Köld krumla fortíðarinnar Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar 8. júní 2012 06:00 Dauði næturgalans eftir Kaaberbøl og Friis. Bækur. Dauði næturgalans. Kaaberbøl & Friis. Ingunn Ásdísardóttir þýddi. Mál og menning. Dauði næturgalans er þriðja bókin sem fjallar um dönsku hjúkrunarkonuna Ninu Borg. Hún starfar í búðum fyrir flóttamenn í Kaupmannahöfn og fléttast inn í þeirra flækjur og fortíð. Nina er ágætlega uppbyggður karakter og hennar flókna sambandi við sjálfa sig og þörfina til að bjarga heiminum eru vel gerð skil í bókinni. Fléttan í Dauða næturgalans er ágætlega útfærð. Hún teygir sig yfir til Úkraínu, bæði í nútíð og á fjórða áratugnum, tíma harðræðis Stalíns og hungursneyðarinnar. Sú fortíðartenging er vel heppnuð og veitir bókinni aukna dýpt. Sjónarhorn höfunda flakkar á milli nokkurra persóna og ferst þeim það ágætlega úr hendi. Persónugalleríið er vel skapað og lesandi fær áhuga á lífi þeirra og örlögum og getur sett sig inn í ólíkar aðstæður þeirra. Helsti galli bókarinnar er hve nátengd fléttan er hinum tveimur fyrri um Ninu Borg. Fjölmargar vísanir eru í atburði úr þeim bókum sem fennt hefur yfir í minni lesenda. Erfitt gæti reynst þeim sem ekki hafa lesið þær að komast inn í söguna. Engu að síður er Dauði næturgalans fínasti krimmi sem heldur manni við efnið. Og meira biður maður ekki um, eða hvað? Þýðing Ingunnar Ásdísardóttur er lipurleg og hnökralaus. Niðurstaða: Ágætis krimmi um veruleika flóttamanna í Danmörku, sem líður þó fyrir tengingu við fyrri bækur. Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Fleiri fréttir Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Bækur. Dauði næturgalans. Kaaberbøl & Friis. Ingunn Ásdísardóttir þýddi. Mál og menning. Dauði næturgalans er þriðja bókin sem fjallar um dönsku hjúkrunarkonuna Ninu Borg. Hún starfar í búðum fyrir flóttamenn í Kaupmannahöfn og fléttast inn í þeirra flækjur og fortíð. Nina er ágætlega uppbyggður karakter og hennar flókna sambandi við sjálfa sig og þörfina til að bjarga heiminum eru vel gerð skil í bókinni. Fléttan í Dauða næturgalans er ágætlega útfærð. Hún teygir sig yfir til Úkraínu, bæði í nútíð og á fjórða áratugnum, tíma harðræðis Stalíns og hungursneyðarinnar. Sú fortíðartenging er vel heppnuð og veitir bókinni aukna dýpt. Sjónarhorn höfunda flakkar á milli nokkurra persóna og ferst þeim það ágætlega úr hendi. Persónugalleríið er vel skapað og lesandi fær áhuga á lífi þeirra og örlögum og getur sett sig inn í ólíkar aðstæður þeirra. Helsti galli bókarinnar er hve nátengd fléttan er hinum tveimur fyrri um Ninu Borg. Fjölmargar vísanir eru í atburði úr þeim bókum sem fennt hefur yfir í minni lesenda. Erfitt gæti reynst þeim sem ekki hafa lesið þær að komast inn í söguna. Engu að síður er Dauði næturgalans fínasti krimmi sem heldur manni við efnið. Og meira biður maður ekki um, eða hvað? Þýðing Ingunnar Ásdísardóttur er lipurleg og hnökralaus. Niðurstaða: Ágætis krimmi um veruleika flóttamanna í Danmörku, sem líður þó fyrir tengingu við fyrri bækur.
Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Fleiri fréttir Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira