Samhengi skuldanna Þórólfur Matthíasson skrifar 31. maí 2012 06:00 Ekkert einfalt samband ríkir milli skuldaaukningar eða skuldaminnkunar einstakra fyrirtækja annars vegar og heildarskulda þeirrar atvinnugreinar sem fyrirtækið tilheyrir hins vegar. Skoðum fjögur dæmi: Dæmi 1: Útgerðarfyrirtækið Bræður ehf. selur útgerðarfyrirtækinu Systrum ehf. kvóta. Söluverðmæti 100 milljónir króna. Systur taka lán fyrir helmingi andvirðisins hjá Útgerðarbankanum en greiða hinn helminginn með innistæðu á bankareikningi hjá sama banka. Bræður nota andvirði hins selda kvóta til að greiða niður 50 milljóna króna skuld við Útgerðarbankann og leggja afganginn inn á hlaupareikning sinn hjá sama banka. Skuldir Bræðra hafa lækkað um 50 milljónir, skuldir Systra hafa hækkað um sömu upphæð. Heildarskuldir útgerðarinnar hafa ekki breyst við þessa aðgerð, þó svo Systur séu skuldsettari en þær áður voru. Dæmi 2: Útgerðarfyrirtækið Útherji ehf. selur Innherja ehf. allan sinn kvóta að verðmæti 100 milljóna króna. Innherji tekur lán að upphæð 100 milljónir (með því m.a. að veðsetja óveðsettar eignir samtals að upphæð um 200 milljónir króna) og greiðir Útherja. Útherji notar féð allt til að kaupa öll hlutabréf í fyrirtækinu Companero sem á og rekur hótel á Gran Canaria. Þátttöku Útherja í útgerð á Íslandi er þar með sjálfhætt. Heildarskuldir íslenskra útgerðarfyrirtækja aukast við þetta um 100 milljónir króna. Öll skuldsetningaraukningin er tilkomin vegna kaupa á kvóta. En fjármununum sem fengnir eru að láni er í raun varið til kaupa á ferðaþjónustufyrirtæki á Kanaríeyjum! Dæmi 3: Útgerðarfyrirtækið Systur ehf. kaupir nýtt skip fyrir 500 milljónir króna og fjármagnar með sölu eldra skips til skipasmíðastöðvarinnar og með 400 milljóna króna láni hjá Útgerðarbankanum hf. Skuldir fyrirtækisins aukast um 400 milljónir króna, en eignir í formi varanlegra fastafjármuna aukast um sömu upphæð. Skuldir og eignir útgerðarinnar í heild aukast um sömu upphæð. Dæmi 4: Útgerðarfyrirtækið Tengdasynir ehf. á óveðsettan kvóta upp á 200 milljónir króna. Fyrirtækið tekur lán að upphæð 100 milljóna króna með (ó)beinu veði í kvótanum og festir féð í hlutabréfum í RecodeBlackHood (RBH) ehf. Í velheppnuðu útgáfunni af þessu dæmi reynist RecodeBlackHood hin mesta happahugmynd og eignarhluti Tengdasona ehf. í RBH hækkar á nokkrum dögum í 500 milljónir króna. Í þessari útgáfu dæmisins aukast eignir útgerðarinnar um 400 milljónir króna í kjölfar skuldsetningar Tengdasona ehf. á kvóta fyrirtækisins. Í hinni síður heppnuðu útgáfu sögunnar reynist RBH ófullburða viðskiptahugmynd og fer á höfuðið nokkrum dögum eftir að Tengdasynir keyptu hlutabréfin. Skuldir Tengdasona ehf. (og útgerðarinnar í heild) eru áfram 100 milljónir eftir gjaldþrot RBH en eignir Tengdasona ehf. og útgerðarinnar í heild hafa rýrnað um 100 milljónir króna. Sé litið til eigna og skulda útgerðarfyrirtækja á Íslandi frá árinu 1997 og fram að hruni kemur í ljós að eignir í formi varanlegra rekstrarfjármuna hafa fremur minnkað en aukist. Verðmæti varanlegra fastafjármuna var um 70 milljarðar króna að nafnvirði bæði árin. Raunverulegt verðmæti fastafjármuna dregst því saman á þessum tíma, enda eitt af markmiðum með stjórnvaldsaðgerðum á tímabilinu að draga úr fjárbindingu í veiðitækjum. Skuldir útgerðarinnar jukust úr um 75 milljörðum króna árið 1997 í um 260 milljarða árið 2007. Með hliðsjón af dæmunum hér að ofan má ljóst vera að ekkert af þessari 190 milljarða króna skuldaaukningu er tilkomið vegna fjárfestinga í skipum og veiðarfærum! Eignir útgerðarfyrirtækjanna í áhætturekstri og innistæðum á peningamarkaðssjóðum aukast úr 20 milljörðum króna á tímabilinu í 100 milljarða króna. Hluti þeirrar eignaraukningar er væntanlega tilkominn vegna hækkunar á gengi undirliggjandi eigna, sbr. velheppnuðu útgáfuna af dæmi 4. Kaup á nýjum pappírseignum er því líklega á bilinu 25-50 milljarðar króna. Samanlagt þýðir þetta að 190 milljarða skuldaaukning var notuð til að auka (pappírs)eignir fyrirtækja í útgerð um 25-50 milljarða. Afganginum, 100 til 150 milljörðum á verðlagi ársins 2007, eða 150-300 milljörðum á núverandi verðlagi, hefur líklega verið varið til útrásar úr útgerð, svipað og lýst er í dæmi 2 hér að ofan. Eigendur útgerðarfyrirtækja hafa þannig á áratugnum frá 1997 tekið verðmæti sem jafngilda tvö- til þreföldu verðmæti skipaflota síns út úr útgerðinni til notkunar í öðrum atvinnugreinum, innanlands og utan. Þannig hefur útgerðarmönnum, fyrir tilstuðlan veðsetningar á kvóta, tekist að ráðstafa umtalsverðum hluta þjóðarauðæfa Íslendinga. Sumar af þeim ráðstöfunum hafa sjálfsagt heppnast ágætlega, en margt illa. Það er eftirtektarvert að málsmetandi menn á borð við sveitarstjóra vítt og breitt um landið sem og fyrrverandi sjávarútvegsráðherrar telja það sáluhjálparatriði að eigendur útgerðarfyrirtækja hafi áfram þann forgang að ráðstöfun þjóðarauðsins sem þeir hafa haft frá árinu 1990. Skuldasöfnun útgerðarinnar verður ekki skilin frá ráðstöfun þeirra fjármuna sem með skuldsetningunni var aflað. Þessari einföldu staðreynd hefur lítt verið haldið á lofti í auglýsingaherferð útgerðarmanna undangengnar vikur. Þessi einfalda staðreynd virðist einnig hafa farið fram hjá jafnt virtum endurskoðunarfyrirtækjum sem og hugsandi mönnum í viðskiptalífinu. Reikningar útgerðarinnar sjálfrar sýna að fjármununum var ekki varið til fjárfestingar í skipum og veiðarfærum. Í sumum tilvikum var fjármununum varið í skynsamlegar fjárfestingar innanlands eða utan. Í öðrum tilvikum ekki. Kannski hinir upplýsingaglöðu útgerðarmenn upplýsi nánar um bæði vel og illa heppnaðar fjárfestingar sínar utan greinarinnar sem innan í nýrri auglýsingaherferð? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Þórólfur Matthíasson Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Íslenska sem brú að betra samfélagi Vanessa Monika Isenmann skrifar Skoðun Ofbeldi í nánum samböndum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Skattfé nýtt í áróður Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Réttmæti virðingar á skólaskyldu? Edda Sigrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Er þetta í þínu boði, kæri forsætisráðherra? Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld sinna ekki málefnum barna af fagmennsku Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Kjölfestan í mannlífinu Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Barnaskattur Kristrúnar Frostadóttur Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Siðlaust sinnuleysi í Mjódd Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Heimavinnu lokið – aftur atvinnuuppbygging á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir skrifar Sjá meira
Ekkert einfalt samband ríkir milli skuldaaukningar eða skuldaminnkunar einstakra fyrirtækja annars vegar og heildarskulda þeirrar atvinnugreinar sem fyrirtækið tilheyrir hins vegar. Skoðum fjögur dæmi: Dæmi 1: Útgerðarfyrirtækið Bræður ehf. selur útgerðarfyrirtækinu Systrum ehf. kvóta. Söluverðmæti 100 milljónir króna. Systur taka lán fyrir helmingi andvirðisins hjá Útgerðarbankanum en greiða hinn helminginn með innistæðu á bankareikningi hjá sama banka. Bræður nota andvirði hins selda kvóta til að greiða niður 50 milljóna króna skuld við Útgerðarbankann og leggja afganginn inn á hlaupareikning sinn hjá sama banka. Skuldir Bræðra hafa lækkað um 50 milljónir, skuldir Systra hafa hækkað um sömu upphæð. Heildarskuldir útgerðarinnar hafa ekki breyst við þessa aðgerð, þó svo Systur séu skuldsettari en þær áður voru. Dæmi 2: Útgerðarfyrirtækið Útherji ehf. selur Innherja ehf. allan sinn kvóta að verðmæti 100 milljóna króna. Innherji tekur lán að upphæð 100 milljónir (með því m.a. að veðsetja óveðsettar eignir samtals að upphæð um 200 milljónir króna) og greiðir Útherja. Útherji notar féð allt til að kaupa öll hlutabréf í fyrirtækinu Companero sem á og rekur hótel á Gran Canaria. Þátttöku Útherja í útgerð á Íslandi er þar með sjálfhætt. Heildarskuldir íslenskra útgerðarfyrirtækja aukast við þetta um 100 milljónir króna. Öll skuldsetningaraukningin er tilkomin vegna kaupa á kvóta. En fjármununum sem fengnir eru að láni er í raun varið til kaupa á ferðaþjónustufyrirtæki á Kanaríeyjum! Dæmi 3: Útgerðarfyrirtækið Systur ehf. kaupir nýtt skip fyrir 500 milljónir króna og fjármagnar með sölu eldra skips til skipasmíðastöðvarinnar og með 400 milljóna króna láni hjá Útgerðarbankanum hf. Skuldir fyrirtækisins aukast um 400 milljónir króna, en eignir í formi varanlegra fastafjármuna aukast um sömu upphæð. Skuldir og eignir útgerðarinnar í heild aukast um sömu upphæð. Dæmi 4: Útgerðarfyrirtækið Tengdasynir ehf. á óveðsettan kvóta upp á 200 milljónir króna. Fyrirtækið tekur lán að upphæð 100 milljóna króna með (ó)beinu veði í kvótanum og festir féð í hlutabréfum í RecodeBlackHood (RBH) ehf. Í velheppnuðu útgáfunni af þessu dæmi reynist RecodeBlackHood hin mesta happahugmynd og eignarhluti Tengdasona ehf. í RBH hækkar á nokkrum dögum í 500 milljónir króna. Í þessari útgáfu dæmisins aukast eignir útgerðarinnar um 400 milljónir króna í kjölfar skuldsetningar Tengdasona ehf. á kvóta fyrirtækisins. Í hinni síður heppnuðu útgáfu sögunnar reynist RBH ófullburða viðskiptahugmynd og fer á höfuðið nokkrum dögum eftir að Tengdasynir keyptu hlutabréfin. Skuldir Tengdasona ehf. (og útgerðarinnar í heild) eru áfram 100 milljónir eftir gjaldþrot RBH en eignir Tengdasona ehf. og útgerðarinnar í heild hafa rýrnað um 100 milljónir króna. Sé litið til eigna og skulda útgerðarfyrirtækja á Íslandi frá árinu 1997 og fram að hruni kemur í ljós að eignir í formi varanlegra rekstrarfjármuna hafa fremur minnkað en aukist. Verðmæti varanlegra fastafjármuna var um 70 milljarðar króna að nafnvirði bæði árin. Raunverulegt verðmæti fastafjármuna dregst því saman á þessum tíma, enda eitt af markmiðum með stjórnvaldsaðgerðum á tímabilinu að draga úr fjárbindingu í veiðitækjum. Skuldir útgerðarinnar jukust úr um 75 milljörðum króna árið 1997 í um 260 milljarða árið 2007. Með hliðsjón af dæmunum hér að ofan má ljóst vera að ekkert af þessari 190 milljarða króna skuldaaukningu er tilkomið vegna fjárfestinga í skipum og veiðarfærum! Eignir útgerðarfyrirtækjanna í áhætturekstri og innistæðum á peningamarkaðssjóðum aukast úr 20 milljörðum króna á tímabilinu í 100 milljarða króna. Hluti þeirrar eignaraukningar er væntanlega tilkominn vegna hækkunar á gengi undirliggjandi eigna, sbr. velheppnuðu útgáfuna af dæmi 4. Kaup á nýjum pappírseignum er því líklega á bilinu 25-50 milljarðar króna. Samanlagt þýðir þetta að 190 milljarða skuldaaukning var notuð til að auka (pappírs)eignir fyrirtækja í útgerð um 25-50 milljarða. Afganginum, 100 til 150 milljörðum á verðlagi ársins 2007, eða 150-300 milljörðum á núverandi verðlagi, hefur líklega verið varið til útrásar úr útgerð, svipað og lýst er í dæmi 2 hér að ofan. Eigendur útgerðarfyrirtækja hafa þannig á áratugnum frá 1997 tekið verðmæti sem jafngilda tvö- til þreföldu verðmæti skipaflota síns út úr útgerðinni til notkunar í öðrum atvinnugreinum, innanlands og utan. Þannig hefur útgerðarmönnum, fyrir tilstuðlan veðsetningar á kvóta, tekist að ráðstafa umtalsverðum hluta þjóðarauðæfa Íslendinga. Sumar af þeim ráðstöfunum hafa sjálfsagt heppnast ágætlega, en margt illa. Það er eftirtektarvert að málsmetandi menn á borð við sveitarstjóra vítt og breitt um landið sem og fyrrverandi sjávarútvegsráðherrar telja það sáluhjálparatriði að eigendur útgerðarfyrirtækja hafi áfram þann forgang að ráðstöfun þjóðarauðsins sem þeir hafa haft frá árinu 1990. Skuldasöfnun útgerðarinnar verður ekki skilin frá ráðstöfun þeirra fjármuna sem með skuldsetningunni var aflað. Þessari einföldu staðreynd hefur lítt verið haldið á lofti í auglýsingaherferð útgerðarmanna undangengnar vikur. Þessi einfalda staðreynd virðist einnig hafa farið fram hjá jafnt virtum endurskoðunarfyrirtækjum sem og hugsandi mönnum í viðskiptalífinu. Reikningar útgerðarinnar sjálfrar sýna að fjármununum var ekki varið til fjárfestingar í skipum og veiðarfærum. Í sumum tilvikum var fjármununum varið í skynsamlegar fjárfestingar innanlands eða utan. Í öðrum tilvikum ekki. Kannski hinir upplýsingaglöðu útgerðarmenn upplýsi nánar um bæði vel og illa heppnaðar fjárfestingar sínar utan greinarinnar sem innan í nýrri auglýsingaherferð?
Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar
Skoðun Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir skrifar
Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun