Geta allir grætt á Húnavallaleið? Jón Þorvaldur Heiðarsson skrifar 5. júní 2012 06:00 Möguleg stytting Hringvegarins um 14 km fram hjá Blönduósi hefur verið kölluð Húnavallaleið. Leiðin tekur af einn hættulegasta kafla Hringvegarins í Langadal. Austur-Húnvetningar hafa lagst gegn henni, sérstaklega Blönduósingar. Telja þeir að þeir tapi á því að Hringvegurinn verði ekki í gegnum bæinn vegna minni þjónustusölu og fleira. Segjum sem svo að það sé rétt þó um það megi deila. Ekki er víst að allir skilji hvað gróðinn er gríðarlegur af styttingunni. Þeir sem græða (vegfarendur), græða miklu meira en þeir sem tapa (Húnvetningar). Í tilfelli sem þessu þar sem nettógróðinn er feikilegur á að vera hægt að bæta þeim upp skaðann sem tapa með því að þeir fái hluta gróðans. Og allir eiga að geta verið ánægðir! En hvernig á að bæta Húnvetningum upp hugsanlegt tap? Hér er ein hugmynd af mörgum mögulegum. Vegstyttingin er hátt í jafnmikil og í tilfelli Vaðlaheiðarganga, umferð er þó minni en kostnaður við framkvæmdina ekki nema brot af kostnaði við Vaðlaheiðargöng. Ef ríkið gerði styttinguna en rukkaði veggjald á nýrri brú yfir Blöndu í 25 ár myndi verkefnið auðveldlega þola að hluti veggjaldsins færi til samfélagsverkefna í héraðinu. Ef t.d. 100 kr. af veggjaldinu rynnu í nýsköpunarsjóð sem eingöngu stæði íbúum í Austur-Húnavatnssýslu til boða þá þýddi það að hægt væri að úthluta úr þeim sjóði til nýsköpunarverkefna um 100.000 kr. á degi hverjum, 35 m.kr. á ári. Líklega myndi verkefnið þola 200 kr. af veggjaldinu eða 200.000 kr. á dag, 70 m.kr. á ári. Þar sem oft er krafist mótframlags þegar sótt er í rannsókna- og nýsköpunarsjóði á landsvísu væri líklega hægt að auka fé til nýsköpunar á svæðinu um enn hærri upphæð en þetta. Hvað þýddi þetta fyrir Blönduós og A-Hún.? Þar yrði kjörið að eiga heima fyrir þá sem eru frumkvöðlar. Í fyrsta lagi myndu heimamenn sem eru hugmyndaríkir og atorkusamir ekki fara burt af svæðinu. Í öðru lagi myndi héraðið soga til sín atorkusamt fólk sem myndi stofna fyrirtæki m.a. í ferðamennsku. Einnig er hægt að hugsa sér fjárfestingarsjóð sem legði fé í atvinnurekstur í héraðinu. Á 25 árum kæmu inn í þann sjóð kannski 850 m.kr. miðað við hundraðkallinn, 1.700 m.kr. miðað við 200 kallinn. Ef sjóðurinn væri eingöngu ávaxtaður á meðan hann væri að byggjast upp yrði hann líklega langt yfir 2 milljörðum króna eftir 25 ár. Hvað er hægt að gera fyrir 2 milljarða í A-Hún.? Vonandi fjárfesta í arðsamri atvinnustarfsemi sem stækkaði sjóðinn enn frekar. Vinna að erlendri fjárfestingu á svæðinu og margt fleira. Slíkur sjóður yrði hlutfallslega gríðarlega sterkur, Skagfirðingar myndu líta öfundaraugum til vesturs en ekki öfugt. Yrði þetta hættulegt fordæmi? Fordæmið yrði vegstytting með mikilli arðsemi með veggjaldi þar sem byggðir í varnarbaráttu teldu sig skaðast. Þannig verkefni eru fá á Íslandi og líklega allt í lagi að ræða hvort sama ætti við í slíkum tilfellum. Því miður hefur umræðan um þessa framkvæmd aldrei snúist um það að allir geti grætt. Samt er algjörlega öruggt að slík útfærsla er til. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Þorvaldur Heiðarsson Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Skoðun Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Skoðun Styrkir til Flokks fólksins Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Sjá meira
Möguleg stytting Hringvegarins um 14 km fram hjá Blönduósi hefur verið kölluð Húnavallaleið. Leiðin tekur af einn hættulegasta kafla Hringvegarins í Langadal. Austur-Húnvetningar hafa lagst gegn henni, sérstaklega Blönduósingar. Telja þeir að þeir tapi á því að Hringvegurinn verði ekki í gegnum bæinn vegna minni þjónustusölu og fleira. Segjum sem svo að það sé rétt þó um það megi deila. Ekki er víst að allir skilji hvað gróðinn er gríðarlegur af styttingunni. Þeir sem græða (vegfarendur), græða miklu meira en þeir sem tapa (Húnvetningar). Í tilfelli sem þessu þar sem nettógróðinn er feikilegur á að vera hægt að bæta þeim upp skaðann sem tapa með því að þeir fái hluta gróðans. Og allir eiga að geta verið ánægðir! En hvernig á að bæta Húnvetningum upp hugsanlegt tap? Hér er ein hugmynd af mörgum mögulegum. Vegstyttingin er hátt í jafnmikil og í tilfelli Vaðlaheiðarganga, umferð er þó minni en kostnaður við framkvæmdina ekki nema brot af kostnaði við Vaðlaheiðargöng. Ef ríkið gerði styttinguna en rukkaði veggjald á nýrri brú yfir Blöndu í 25 ár myndi verkefnið auðveldlega þola að hluti veggjaldsins færi til samfélagsverkefna í héraðinu. Ef t.d. 100 kr. af veggjaldinu rynnu í nýsköpunarsjóð sem eingöngu stæði íbúum í Austur-Húnavatnssýslu til boða þá þýddi það að hægt væri að úthluta úr þeim sjóði til nýsköpunarverkefna um 100.000 kr. á degi hverjum, 35 m.kr. á ári. Líklega myndi verkefnið þola 200 kr. af veggjaldinu eða 200.000 kr. á dag, 70 m.kr. á ári. Þar sem oft er krafist mótframlags þegar sótt er í rannsókna- og nýsköpunarsjóði á landsvísu væri líklega hægt að auka fé til nýsköpunar á svæðinu um enn hærri upphæð en þetta. Hvað þýddi þetta fyrir Blönduós og A-Hún.? Þar yrði kjörið að eiga heima fyrir þá sem eru frumkvöðlar. Í fyrsta lagi myndu heimamenn sem eru hugmyndaríkir og atorkusamir ekki fara burt af svæðinu. Í öðru lagi myndi héraðið soga til sín atorkusamt fólk sem myndi stofna fyrirtæki m.a. í ferðamennsku. Einnig er hægt að hugsa sér fjárfestingarsjóð sem legði fé í atvinnurekstur í héraðinu. Á 25 árum kæmu inn í þann sjóð kannski 850 m.kr. miðað við hundraðkallinn, 1.700 m.kr. miðað við 200 kallinn. Ef sjóðurinn væri eingöngu ávaxtaður á meðan hann væri að byggjast upp yrði hann líklega langt yfir 2 milljörðum króna eftir 25 ár. Hvað er hægt að gera fyrir 2 milljarða í A-Hún.? Vonandi fjárfesta í arðsamri atvinnustarfsemi sem stækkaði sjóðinn enn frekar. Vinna að erlendri fjárfestingu á svæðinu og margt fleira. Slíkur sjóður yrði hlutfallslega gríðarlega sterkur, Skagfirðingar myndu líta öfundaraugum til vesturs en ekki öfugt. Yrði þetta hættulegt fordæmi? Fordæmið yrði vegstytting með mikilli arðsemi með veggjaldi þar sem byggðir í varnarbaráttu teldu sig skaðast. Þannig verkefni eru fá á Íslandi og líklega allt í lagi að ræða hvort sama ætti við í slíkum tilfellum. Því miður hefur umræðan um þessa framkvæmd aldrei snúist um það að allir geti grætt. Samt er algjörlega öruggt að slík útfærsla er til.
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar