Ég er enn í hálfgerðu losti Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 2. júní 2012 10:00 Margrét Lára (fyrir miðju) fagnar Þýskalandstitlinum með liðsfélögum sínum á mánudagskvöldið. Mynd/Nordic Photos/Getty Margrét Lára Viðarsdóttir, sem varð á dögunum Þýskalandsmeistari með Turbine Potsdam, segist ennþá vera að átta sig á titlinum. Hún segist skilja í góðu við þýska liðið en þarf að njóta meiri skilnings á meiðslum sínum á næsta viðkomustað. „Ég held að þetta gerist ekkert stærra í kvennafótboltanum hvað varðar spennu og umgjörð. Það var hrikalega gaman að taka þátt í þessu. Á seinasta leiknum voru sjö þúsund áhorfendur, völlurinn kjaftfullur og allir að öskra og klappa. Fólk byrjaði að mæta einum og hálfum tíma fyrir leik og fagnaði með okkur í klukkutíma eftir á. Í rauninni áttar maður sig ekki á því að svona sé til í kvennafótboltanum," sagði Margrét Lára en mikil spenna var í toppbaráttunni fram að síðustu umferðinni. „Seinasti mánuðurinn var rosalegur þar sem við spiluðum úrslitaleik í hverri einustu viku," segir Margrét sem segir liðið hafa verið komið með bakið upp við vegg. Liðið lagði keppinautana þrjá að velli í háspennuleikjum í lokaumferðunum. Lítill skilningur á meiðslunum„Þessir leikir voru allir mjög spennandi, skemmtilegir og hágæðafótbolti. Ég er ennþá í hálfgerðu losti eftir þetta," sagði landsliðskonan sem skoraði eitt marka Potsdam í auðveldum 8-0 sigri á Leipzig í síðasta leiknum. „Sá var hálfgert formsatriði enda féll Leipzig með miklum yfirburðum. Það hefði verið mikið slys hefðum við klúðrað honum," sagði landsliðskonan. Það er skammt stórra högga á milli í lífi knattspyrnukonunnar Margrétar Láru. Aðeins klukkustundum eftir að hún fagnaði Þýskalandstitlinum ræddi hún við læknateymi Potsdam og ljóst varð að hún yrði ekki áfram í herbúðum félagsins. Margrét Lára hefur glímt við álagsmeiðsli aftan í læri í fjögur ár. Meiðslin eru þó þess eðlis að röntgenmyndir sýna ekki að um nein meiðsli séu að ræða. Hjá Potsdam er æft tíu sinnum í viku auk leikja þannig að álagið er mikið og líða oft fjórtán eða fimmtán dagar á milli hvíldardaga. Lítill skilningur hefur verið á álagsmeiðslum Margrétar Láru. „Kröfurnar hjá Potsdam eru miklar. Þjálfarinn verður sjötugur á þessu ári, hefur þjálfað liðið í fjörutíu ár og er Austur-Þjóðverji. Hann er með sína uppskrift að meistaraliði," segir landsliðskonan sem segist bera mikla virðingu fyrir honum og hans störfum. Æfingaálagið hjá félaginu sé þó þess eðlis að það gangi ekki upp fyrir hana sem séu mikil vonbrigði. „Ég var mjög ánægð í Potsdam og naut tímans rosalega vel. Ég féll vel inn í spilamennsku liðsins og liðið hentaði mér mjög vel. En fótbolti er eins og lífið, það er ekki alltaf eins og maður kýs." Vill halda Draumnum lifandiÍslenska kvennalandsliðið leikur tvo mikilvæga leiki gegn Ungverjum og Búlgaríu í undankeppni Evrópumótsins um miðjan júní. Margrét Lára hefur tekið því rólega undanfarna daga en stefnir á að æfa í kjölfarið með Valskonum í aðdraganda landsleikjanna. „Ég vona að kraftaverk gerist á næstu dögum og vikum svo ég geti spilað af minni mestu getu með landsliðinu. Ég ætla að gera allt sem ég get til þess að verða klár," segir Margrét Lára sem stefnir á að komast að hjá nýju liði erlendis síðari hluta sumars. „Ég vil halda atvinnumannadraumnum lifandi í nokkur ár í viðbót. Ég er ekki alveg tilbúin að koma heim. Formsatriðið hjá mér er að ná heilsu og komast að hjá liði erlendis sem hefur skilning á mínum meiðslum," segir Margrét Lára. Þýski boltinn Mest lesið Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Körfubolti Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Körfubolti Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Körfubolti Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Fótbolti Fleiri fréttir Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn Sjá meira
Margrét Lára Viðarsdóttir, sem varð á dögunum Þýskalandsmeistari með Turbine Potsdam, segist ennþá vera að átta sig á titlinum. Hún segist skilja í góðu við þýska liðið en þarf að njóta meiri skilnings á meiðslum sínum á næsta viðkomustað. „Ég held að þetta gerist ekkert stærra í kvennafótboltanum hvað varðar spennu og umgjörð. Það var hrikalega gaman að taka þátt í þessu. Á seinasta leiknum voru sjö þúsund áhorfendur, völlurinn kjaftfullur og allir að öskra og klappa. Fólk byrjaði að mæta einum og hálfum tíma fyrir leik og fagnaði með okkur í klukkutíma eftir á. Í rauninni áttar maður sig ekki á því að svona sé til í kvennafótboltanum," sagði Margrét Lára en mikil spenna var í toppbaráttunni fram að síðustu umferðinni. „Seinasti mánuðurinn var rosalegur þar sem við spiluðum úrslitaleik í hverri einustu viku," segir Margrét sem segir liðið hafa verið komið með bakið upp við vegg. Liðið lagði keppinautana þrjá að velli í háspennuleikjum í lokaumferðunum. Lítill skilningur á meiðslunum„Þessir leikir voru allir mjög spennandi, skemmtilegir og hágæðafótbolti. Ég er ennþá í hálfgerðu losti eftir þetta," sagði landsliðskonan sem skoraði eitt marka Potsdam í auðveldum 8-0 sigri á Leipzig í síðasta leiknum. „Sá var hálfgert formsatriði enda féll Leipzig með miklum yfirburðum. Það hefði verið mikið slys hefðum við klúðrað honum," sagði landsliðskonan. Það er skammt stórra högga á milli í lífi knattspyrnukonunnar Margrétar Láru. Aðeins klukkustundum eftir að hún fagnaði Þýskalandstitlinum ræddi hún við læknateymi Potsdam og ljóst varð að hún yrði ekki áfram í herbúðum félagsins. Margrét Lára hefur glímt við álagsmeiðsli aftan í læri í fjögur ár. Meiðslin eru þó þess eðlis að röntgenmyndir sýna ekki að um nein meiðsli séu að ræða. Hjá Potsdam er æft tíu sinnum í viku auk leikja þannig að álagið er mikið og líða oft fjórtán eða fimmtán dagar á milli hvíldardaga. Lítill skilningur hefur verið á álagsmeiðslum Margrétar Láru. „Kröfurnar hjá Potsdam eru miklar. Þjálfarinn verður sjötugur á þessu ári, hefur þjálfað liðið í fjörutíu ár og er Austur-Þjóðverji. Hann er með sína uppskrift að meistaraliði," segir landsliðskonan sem segist bera mikla virðingu fyrir honum og hans störfum. Æfingaálagið hjá félaginu sé þó þess eðlis að það gangi ekki upp fyrir hana sem séu mikil vonbrigði. „Ég var mjög ánægð í Potsdam og naut tímans rosalega vel. Ég féll vel inn í spilamennsku liðsins og liðið hentaði mér mjög vel. En fótbolti er eins og lífið, það er ekki alltaf eins og maður kýs." Vill halda Draumnum lifandiÍslenska kvennalandsliðið leikur tvo mikilvæga leiki gegn Ungverjum og Búlgaríu í undankeppni Evrópumótsins um miðjan júní. Margrét Lára hefur tekið því rólega undanfarna daga en stefnir á að æfa í kjölfarið með Valskonum í aðdraganda landsleikjanna. „Ég vona að kraftaverk gerist á næstu dögum og vikum svo ég geti spilað af minni mestu getu með landsliðinu. Ég ætla að gera allt sem ég get til þess að verða klár," segir Margrét Lára sem stefnir á að komast að hjá nýju liði erlendis síðari hluta sumars. „Ég vil halda atvinnumannadraumnum lifandi í nokkur ár í viðbót. Ég er ekki alveg tilbúin að koma heim. Formsatriðið hjá mér er að ná heilsu og komast að hjá liði erlendis sem hefur skilning á mínum meiðslum," segir Margrét Lára.
Þýski boltinn Mest lesið Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Körfubolti Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Körfubolti Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Körfubolti Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Fótbolti Fleiri fréttir Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn Sjá meira
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn