Köld krumla fortíðarinnar Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar 8. júní 2012 06:00 Dauði næturgalans eftir Kaaberbøl og Friis. Bækur. Dauði næturgalans. Kaaberbøl & Friis. Ingunn Ásdísardóttir þýddi. Mál og menning. Dauði næturgalans er þriðja bókin sem fjallar um dönsku hjúkrunarkonuna Ninu Borg. Hún starfar í búðum fyrir flóttamenn í Kaupmannahöfn og fléttast inn í þeirra flækjur og fortíð. Nina er ágætlega uppbyggður karakter og hennar flókna sambandi við sjálfa sig og þörfina til að bjarga heiminum eru vel gerð skil í bókinni. Fléttan í Dauða næturgalans er ágætlega útfærð. Hún teygir sig yfir til Úkraínu, bæði í nútíð og á fjórða áratugnum, tíma harðræðis Stalíns og hungursneyðarinnar. Sú fortíðartenging er vel heppnuð og veitir bókinni aukna dýpt. Sjónarhorn höfunda flakkar á milli nokkurra persóna og ferst þeim það ágætlega úr hendi. Persónugalleríið er vel skapað og lesandi fær áhuga á lífi þeirra og örlögum og getur sett sig inn í ólíkar aðstæður þeirra. Helsti galli bókarinnar er hve nátengd fléttan er hinum tveimur fyrri um Ninu Borg. Fjölmargar vísanir eru í atburði úr þeim bókum sem fennt hefur yfir í minni lesenda. Erfitt gæti reynst þeim sem ekki hafa lesið þær að komast inn í söguna. Engu að síður er Dauði næturgalans fínasti krimmi sem heldur manni við efnið. Og meira biður maður ekki um, eða hvað? Þýðing Ingunnar Ásdísardóttur er lipurleg og hnökralaus. Niðurstaða: Ágætis krimmi um veruleika flóttamanna í Danmörku, sem líður þó fyrir tengingu við fyrri bækur. Mest lesið „Ég persónulega fílaði þetta ekkert í botn“ Lífið Var kölluð „kúkur“ og „súkkulaði“ Lífið Fréttatía vikunnar: Esjan, Icelandair og enski boltinn Lífið Segir frumburðinn með nefið hans pabba Lífið Jón Steinar selur sumarparadís með útsýni að Heklu Lífið VÆB mögulega með sumarhittara ársins? Lífið Rúrik á batavegi eftir aðgerð Lífið Taylor sögð hóta Kanye lögsókn Lífið Joey Christ og Alma selja íbúðina Lífið „Það hefur verið reynt að hafa áhrif á ráðningu mína“ Lífið Fleiri fréttir Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Rislítil ástarsaga Eldborg breyttist í vélrænt helvíti Kaldrifjað morð, ungar karlrembur og kæfandi andrúmsloft Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Stormur fellur á prófinu Víkingur Heiðar á fjölbreyttri afmælisveislu með ljóslifandi hápunktum Leiksigur Ladda Elísabet fær uppreist æru Sjá meira
Bækur. Dauði næturgalans. Kaaberbøl & Friis. Ingunn Ásdísardóttir þýddi. Mál og menning. Dauði næturgalans er þriðja bókin sem fjallar um dönsku hjúkrunarkonuna Ninu Borg. Hún starfar í búðum fyrir flóttamenn í Kaupmannahöfn og fléttast inn í þeirra flækjur og fortíð. Nina er ágætlega uppbyggður karakter og hennar flókna sambandi við sjálfa sig og þörfina til að bjarga heiminum eru vel gerð skil í bókinni. Fléttan í Dauða næturgalans er ágætlega útfærð. Hún teygir sig yfir til Úkraínu, bæði í nútíð og á fjórða áratugnum, tíma harðræðis Stalíns og hungursneyðarinnar. Sú fortíðartenging er vel heppnuð og veitir bókinni aukna dýpt. Sjónarhorn höfunda flakkar á milli nokkurra persóna og ferst þeim það ágætlega úr hendi. Persónugalleríið er vel skapað og lesandi fær áhuga á lífi þeirra og örlögum og getur sett sig inn í ólíkar aðstæður þeirra. Helsti galli bókarinnar er hve nátengd fléttan er hinum tveimur fyrri um Ninu Borg. Fjölmargar vísanir eru í atburði úr þeim bókum sem fennt hefur yfir í minni lesenda. Erfitt gæti reynst þeim sem ekki hafa lesið þær að komast inn í söguna. Engu að síður er Dauði næturgalans fínasti krimmi sem heldur manni við efnið. Og meira biður maður ekki um, eða hvað? Þýðing Ingunnar Ásdísardóttur er lipurleg og hnökralaus. Niðurstaða: Ágætis krimmi um veruleika flóttamanna í Danmörku, sem líður þó fyrir tengingu við fyrri bækur.
Mest lesið „Ég persónulega fílaði þetta ekkert í botn“ Lífið Var kölluð „kúkur“ og „súkkulaði“ Lífið Fréttatía vikunnar: Esjan, Icelandair og enski boltinn Lífið Segir frumburðinn með nefið hans pabba Lífið Jón Steinar selur sumarparadís með útsýni að Heklu Lífið VÆB mögulega með sumarhittara ársins? Lífið Rúrik á batavegi eftir aðgerð Lífið Taylor sögð hóta Kanye lögsókn Lífið Joey Christ og Alma selja íbúðina Lífið „Það hefur verið reynt að hafa áhrif á ráðningu mína“ Lífið Fleiri fréttir Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Rislítil ástarsaga Eldborg breyttist í vélrænt helvíti Kaldrifjað morð, ungar karlrembur og kæfandi andrúmsloft Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Stormur fellur á prófinu Víkingur Heiðar á fjölbreyttri afmælisveislu með ljóslifandi hápunktum Leiksigur Ladda Elísabet fær uppreist æru Sjá meira