta. En þeim tekst að draga nánast alla Evrópu gegn okkur í krafti aðildar sinnar að Evrópusambandinu. Því miður er þetta vopn sem bítur okkur illa, því ekkert ríki má við því að vera nánast vinalaust í átökum sínum við nágrannaríki. Við höfum hins vegar núna einstakt tækifæri til að slá þetta vopn úr höndum Breta. Við erum í aðildarviðræðum við Evrópusambandið og ef við náum að klára þær með sóma og samþykkja inngöngu, verða þeir að gera svo vel að sætta sig við að taka klögumál sín gegn okkur upp innan Evrópusambandsins, þar sem við verðum með rödd við borðið og eigum auðveldara en nú með að þjappa öðrum vinaþjóðum okkar að baki okkar málstað. Halda menn að Danir, Svíar, Frakkar og Þjóðverjar séu t.d. í hafréttar- og sjávarútvegsmálum náttúrulegri bandamenn Breta innan Evrópusambandsins en okkar Íslendinga? Nú kunna einhverjir að segja að atkvæðamagn okkar, t.d. í ráðherraráðinu eða þinginu verði nú ekki á pari við Breta og það er auðvitað rétt. En vald er ekki aðeins fólgið í atkvæðum, heldur ekki síður í því að hafa rödd við borðið þar sem ákvarðanir eru teknar. Það er svo á ábyrgð okkar sjálfra hversu vel við nýtum okkur það tækifæri. Reynslan hefur sýnt að þar sem íslenskar raddir fá að heyrast til jafns við aðrar þurfum við ekki að kvíða niðurstöðunum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Árni Skjöld Magnússon Mest lesið Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Hindúisminn og allir hinir -ismarnir í lífi mínu Þórhallur Heimisson Skoðun Líf og dauði við Aðalstræti Helgi Þorláksson Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Þó vissulega séu vináttutengslin og bræðraböndin sterk, þá má segja að frá lýðveldisstofnun hafi Bretar verið helstu andstæðingar okkar Íslendinga á alþjóðavettvangi. Bresk saga er glæsileg, en því miður í aðra röndina saga valdbeitingar og Bretar hafa sjaldan hikað við að beita hörku, telji þeir það þjóna breskum hagsmunum. Við sem næstu nágrannar þeirra í norðri höfum ekki farið varhluta af því. Við öttum kappi við þá í þorskastríðunum og höfðum sigur þá. Ekki vegna þess að herskipin okkar væru öflugri, heldur vegna þess að þróun á alþjóðavettvangi var hagsmunum okkar hliðholl og fleiri þjóðir lögðust á sveif með okkar málstað. Síðan við háðum við þá þorskastríðin hefur Bretum hins vegar bæst nýtt vopn í vopnabúrið til að berja á okkur Íslendingum: Aðild þeirra að Evrópusambandinu. Nú er svo komið að í hvert sinn sem við lendum í deilum við þessa góðu granna okkar í suðri, beita þeir því vopni fyrir sig með því að safna öllum okkar helstu frænd- og vinaþjóðum að baki sér í krafti þess að Evrópusambandið beitir sér fyrir hagsmunum aðildarríkja sinna, en ekki þeirra ríkja sem standa utan sambandsins. Við sjáum þetta í Icesave-málinu, við sjáum þetta í makríldeilunni og við munum halda áfram að sjá þá nota þetta vopn gegn okkur svo lengi sem þeir eru innanborðs en við utangarðs. Í áðurnefndum málum erum við ekki í átökum við Slóvena, Austurríkismenn, Finna, Eista eða Ítali. Þarna erum við mestanpart einfaldlega í átökum við Breta, Breta og aftur Breta. En þeim tekst að draga nánast alla Evrópu gegn okkur í krafti aðildar sinnar að Evrópusambandinu. Því miður er þetta vopn sem bítur okkur illa, því ekkert ríki má við því að vera nánast vinalaust í átökum sínum við nágrannaríki. Við höfum hins vegar núna einstakt tækifæri til að slá þetta vopn úr höndum Breta. Við erum í aðildarviðræðum við Evrópusambandið og ef við náum að klára þær með sóma og samþykkja inngöngu, verða þeir að gera svo vel að sætta sig við að taka klögumál sín gegn okkur upp innan Evrópusambandsins, þar sem við verðum með rödd við borðið og eigum auðveldara en nú með að þjappa öðrum vinaþjóðum okkar að baki okkar málstað. Halda menn að Danir, Svíar, Frakkar og Þjóðverjar séu t.d. í hafréttar- og sjávarútvegsmálum náttúrulegri bandamenn Breta innan Evrópusambandsins en okkar Íslendinga? Nú kunna einhverjir að segja að atkvæðamagn okkar, t.d. í ráðherraráðinu eða þinginu verði nú ekki á pari við Breta og það er auðvitað rétt. En vald er ekki aðeins fólgið í atkvæðum, heldur ekki síður í því að hafa rödd við borðið þar sem ákvarðanir eru teknar. Það er svo á ábyrgð okkar sjálfra hversu vel við nýtum okkur það tækifæri. Reynslan hefur sýnt að þar sem íslenskar raddir fá að heyrast til jafns við aðrar þurfum við ekki að kvíða niðurstöðunum.
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun