Framsækin fjárfestingaáætlun Ólína Þorvarðardóttir skrifar 1. júní 2012 06:00 Nýlega kynnti ríkisstjórnin nýja og framsækna fjárfestingaáætlun. Áætlunin er liður í nýrri sókn eftir efnahagshrunið og þær hremmingar sem þjóðin hefur mátt þola eftir áratuga stjórnartíð sjálfstæðis- og framsóknarmanna. Samkvæmt henni munu 39 milljarðar króna leiða til fjárfestinga og framkvæmda fyrir 88 milljarða króna. Tugir milljarða munu þar með flæða um lífæðar samfélagsins og glæða bæði atvinnu og hagvöxt. Það vakti raunar athygli mína þegar málið var fyrst kynnt, að einmitt þá stóð yfir harðvítugt málþóf í þinginu af hálfu gömlu íhaldsflokkanna tveggja, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks, gegn því að þjóðin fengi áframhaldandi aðkomu að endurskoðun stjórnarskrárinnar og gegn því að þjóðin fái að kjósa um tillögur stjórnlagaráðs í haust. Já, á sömu stundu og ríkisstjórnin var að kynna sína metnaðarfullu fjárfestingaáætlun fyrir Ísland – áætlun byggða á vandaðri stefnumótun, framtíðarsýn og traustri fjárhagsstjórn – stóðu íhaldsflokkarnir í sinni niðurrifspólitík og málþófi. Sjaldan ef nokkru sinni höfum við fengið gleggri mynd af þeim mun sem er á niðurrifs- og uppbyggingarstjórnmálum en einmitt þá. Fjárfestingaáætlunin er afrakstur forsjálni í ríkisfjármálum. Hún er möguleg vegna þess að við sjáum nú fram á drýgri tekjur ríkissjóðs í formi auðlindagjalda en einnig vegna eignasölu á hlut ríkisins í bönkunum. Þeir fjármunir sem varið verður til margvíslegra verkefna samkvæmt áætluninni munu skila sér: Til uppbyggingar á innviðum þess, t.d. með stórum samgönguframkvæmdum. Til samfélagslegra verkefna í almannaþágu, verkefna sem hleypa lífi í atvinnulífið allt og byggðir landsins. Til eflingar rannsóknum og tækniþróun, sóknaráætlunum og atvinnuþróun. Til eflingar græna hagkerfinu, ferðaþjónustunni og skapandi greinum. Grunnurinn að áætluninni er stefnumótun ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur – ríkisstjórnar jafnaðarmanna og félagshyggjufólks sem hefur það einbeitta markmið að koma þjóðinni út úr þeirri kreppu sem hrunstefna Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks leiddi yfir samfélagið. Hún er smíði velferðarstjórnarinnar sem hefur ekki unnt sér hvíldar við að endurreisa íslenskt samfélag, verja hér velferð, auka jöfnuð og glæða atvinnulíf og almenn lífskjör – stjórnarinnar sem hefur getið sér orð á alþjóðavettvangi fyrir árangur í þeim efnum (þó að hér heima leggist margir á eitt til að þegja það í hel). Nái þessi fjárfestingaáætlun fram að ganga munu skapast fjögur þúsund störf og staða ríkissjóðs batna um allt að 20 milljarða á þremur árum. En það sem mest er um vert er þó sú bráðnauðsynlega uppbygging innviða sem nú getur átt sér stað með flýtingu stórframkvæmda á borð við jarðgöngin fyrir vestan og austan. Ekki síst skiptir þetta máli fyrir Vestfirði þar sem byggðirnar hafa orðið fyrir sárum búsifjum undanfarna áratugi, að verulegu leyti vegna hins óréttláta kvótakerfis sem hefur sannarlega tekið sinn toll og valdið alvarlegri byggðaröskun víða. Þann halla er löngu tímabært að bæta, því ekki var það gert í stjórnartíð Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hér fyrr á árum, á velmegunar- og góðæristímanum þegar þessir tveir flokkar fóru ekki aðeins með landsstjórnina, heldur stjórnuðu nánast öllum sveitarfélögum landsins með meirihlutasamstarfi sín á milli. Þess skal getið sem gott er: Það skiptir máli hverjir stjórna – það skiptir máli hvernig er stjórnað. Og það er aldrei mikilvægara en í efnahagsþrengingum að hafa jafnaðar- og félagshyggjumenn við stjórnvölinn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir Mest lesið Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Skoðun Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Sjá meira
Nýlega kynnti ríkisstjórnin nýja og framsækna fjárfestingaáætlun. Áætlunin er liður í nýrri sókn eftir efnahagshrunið og þær hremmingar sem þjóðin hefur mátt þola eftir áratuga stjórnartíð sjálfstæðis- og framsóknarmanna. Samkvæmt henni munu 39 milljarðar króna leiða til fjárfestinga og framkvæmda fyrir 88 milljarða króna. Tugir milljarða munu þar með flæða um lífæðar samfélagsins og glæða bæði atvinnu og hagvöxt. Það vakti raunar athygli mína þegar málið var fyrst kynnt, að einmitt þá stóð yfir harðvítugt málþóf í þinginu af hálfu gömlu íhaldsflokkanna tveggja, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks, gegn því að þjóðin fengi áframhaldandi aðkomu að endurskoðun stjórnarskrárinnar og gegn því að þjóðin fái að kjósa um tillögur stjórnlagaráðs í haust. Já, á sömu stundu og ríkisstjórnin var að kynna sína metnaðarfullu fjárfestingaáætlun fyrir Ísland – áætlun byggða á vandaðri stefnumótun, framtíðarsýn og traustri fjárhagsstjórn – stóðu íhaldsflokkarnir í sinni niðurrifspólitík og málþófi. Sjaldan ef nokkru sinni höfum við fengið gleggri mynd af þeim mun sem er á niðurrifs- og uppbyggingarstjórnmálum en einmitt þá. Fjárfestingaáætlunin er afrakstur forsjálni í ríkisfjármálum. Hún er möguleg vegna þess að við sjáum nú fram á drýgri tekjur ríkissjóðs í formi auðlindagjalda en einnig vegna eignasölu á hlut ríkisins í bönkunum. Þeir fjármunir sem varið verður til margvíslegra verkefna samkvæmt áætluninni munu skila sér: Til uppbyggingar á innviðum þess, t.d. með stórum samgönguframkvæmdum. Til samfélagslegra verkefna í almannaþágu, verkefna sem hleypa lífi í atvinnulífið allt og byggðir landsins. Til eflingar rannsóknum og tækniþróun, sóknaráætlunum og atvinnuþróun. Til eflingar græna hagkerfinu, ferðaþjónustunni og skapandi greinum. Grunnurinn að áætluninni er stefnumótun ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur – ríkisstjórnar jafnaðarmanna og félagshyggjufólks sem hefur það einbeitta markmið að koma þjóðinni út úr þeirri kreppu sem hrunstefna Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks leiddi yfir samfélagið. Hún er smíði velferðarstjórnarinnar sem hefur ekki unnt sér hvíldar við að endurreisa íslenskt samfélag, verja hér velferð, auka jöfnuð og glæða atvinnulíf og almenn lífskjör – stjórnarinnar sem hefur getið sér orð á alþjóðavettvangi fyrir árangur í þeim efnum (þó að hér heima leggist margir á eitt til að þegja það í hel). Nái þessi fjárfestingaáætlun fram að ganga munu skapast fjögur þúsund störf og staða ríkissjóðs batna um allt að 20 milljarða á þremur árum. En það sem mest er um vert er þó sú bráðnauðsynlega uppbygging innviða sem nú getur átt sér stað með flýtingu stórframkvæmda á borð við jarðgöngin fyrir vestan og austan. Ekki síst skiptir þetta máli fyrir Vestfirði þar sem byggðirnar hafa orðið fyrir sárum búsifjum undanfarna áratugi, að verulegu leyti vegna hins óréttláta kvótakerfis sem hefur sannarlega tekið sinn toll og valdið alvarlegri byggðaröskun víða. Þann halla er löngu tímabært að bæta, því ekki var það gert í stjórnartíð Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hér fyrr á árum, á velmegunar- og góðæristímanum þegar þessir tveir flokkar fóru ekki aðeins með landsstjórnina, heldur stjórnuðu nánast öllum sveitarfélögum landsins með meirihlutasamstarfi sín á milli. Þess skal getið sem gott er: Það skiptir máli hverjir stjórna – það skiptir máli hvernig er stjórnað. Og það er aldrei mikilvægara en í efnahagsþrengingum að hafa jafnaðar- og félagshyggjumenn við stjórnvölinn.
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun