Innan þægindarammans Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 23. maí 2012 20:00 Bíó. Dark Shadows. Leikstjórn: Tim Burton. Leikarar: Johnny Depp, Michelle Pfeiffer, Helena Bonham Carter, Eva Green, Jackie Earle Haley, Jonny Lee Miller, Chloë Grace Moretz, Bella Heathcote. Leikstjórinn Tim Burton gerði nokkrar frábærar myndir á fyrri hluta ferils síns en hefur undanfarin ár helgað sig óspennandi fjöldaframleiðslu. Samstarf hans við leikarann Johnny Depp og tónskáldið Danny Elfman er komið vel fram yfir síðasta söludag og satt að segja hafði ég efasemdir um að Burton hefði nokkuð fram að færa árið 2012. Dark Shadows er byggð á samnefndri bandarískri sápuóperu sem sýnd var á árunum 1966 til 1971 (alls voru gerðir 1.225 þættir) og segir frá vampírunni Barnabas Collins sem grafin er lifandi á 18. öld en losnar úr prísundinni árið 1972. Nornin sem breytti honum í blóðsugu er enn á lífi og nýtur þess gera afkomendum hans lífið leitt. Barnabas reynir að koma fjölskyldufyrirtækinu á réttan kjöl, en hann á erfitt með að aðlagast hippatímabilinu og blóðþorsti hans er honum sífelldur fjötur um fót. Það skemmtilegasta við myndina er Johnny Depp, en Barnabas er bitastæðasta hlutverk sem hann hefur fengið frá Burton síðan hann lék Ed Wood fyrir tæpum 20 árum. Línurnar hans eru bráðfyndnar, flutningurinn fumlaus og mjög fljótlega fer áhorfandanum að þykja vænt um þennan hjartahlýja en aumkunarverða morðingja. Handritið er hins vegar ekki nógu vatnshelt og er helsti vandinn sá að of margar persónur eru kynntar til sögunnar en fá svo nánast ekkert að gera. Líklega eiga þessir karakterar að fá meira pláss í mögulegum framhaldsmyndum en í þessari stöku mynd þjóna þeir engum tilgangi, og virka jafnvel truflandi. Þá kemur ekkert á óvart í búningum, sviðsmyndum og listrænni stjórnun. Allt er svo fullkomlega slétt og fellt að það nær ekki nokkurri átt. Burton toppaði sig í þessari deild fyrir löngu en heldur sig innan þægindarammans og virðist lafhræddur við listræna ögrun. Fyrir vikið eru margir aðdáenda hans búnir að snúa við honum baki, sem er synd því Dark Shadows á marga þrælfína spretti. Niðurstaða: Nokkuð góð skemmtun sem skrifast að stórum hluta á Johnny Depp. Mest lesið Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Tónlist Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Menning Fleiri fréttir Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Veisla fyrir augu og eyru Ekki er allt gull sem glóir Þeir fátæku borga brúsann Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Er Lína Langsokkur woke? Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Barnaefni fyrir fullorðna Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Sjá meira
Bíó. Dark Shadows. Leikstjórn: Tim Burton. Leikarar: Johnny Depp, Michelle Pfeiffer, Helena Bonham Carter, Eva Green, Jackie Earle Haley, Jonny Lee Miller, Chloë Grace Moretz, Bella Heathcote. Leikstjórinn Tim Burton gerði nokkrar frábærar myndir á fyrri hluta ferils síns en hefur undanfarin ár helgað sig óspennandi fjöldaframleiðslu. Samstarf hans við leikarann Johnny Depp og tónskáldið Danny Elfman er komið vel fram yfir síðasta söludag og satt að segja hafði ég efasemdir um að Burton hefði nokkuð fram að færa árið 2012. Dark Shadows er byggð á samnefndri bandarískri sápuóperu sem sýnd var á árunum 1966 til 1971 (alls voru gerðir 1.225 þættir) og segir frá vampírunni Barnabas Collins sem grafin er lifandi á 18. öld en losnar úr prísundinni árið 1972. Nornin sem breytti honum í blóðsugu er enn á lífi og nýtur þess gera afkomendum hans lífið leitt. Barnabas reynir að koma fjölskyldufyrirtækinu á réttan kjöl, en hann á erfitt með að aðlagast hippatímabilinu og blóðþorsti hans er honum sífelldur fjötur um fót. Það skemmtilegasta við myndina er Johnny Depp, en Barnabas er bitastæðasta hlutverk sem hann hefur fengið frá Burton síðan hann lék Ed Wood fyrir tæpum 20 árum. Línurnar hans eru bráðfyndnar, flutningurinn fumlaus og mjög fljótlega fer áhorfandanum að þykja vænt um þennan hjartahlýja en aumkunarverða morðingja. Handritið er hins vegar ekki nógu vatnshelt og er helsti vandinn sá að of margar persónur eru kynntar til sögunnar en fá svo nánast ekkert að gera. Líklega eiga þessir karakterar að fá meira pláss í mögulegum framhaldsmyndum en í þessari stöku mynd þjóna þeir engum tilgangi, og virka jafnvel truflandi. Þá kemur ekkert á óvart í búningum, sviðsmyndum og listrænni stjórnun. Allt er svo fullkomlega slétt og fellt að það nær ekki nokkurri átt. Burton toppaði sig í þessari deild fyrir löngu en heldur sig innan þægindarammans og virðist lafhræddur við listræna ögrun. Fyrir vikið eru margir aðdáenda hans búnir að snúa við honum baki, sem er synd því Dark Shadows á marga þrælfína spretti. Niðurstaða: Nokkuð góð skemmtun sem skrifast að stórum hluta á Johnny Depp.
Mest lesið Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Tónlist Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Menning Fleiri fréttir Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Veisla fyrir augu og eyru Ekki er allt gull sem glóir Þeir fátæku borga brúsann Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Er Lína Langsokkur woke? Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Barnaefni fyrir fullorðna Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Sjá meira