Silkimjúkt og sefandi Trausti Júlíusson skrifar 31. maí 2012 09:00 Asonat er samstarfsverkefni tveggja vel þekktra íslenskra raftónlistarmanna, Jónasar Þórs Guðmundssonar og Fannars Ásgrímssonar. Jónas hefur mest notast við aukasjálfið Ruxpin, en Fannar er annar helmingur dúósins Plastic Joy. Ruxpin hefur gefið út nokkrar fínar plötur bæði hjá hérlendum og erlendum plötufyrirtækjum, síðast kom Where Do We Float From Here? sem bandaríska útgáfan n5MD gaf út árið 2009. n5MD gefur líka út tónlist Asonat. Tónlistin á Love in Times of Repetition er að stærstum hluta hæggeng, mjúk og seiðandi raftónlist, þó að hún herðist aðeins í nokkrum lögum, t.d. We Have Come So Far Again, Dandelions For You og Last Song (Almost). Þeir félagar syngja báðir á plötunni, en auk þeirra syngja franska söngkonan Oléna Simon, japanska söngkonan Chihiro Dunn og Kjartan Ólafsson úr Ampop. Yfirbragð plötunnar minnir svolítið á listamenn í mjúku deildinni, eins og Thievery Corporation eða Kruder & Dorfmeister, en hljómur Asonat er samt kaldari, meira teknó. Love in Times of Repetition er ágætis plata. Lögin eru misgóð og hún nær aldrei að koma manni verulega á óvart, en hún stendur samt vel fyrir sínu. Bestu lögin eru mjög vel samin og oft ná Asonat-menn að skapa flotta stemningu með vönduðum hljóðheiminum. Niðurstaða: Ágætis plata frá nýrri rafpoppsveit Jónasar Ruxpin og Fannars úr Plastic Joy. Lífið Mest lesið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Saga sagði já við Sturlu Lífið Illa vegið að íslenskum bjór Lífið Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Glænýtt par á glænýju ári Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Lífið Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Lífið Fleiri fréttir Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira
Asonat er samstarfsverkefni tveggja vel þekktra íslenskra raftónlistarmanna, Jónasar Þórs Guðmundssonar og Fannars Ásgrímssonar. Jónas hefur mest notast við aukasjálfið Ruxpin, en Fannar er annar helmingur dúósins Plastic Joy. Ruxpin hefur gefið út nokkrar fínar plötur bæði hjá hérlendum og erlendum plötufyrirtækjum, síðast kom Where Do We Float From Here? sem bandaríska útgáfan n5MD gaf út árið 2009. n5MD gefur líka út tónlist Asonat. Tónlistin á Love in Times of Repetition er að stærstum hluta hæggeng, mjúk og seiðandi raftónlist, þó að hún herðist aðeins í nokkrum lögum, t.d. We Have Come So Far Again, Dandelions For You og Last Song (Almost). Þeir félagar syngja báðir á plötunni, en auk þeirra syngja franska söngkonan Oléna Simon, japanska söngkonan Chihiro Dunn og Kjartan Ólafsson úr Ampop. Yfirbragð plötunnar minnir svolítið á listamenn í mjúku deildinni, eins og Thievery Corporation eða Kruder & Dorfmeister, en hljómur Asonat er samt kaldari, meira teknó. Love in Times of Repetition er ágætis plata. Lögin eru misgóð og hún nær aldrei að koma manni verulega á óvart, en hún stendur samt vel fyrir sínu. Bestu lögin eru mjög vel samin og oft ná Asonat-menn að skapa flotta stemningu með vönduðum hljóðheiminum. Niðurstaða: Ágætis plata frá nýrri rafpoppsveit Jónasar Ruxpin og Fannars úr Plastic Joy.
Lífið Mest lesið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Saga sagði já við Sturlu Lífið Illa vegið að íslenskum bjór Lífið Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Glænýtt par á glænýju ári Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Lífið Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Lífið Fleiri fréttir Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira