Takk, Jóhannes Sighvatur Björgvinsson skrifar 24. maí 2012 06:00 Ég þakka Jóhannesi Gunnarssyni lækni kærlega fyrir svar hans við grein minni um Landspítalann/háskólasjúkrahús, en svar Jóhannesar birtist í Fréttablaðinu sl. miðvikudag. Í grein sinni svarar Jóhannes ekki mörgum spurninga minna – og þó. Sum svör má lesa á milli lína. Ég tel því rétt að orða málin með enn einfaldari hætti: 1. Heilbrigðisþjónusta er dýr. Spítalaþjónusta er dýrust þeirra allra. 2. Þegar reisa á byggingar utan um slíka þjónustu er bráðnauðsynlegt að byrja á því að skilgreina vel og nákvæmlega hvaða þjónustu á að veita, hvað til hennar þarf af húsnæði, sérmenntuðu starfsliði, tækjum og búnaði. Hvað það kostar að kaupa og hvað það kostar að reka. Ég spyr: Hefur þetta verið gert hvað varðar byggingaáform Lsp? Ef svo er hvar er það að finna?Háskólasjúkrahús? Landspítalinn er ekki sjúkrahús af því tagi, sem kallað er háskólasjúkrahús í lögunum um heilbrigðisþjónustu frá 2007. Hann sinnir ekki allri sérfræðiþjónustu á sviði læknisfræði og hjúkrunarfræða og hann sér ekki heldur um framhaldsmenntun sérfræðinga í flestum eða öllum þessum greinum. Því spyr ég: Eru áformin aðeins þau að byggja nýtt yfir þá þjónustu og þau verkefni, sem Lsp sinnir nú eða er ætlunin að byggja yfir miklu víðtækari sérfræði- og kennsluþjónustu – og þá hvaða? Forystumenn Lsp hljóta að vita þetta. Ef sú er ætlunin þá hljóta að liggja fyrir áform um tæki og búnað, um mannafla og um rekstrarfjárþörf.Hvað um þau hin? Þá má lesa það á milli línanna hjá Jóhannesi, að byggingaáformum hins nýja Lsp fylgi áætlanir um að hætta að mestu núverandi spítalarekstri nema á Akureyri – þ.e. þá rekstri sjúkrahúsanna í Vestmannaeyjum, á Selfossi, á Akranesi, í Stykkishólmi, á Ísafirði, á Blönduósi, á Sauðárkróki, á Húsavík og í Neskaupstað. Í grein minni gat ég mér þess raunar til að þau áform hljóti að búa að baki hinum stórhuga byggingaáformum Lsp manna. Sé svo, þá á umræða um það að fá að eiga sér stað þannig að færð séu fram rök og gagnrök og fólk viti hvernig mál séu í pottinn búin en uppgötvi það ekki eftir á. Hvers vegna má ekki opna þá umræðu. Eru menn hræddir – og þá við hvað? Mér dettur ekki í hug að snúa svo út úr grein Jóhannesar að með henni sé hann að gefa til kynna að rífa eigi þessar byggingar. Því fer fjarri. Leggist sjúkrahúsaþjónusta niður á þessum stöðum þá henta byggingarnar prýðilega fyrir aðra heilbrigðisþjónustu – t.d. hjúkrunarþjónustu. En hví þá að vera að leggja upp með dýrar og umfangsmiklar áætlanir um byggingu nýrra hjúkrunarheimila ef það hlutverk er ætlað Borgarspítalanum og sjúkrahúsunum í Vestmannaeyjum, á Selfossi, á Akranesi, í Stykkishólmi, á Ísafirði, á Blönduósi, á Sauðárkróki, á Húsavík og í Neskaupstað. Hvað annað sér Jóhannes vera hlutverk þeirra? Heilbrigðisþjónusta er mikilvægasta þjónusta sem samfélag okkar veitir. Hún varðar líf og heilsu okkar allra. Því legg ég til að Lsp, ráðuneytið og heilbrigðisdeildir háskólanna efni til umræðuþings um heilbrigðismál þar sem áform um uppbyggingu og breytingu þjónustunnar eru skoðuð og rædd þannig að línur verði lagðar sem séu skýrar og öllum ljósar. Auðvitað verður um það deilt en engum á að geta hugnast að óttinn við umræðuna sé slíkur að hana beri umfram allt að forðast. Það væri líkt og að verða hræddur við sína eigin spegilmynd. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sighvatur Björgvinsson Tengdar fréttir Öflugt sjúkrahús - kjarni málsins Um þessar mundir er í nágrannalöndum Íslands víða verið að rífa sjúkrahúsbyggingar sem ekki eru nema örfárra áratuga gamlar. Nýbyggingar eru reistar til þess að mæta þörfum sem stórstígar breytingar á starfsemi sjúkrahúsa gera kröfu um eigi þjónusta við sjúklinga áfram að vera í takti við nútímann. 23. maí 2012 06:00 Nýja háskólasjúkrahúsið – kjarni málsins Umræðan um risabyggingu nýs spítala í miðbæ Reykjavíkur er hafin. Halldór Laxness orðaði umræðuhefð Íslendinga á þá leið, að þeir deildu helst um tittlingaskít og aukaatriði en setti gjarna hljóða þegar komið væri að kjarna máls. Og hver er kjarni málsins? 21. maí 2012 06:00 Mest lesið Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Skoðun Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Sjá meira
Ég þakka Jóhannesi Gunnarssyni lækni kærlega fyrir svar hans við grein minni um Landspítalann/háskólasjúkrahús, en svar Jóhannesar birtist í Fréttablaðinu sl. miðvikudag. Í grein sinni svarar Jóhannes ekki mörgum spurninga minna – og þó. Sum svör má lesa á milli lína. Ég tel því rétt að orða málin með enn einfaldari hætti: 1. Heilbrigðisþjónusta er dýr. Spítalaþjónusta er dýrust þeirra allra. 2. Þegar reisa á byggingar utan um slíka þjónustu er bráðnauðsynlegt að byrja á því að skilgreina vel og nákvæmlega hvaða þjónustu á að veita, hvað til hennar þarf af húsnæði, sérmenntuðu starfsliði, tækjum og búnaði. Hvað það kostar að kaupa og hvað það kostar að reka. Ég spyr: Hefur þetta verið gert hvað varðar byggingaáform Lsp? Ef svo er hvar er það að finna?Háskólasjúkrahús? Landspítalinn er ekki sjúkrahús af því tagi, sem kallað er háskólasjúkrahús í lögunum um heilbrigðisþjónustu frá 2007. Hann sinnir ekki allri sérfræðiþjónustu á sviði læknisfræði og hjúkrunarfræða og hann sér ekki heldur um framhaldsmenntun sérfræðinga í flestum eða öllum þessum greinum. Því spyr ég: Eru áformin aðeins þau að byggja nýtt yfir þá þjónustu og þau verkefni, sem Lsp sinnir nú eða er ætlunin að byggja yfir miklu víðtækari sérfræði- og kennsluþjónustu – og þá hvaða? Forystumenn Lsp hljóta að vita þetta. Ef sú er ætlunin þá hljóta að liggja fyrir áform um tæki og búnað, um mannafla og um rekstrarfjárþörf.Hvað um þau hin? Þá má lesa það á milli línanna hjá Jóhannesi, að byggingaáformum hins nýja Lsp fylgi áætlanir um að hætta að mestu núverandi spítalarekstri nema á Akureyri – þ.e. þá rekstri sjúkrahúsanna í Vestmannaeyjum, á Selfossi, á Akranesi, í Stykkishólmi, á Ísafirði, á Blönduósi, á Sauðárkróki, á Húsavík og í Neskaupstað. Í grein minni gat ég mér þess raunar til að þau áform hljóti að búa að baki hinum stórhuga byggingaáformum Lsp manna. Sé svo, þá á umræða um það að fá að eiga sér stað þannig að færð séu fram rök og gagnrök og fólk viti hvernig mál séu í pottinn búin en uppgötvi það ekki eftir á. Hvers vegna má ekki opna þá umræðu. Eru menn hræddir – og þá við hvað? Mér dettur ekki í hug að snúa svo út úr grein Jóhannesar að með henni sé hann að gefa til kynna að rífa eigi þessar byggingar. Því fer fjarri. Leggist sjúkrahúsaþjónusta niður á þessum stöðum þá henta byggingarnar prýðilega fyrir aðra heilbrigðisþjónustu – t.d. hjúkrunarþjónustu. En hví þá að vera að leggja upp með dýrar og umfangsmiklar áætlanir um byggingu nýrra hjúkrunarheimila ef það hlutverk er ætlað Borgarspítalanum og sjúkrahúsunum í Vestmannaeyjum, á Selfossi, á Akranesi, í Stykkishólmi, á Ísafirði, á Blönduósi, á Sauðárkróki, á Húsavík og í Neskaupstað. Hvað annað sér Jóhannes vera hlutverk þeirra? Heilbrigðisþjónusta er mikilvægasta þjónusta sem samfélag okkar veitir. Hún varðar líf og heilsu okkar allra. Því legg ég til að Lsp, ráðuneytið og heilbrigðisdeildir háskólanna efni til umræðuþings um heilbrigðismál þar sem áform um uppbyggingu og breytingu þjónustunnar eru skoðuð og rædd þannig að línur verði lagðar sem séu skýrar og öllum ljósar. Auðvitað verður um það deilt en engum á að geta hugnast að óttinn við umræðuna sé slíkur að hana beri umfram allt að forðast. Það væri líkt og að verða hræddur við sína eigin spegilmynd.
Öflugt sjúkrahús - kjarni málsins Um þessar mundir er í nágrannalöndum Íslands víða verið að rífa sjúkrahúsbyggingar sem ekki eru nema örfárra áratuga gamlar. Nýbyggingar eru reistar til þess að mæta þörfum sem stórstígar breytingar á starfsemi sjúkrahúsa gera kröfu um eigi þjónusta við sjúklinga áfram að vera í takti við nútímann. 23. maí 2012 06:00
Nýja háskólasjúkrahúsið – kjarni málsins Umræðan um risabyggingu nýs spítala í miðbæ Reykjavíkur er hafin. Halldór Laxness orðaði umræðuhefð Íslendinga á þá leið, að þeir deildu helst um tittlingaskít og aukaatriði en setti gjarna hljóða þegar komið væri að kjarna máls. Og hver er kjarni málsins? 21. maí 2012 06:00
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun