Barist í blokk Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 9. maí 2012 12:30 Bíó. The Raid: Redemption. Leikstjórn: Gareth Evans. Leikarar: Iko Uwais Joe Taslim, Donny Alamsyah, Yayan Ruhian, Pierre Gruno, Tegar Setrya, Ray Sahetapy. Það er ekki á hverjum degi sem indónesískar hasarmyndir rata í íslensk kvikmyndahús. En ekki vantar áhugann og troðfullt var af fólki á ósköp venjulegri tíusýningu á The Raid: Redemption um síðustu helgi, og var meira að segja gömlum eldhússtól laumað inn í sal til þess að einn til viðbótar gæti notið ærslagangsins. Hópur sérsveitarmanna í Djakarta fær það hættulega verkefni að handsama eiturlyfjabarón sem hefur hreiðrað um sig í niðurníddri blokk í borginni. Illmenninu til halds og trausts er stór hópur blóðþyrstra bardagamanna sem flestir virðast njóta þess að stráfella löggurnar með sveðjum, byssum og berum höndum. Áhorfendur halda með Rama, ungri löggu með ólétta eiginkonu heima fyrir, en hann er afar lunkinn í indónesísku bardagalistinni Silat. Því miður fyrir hann eru bófarnir það líka og mesta púður myndarinnar fer í tilkomumiklar slagsmálasenur. Það er þó af hinu góða enda myndin hvorki sérstaklega vel skrifuð né leikin. Óvæntu flétturnar eru fyrirsjáanlegar og sum bardagaatriðin nokkrum mínútum of löng. Kvikmyndin er þrátt fyrir þetta nokkuð skemmtileg, og felst skemmtanagildið aðallega í yfirgengilegu ofbeldinu, en sum okkar eru jú svo fársjúk á sálinni að blóðslettur og limlestingar á hvíta tjaldinu geta vakið hjá okkur kátínu. Allavega þegar morðin eru framin af jafn mikilli íþróttamennsku og hér. Að sama skapi spyr maður sig: „Af hverju eru öll þessi fimu hraustmenni í blettóttum joggingbuxum að selja eiturlyf og drepa fólk í stað þess að keppa á stórmótum?" Niðurstaða: Ég vorkenni þeim sem þarf að þrífa sameignina. Mest lesið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Leikstjórinn James Foley er látinn Lífið Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Lífið Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Lífið Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Fleiri fréttir Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Rislítil ástarsaga Sjá meira
Bíó. The Raid: Redemption. Leikstjórn: Gareth Evans. Leikarar: Iko Uwais Joe Taslim, Donny Alamsyah, Yayan Ruhian, Pierre Gruno, Tegar Setrya, Ray Sahetapy. Það er ekki á hverjum degi sem indónesískar hasarmyndir rata í íslensk kvikmyndahús. En ekki vantar áhugann og troðfullt var af fólki á ósköp venjulegri tíusýningu á The Raid: Redemption um síðustu helgi, og var meira að segja gömlum eldhússtól laumað inn í sal til þess að einn til viðbótar gæti notið ærslagangsins. Hópur sérsveitarmanna í Djakarta fær það hættulega verkefni að handsama eiturlyfjabarón sem hefur hreiðrað um sig í niðurníddri blokk í borginni. Illmenninu til halds og trausts er stór hópur blóðþyrstra bardagamanna sem flestir virðast njóta þess að stráfella löggurnar með sveðjum, byssum og berum höndum. Áhorfendur halda með Rama, ungri löggu með ólétta eiginkonu heima fyrir, en hann er afar lunkinn í indónesísku bardagalistinni Silat. Því miður fyrir hann eru bófarnir það líka og mesta púður myndarinnar fer í tilkomumiklar slagsmálasenur. Það er þó af hinu góða enda myndin hvorki sérstaklega vel skrifuð né leikin. Óvæntu flétturnar eru fyrirsjáanlegar og sum bardagaatriðin nokkrum mínútum of löng. Kvikmyndin er þrátt fyrir þetta nokkuð skemmtileg, og felst skemmtanagildið aðallega í yfirgengilegu ofbeldinu, en sum okkar eru jú svo fársjúk á sálinni að blóðslettur og limlestingar á hvíta tjaldinu geta vakið hjá okkur kátínu. Allavega þegar morðin eru framin af jafn mikilli íþróttamennsku og hér. Að sama skapi spyr maður sig: „Af hverju eru öll þessi fimu hraustmenni í blettóttum joggingbuxum að selja eiturlyf og drepa fólk í stað þess að keppa á stórmótum?" Niðurstaða: Ég vorkenni þeim sem þarf að þrífa sameignina.
Mest lesið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Leikstjórinn James Foley er látinn Lífið Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Lífið Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Lífið Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Fleiri fréttir Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Rislítil ástarsaga Sjá meira