Spenntur fyrir landsliðinu Henry Birgir Gunnarsson skrifar 16. maí 2012 06:00 Aron viðurkennir áhuga sinn á landsliðsþjálfarastarfinu en er ekki að hugsa um það enda byrjaður að undirbúa Hauka fyrir næsta tímabil. Fréttablaðið/HAG Það hefur verið þrálátur orðrómur undanfarnar vikur um það að Aron Kristjánsson muni taka við íslenska landsliðinu af Guðmundi Guðmundssyni eftir Ólympíuleikana í sumar. Guðmundur er búinn að þjálfa landsliðið síðan árið 2008 og hefur náð einstökum árangri með liðið. Hann er aftur á móti í afar krefjandi starfi sem þjálfari þýska liðsins Rhein-Neckar Löwen og er hermt að hann íhugi nú að stíga til hliðar sem landsliðsþjálfari. Forveri hans í starfi, Alfreð Gíslason, sagði að til lengdar væri einfaldlega ekki hægt að sinna því að vera landsliðsþjálfari og þjálfari í Þýskalandi. Þess vegna hætti hann á sínum tíma. Aron viðurkennir að þessi orðrómur hafi ekki farið fram hjá honum sjálfum. Aron er enn þjálfari bikar- og deildarmeistara Hauka en er hann að fara að taka við landsliðinu í sumar? „Ég á tvö ár eftir af samningi mínum við Hauka og þannig er bara mín staða. Guðmundur hefur ekkert gefið út um það að hann sé að fara að hætta og meðan staðan er þannig er ég ekkert að hugsa um það," sagði Aron en getur hann fengið sig lausan frá Haukum komi sú staða upp að Guðmundur hætti og HSÍ bjóði honum starfið? „Í öllum samningum eru klásúlur um hitt og þetta og það á einnig við um minn samning. Það er eitthvað sem menn yrðu að skoða ef upp kæmi en eins og ég segi þá er ég ekkert að hugsa um það." Aron segir þó að rétt eins og flestir þjálfarar hafi hann áhuga á að þjálfa íslenska landsliðið. „Það er mest spennandi þjálfarastarf á Íslandi að mínu mati. Ég er samt ekki á leið út strax hjá Haukum. Er bara að hugsa um að gera Haukaliðið klárt fyrir næsta vetur og við erum þegar byrjaðir að æfa." Haukarnir hafa verið duglegir að safna liði upp á síðkastið. Fyrst komu þeir Elías Már Halldórsson og Jón Þorbjörn Jóhannsson og á mánudag var tilkynnt að landsliðsmaðurinn Sigurbergur Sveinsson væri á heimleið eftir nokkur ár í atvinnumennsku í Þýskalandi og Sviss. „Veturinn núna gekk mjög vel og í raun betur en við áttum von á. Við erum í raun á undan áætlun. Þeir strákar hafa tekið framförum og nú fáum við sterka menn í hópinn líka svo við getum haldið áfram að keppa á toppnum," sagði Aron en Haukarnir verða klárlega í meistarabaráttu með þann mannskap sem þeir hafa nú í höndunum. Ekki er útlit fyrir að Haukarnir missi mikið. Birkir Ívar Guðmundsson er búinn að leggja skóna á hilluna og línumaðurinn Heimir Óli Heimisson er væntanlega á leið til Svíþjóðar. Olís-deild karla Mest lesið Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn KR sækir ungan bakvörð Körfubolti „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Enski boltinn Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Sport Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Sýna að maður eigi það skilið“ Körfubolti Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Enski boltinn Fleiri fréttir Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Sjá meira
Það hefur verið þrálátur orðrómur undanfarnar vikur um það að Aron Kristjánsson muni taka við íslenska landsliðinu af Guðmundi Guðmundssyni eftir Ólympíuleikana í sumar. Guðmundur er búinn að þjálfa landsliðið síðan árið 2008 og hefur náð einstökum árangri með liðið. Hann er aftur á móti í afar krefjandi starfi sem þjálfari þýska liðsins Rhein-Neckar Löwen og er hermt að hann íhugi nú að stíga til hliðar sem landsliðsþjálfari. Forveri hans í starfi, Alfreð Gíslason, sagði að til lengdar væri einfaldlega ekki hægt að sinna því að vera landsliðsþjálfari og þjálfari í Þýskalandi. Þess vegna hætti hann á sínum tíma. Aron viðurkennir að þessi orðrómur hafi ekki farið fram hjá honum sjálfum. Aron er enn þjálfari bikar- og deildarmeistara Hauka en er hann að fara að taka við landsliðinu í sumar? „Ég á tvö ár eftir af samningi mínum við Hauka og þannig er bara mín staða. Guðmundur hefur ekkert gefið út um það að hann sé að fara að hætta og meðan staðan er þannig er ég ekkert að hugsa um það," sagði Aron en getur hann fengið sig lausan frá Haukum komi sú staða upp að Guðmundur hætti og HSÍ bjóði honum starfið? „Í öllum samningum eru klásúlur um hitt og þetta og það á einnig við um minn samning. Það er eitthvað sem menn yrðu að skoða ef upp kæmi en eins og ég segi þá er ég ekkert að hugsa um það." Aron segir þó að rétt eins og flestir þjálfarar hafi hann áhuga á að þjálfa íslenska landsliðið. „Það er mest spennandi þjálfarastarf á Íslandi að mínu mati. Ég er samt ekki á leið út strax hjá Haukum. Er bara að hugsa um að gera Haukaliðið klárt fyrir næsta vetur og við erum þegar byrjaðir að æfa." Haukarnir hafa verið duglegir að safna liði upp á síðkastið. Fyrst komu þeir Elías Már Halldórsson og Jón Þorbjörn Jóhannsson og á mánudag var tilkynnt að landsliðsmaðurinn Sigurbergur Sveinsson væri á heimleið eftir nokkur ár í atvinnumennsku í Þýskalandi og Sviss. „Veturinn núna gekk mjög vel og í raun betur en við áttum von á. Við erum í raun á undan áætlun. Þeir strákar hafa tekið framförum og nú fáum við sterka menn í hópinn líka svo við getum haldið áfram að keppa á toppnum," sagði Aron en Haukarnir verða klárlega í meistarabaráttu með þann mannskap sem þeir hafa nú í höndunum. Ekki er útlit fyrir að Haukarnir missi mikið. Birkir Ívar Guðmundsson er búinn að leggja skóna á hilluna og línumaðurinn Heimir Óli Heimisson er væntanlega á leið til Svíþjóðar.
Olís-deild karla Mest lesið Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn KR sækir ungan bakvörð Körfubolti „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Enski boltinn Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Sport Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Sýna að maður eigi það skilið“ Körfubolti Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Enski boltinn Fleiri fréttir Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Sjá meira