Grikkir kjósa sér nýtt þing 5. maí 2012 00:00 Antonis Samaras Leiðtogi hægrimanna lofar að reka alla ólöglega útlendinga úr landi. nordicphotos/AFP Fastlega er reiknað með því að grískir kjósendur muni refsa bæði sósíalistaflokknum PASOK og hægriflokknum Nýju lýðræði í þingkosningum á morgun. Þessir tveir flokkar hafa lengi skipst á um að vera með völdin og tóku loks höndum saman þegar efnahagskreppan var orðin óviðráðanleg síðastliðið haust. Kjósendur virðast ekki velkjast í vafa um að báðir þessir flokkar beri ábyrgð á kreppunni og þeim óvinsælu aðhaldsaðgerðum sem gripið hefur verið til. Samkvæmt síðustu skoðanakönnunum hefur Nýtt lýðræði mælst með rúmlega 20 prósenta fylgi en PASOK með um 15 prósenta fylgi, sem er gríðarlegt fylgistap frá þingkosningunum árið 2009 þegar PASOK vann sigur með nærri 45 prósentum atkvæða en Nýtt lýðræði fékk nærri 35 prósent. Smærri flokkar hafa í staðinn verið að sækja í sig veðrið, einnig öfgaflokkar bæði á hægri og vinstri væng stjórnmálanna, en enginn einn þessara smærri flokka hefur þó síðustu vikurnar verið að mælast með meira fylgi en tíu prósent og þar fyrir innan. Það má því búast við að sex eða sjö flokkar standi álíka sterkt – eða veikt – að vígi þegar kemur að stjórnarmyndun eftir kosningar, þótt PASOK og Nýtt lýðræði verði eilítið stærri en hinir. Minni flokkarnir hafa almennt lýst harðri andstöðu við efnahagsaðgerðir stjórnarinnar, sem bitnað hafa hart á almenningi. Þar á ofan hefur Nýtt lýðræði heitið því að ganga ekki aftur til stjórnarsamstarfs með PASOK. Mikil óvissa ríkir því um það hvað verður eftir kosningar um efnahagsaðgerðirnar, sem Evrópusambandið og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn gerðu að skilyrði þess að Grikkir fengju fjárhagsaðstoð. Antonis Samaras, leiðtogi Nýs lýðræðis, hefur reyndar á síðustu dögum höfðað meira til andstöðu Grikkja við útlendinga og lofar því að reka alla ólöglega útlendinga úr landi: „Þeir hafa orðið harðstjórar í þjóðfélagi okkar," sagði Samaras á kosningafundi á fimmtudag. Samkvæmt grískum lögum er bannað að birta skoðanakannanir síðustu tvær vikurnar fyrir kosningar. Þetta þýðir að bæði stjórnmálamenn og kjósendur renna dálítið blint í sjóinn, því fylgi flokka getur hæglega hafa breyst töluvert frá því síðustu kannanir voru birtar. gudsteinn@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Innlent Fleiri fréttir Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Sjá meira
Fastlega er reiknað með því að grískir kjósendur muni refsa bæði sósíalistaflokknum PASOK og hægriflokknum Nýju lýðræði í þingkosningum á morgun. Þessir tveir flokkar hafa lengi skipst á um að vera með völdin og tóku loks höndum saman þegar efnahagskreppan var orðin óviðráðanleg síðastliðið haust. Kjósendur virðast ekki velkjast í vafa um að báðir þessir flokkar beri ábyrgð á kreppunni og þeim óvinsælu aðhaldsaðgerðum sem gripið hefur verið til. Samkvæmt síðustu skoðanakönnunum hefur Nýtt lýðræði mælst með rúmlega 20 prósenta fylgi en PASOK með um 15 prósenta fylgi, sem er gríðarlegt fylgistap frá þingkosningunum árið 2009 þegar PASOK vann sigur með nærri 45 prósentum atkvæða en Nýtt lýðræði fékk nærri 35 prósent. Smærri flokkar hafa í staðinn verið að sækja í sig veðrið, einnig öfgaflokkar bæði á hægri og vinstri væng stjórnmálanna, en enginn einn þessara smærri flokka hefur þó síðustu vikurnar verið að mælast með meira fylgi en tíu prósent og þar fyrir innan. Það má því búast við að sex eða sjö flokkar standi álíka sterkt – eða veikt – að vígi þegar kemur að stjórnarmyndun eftir kosningar, þótt PASOK og Nýtt lýðræði verði eilítið stærri en hinir. Minni flokkarnir hafa almennt lýst harðri andstöðu við efnahagsaðgerðir stjórnarinnar, sem bitnað hafa hart á almenningi. Þar á ofan hefur Nýtt lýðræði heitið því að ganga ekki aftur til stjórnarsamstarfs með PASOK. Mikil óvissa ríkir því um það hvað verður eftir kosningar um efnahagsaðgerðirnar, sem Evrópusambandið og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn gerðu að skilyrði þess að Grikkir fengju fjárhagsaðstoð. Antonis Samaras, leiðtogi Nýs lýðræðis, hefur reyndar á síðustu dögum höfðað meira til andstöðu Grikkja við útlendinga og lofar því að reka alla ólöglega útlendinga úr landi: „Þeir hafa orðið harðstjórar í þjóðfélagi okkar," sagði Samaras á kosningafundi á fimmtudag. Samkvæmt grískum lögum er bannað að birta skoðanakannanir síðustu tvær vikurnar fyrir kosningar. Þetta þýðir að bæði stjórnmálamenn og kjósendur renna dálítið blint í sjóinn, því fylgi flokka getur hæglega hafa breyst töluvert frá því síðustu kannanir voru birtar. gudsteinn@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Innlent Fleiri fréttir Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Sjá meira