
Nýja háskólasjúkrahúsið – kjarni málsins
Hvað á að byggja?1. Hvað á að byggja? Í 1.mgr. 20. gr. laga um heilbrigðisþjónustu, sem sett voru á bóluárið 2007 segir: „Landspítali er aðalsjúkrahús landsins og háskólasjúkrahús". HÁSKÓLASJÚKRAHÚS? Slíkt heiti höfum við ekki áður séð í landslögum. Er ætlunin að byggja slíkt sjúkrahús? Er vinsamlega hægt að fá svar við því?
2. Hvað er háskólasjúkrahús? Samkvæmt sömu lögum á slíkt sjúkrahús að vera: „Sjúkrahús, sem veitir þjónustu í nær öllum viðurkenndum sérgreinum í læknisfræði og hjúkrunarfræði með áherslu á rannsóknir, þróun og kennslu." Slíkt sjúkrahús höfum við ekki á Íslandi. Er ráðgert að byggja utan um slíka stofnun? Er vinsamlegast hægt að fá svar við því?
3. Í sömu ákvæðum sömu laga er sagt, að þetta háskólasjúkrahús eigi jafnframt „að veita háskólamenntuðum starfsmönnum sérmenntun í heilbrigðisgeirum." Við höfum þurft að sækja langa og dýra sérmenntun í flestum sérgreinum heilbrigðisþjónustu til útlanda. Samkvæmt tilvitnuðum lögum á að sjá fyrir þeim þörfum hér innanlands. Eru það umbúðir utan um slíka starfsemi, sem á að reisa? Er vinsamlegast hægt að fá svar við því?
Hverju þarf til að kosta?Fáist svörin og séu þau í anda laganna þá vakna að sjálfsögðu spurningar í framhaldi af því – spurningar, sem eðlilegt er að fá svör við. Áætlanir um sjálfan byggingakostnaðinn liggja fyrir og hafa verið birtar. Ég hef enga þekkingu til að gagnrýna þær. Tek þær sem trúverðugar. En hvað um kostnaðinn við að koma á fót stofnun eins og þeirri, sem landslögin ákveða?
1. Núverandi tækjabúnaður Lsp er sagður vera úreltur og að hruni kominn. Mestallan þann búnað þarf því að endurnýja auk þess sem kaupa þarf mikið af dýrum viðbótarbúnaði eigi sjúkrahús, sem veita á þjónustu í nær öllum sérgreinum í læknisfræði, að standa undir nafni. Hafa verið gerðar áætlanir um þann búnað? Hver er kostnaðurinn? Á líka að taka 100% lán til þeirra? Varla er ætlunin að láta alla steinsteypuna standa tóma.
2. Mikil fækkun hefur orðið í starfsliði Lsp vegna skorts á fjármunum til þess að borga laun. Með risi stofnunar, sem á að sinna þjónustu í nær öllum sérgreinum læknisfræði og hjúkrunarfræði auk framhaldsmenntunar sérfræðinga í þessum greinum verður að fjölga mjög starfsliði. Hvaða áætlanir liggja fyrir um mannaflaþörf og hvað mun það kosta? Varla á steinsteypan að standa bæði tóm og mannlaus. Á kannski líka að taka 100% lán fyrir því?
3. Sú þumalfingursregla er sögð gilda, að á bak við stofnun af því tagi sem lögin frá 2007 mæla fyrir um þurfi eina milljón manns. Nú eru á Íslandi aðeins búandi um 1/3 hluti þess mannafla. Á þá að koma tilætluðu innihaldi í steinkistuna í áföngum meðan beðið er eftir að þjóðin fjölgi sér þrefalt?
Hver verða áhrifin?Hvað sem því líður þá er morgun-ljóst, að vegna umfangsins mun stofnunin frá upphafi þurfa á öllum sjúklingum að halda, sem þarfnast aðgerðameðferðar á sjúkrahúsi. Hvað er þá ætlunin að gert verði við sjúkrahúsin á Selfossi, á Akranesi, í Stykkishólmi, á Ísafirði, á Sauðárkróki, á Blönduósi, á Akureyri, á Húsavík og í Neskaupstað? Er þeim öllum saman ætlað að enda eins og Jósefsspítalinn í Hafnarfirði? Í auðn og tómi? Slíkt hlýtur að vera óhjákvæmilegt – ella er ekkert vit í áætlunargerðinni. Einhver áform þessu viðvíkjandi hljóta að vera til í viðkomandi ráðuneyti. Í anda slíkra áforma hljóta menn að vera að starfa. Þarf ekki að segja frá því áður en öll steinsteypan hefur verið keypt því eftir það er engu hægt að breyta?
Þessar spurningar eru kjarni málsins að mínu viti. Ýmis önnur atriði eru mikilvæg – en þetta er kjarninn. Má biðja þess að um hann sé líka rætt – eða setur menn áfram hljóða?
Skoðun

Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu?
Grétar Birgisson skrifar

Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það?
Davíð Bergmann skrifar

Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans
Vésteinn Ólason skrifar

Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska?
Júlíus Valsson skrifar

Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna
Jón Þór Ólafsson skrifar

Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag
Davíð Aron Routley skrifar

Dæmt um efni, Hörður
Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar

Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda
Matthías Arngrímsson skrifar

Sóvésk sápuópera
Franklín Ernir Kristjánsson skrifar

Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum?
Anton Guðmundsson skrifar

Dæmir sig sjálft
Jón Pétur Zimsen skrifar

Mega blaðamenn ljúga?
Páll Steingrímsson skrifar

Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis
Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar

Hvað hefur áunnist á 140 dögum?
Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar

Samstarf er lykill að framtíðinni
Magnús Þór Jónsson skrifar

Kjarnorkuákvæði?
Dagur B. Eggertsson skrifar

Hver erum við? Hvert stefnum við?
Arnar Þór Jónsson skrifar

Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu
Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar

Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan!
Íris Björk Hreinsdóttir skrifar

Hugtakið valdarán gengisfellt
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Ábyrgðin er þeirra
Vilhjálmur Árnason skrifar

Dæmt um form, ekki efni
Hörður Arnarson skrifar

Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk
Sævar Þór Jónsson skrifar

Um fundarstjórn forseta
Bryndís Haraldsdóttir skrifar

Hjálpartæki – fyrir hverja?
Júlíana Magnúsdóttir skrifar

Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar
Matthías Arngrímsson skrifar

Áform um að eyðileggja Ísland!
Jóna Imsland skrifar

Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins
Grímur Atlason skrifar

Tekur ný ríkisstjórn af skarið?
Árni Einarsson skrifar

Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir
Árni Björn Kristbjörnsson skrifar