Alþjóðlegt fjölbragðapopp Trausti Júlíusson skrifar 8. júní 2012 14:00 Tónlist. Kiriyama Family. Kiriyama Family Kiriyama Family er í flokki ungra íslenskra hljómsveita í poppgeiranum sem hafa mjög alþjóðlegan hljóm. Eins og aðrar sveitir í þessum flokki, t.d. Tilbury og Of Monsters and Men þá heitir hún erlendu nafni og syngur allt á ensku. Tónlist Kiriyama Family er samt auðvitað ekkert sérstaklega lík tónlist Tilbury og enn síður tónlist Of Monsters and Men. Kiriyama Family spilar poppblöndu sem sækir í ýmis gæðapoppafbrigði tónlistarsögunnar, t.d. 70's bönd eins og Steely Dan og Doobie Brothers, 80's bönd á borð við Talk Talk og svo er smá 90's britpop fílingur í einhverjum lögum líka og áhrif frá rafpoppi 21. aldarinnar. Og fleira mætti tína til… Þetta er óvenju mótuð tónlist miðað við fyrstu plötu hljómsveitar. Platan er frekar stutt. Hún er níu-laga. En á móti kemur að hún er heilsteypt. Öll lögin eru góð. Platan er mixuð þannig að eitt lag tekur strax við af öðru sem eykur á heildarsvipinn. Tónlist Kiriyama Family er mjög skemmtilegt sambland af tónlist ólíkra áhrifavalda, en í henni felst líka ný nálgun á viðfangsefnið. Þetta er tækifærissinnuð tónlist í bestu merkingu þess orðs. Ég er strax farinn að hlakka til að heyra meira! Niðurstaða: Vönduð og fjölbreytt plata frá nýrri íslenskri popphljómsveit. Mest lesið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Saga sagði já við Sturlu Lífið Illa vegið að íslenskum bjór Lífið Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Glænýtt par á glænýju ári Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Lífið Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Lífið Fleiri fréttir Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira
Tónlist. Kiriyama Family. Kiriyama Family Kiriyama Family er í flokki ungra íslenskra hljómsveita í poppgeiranum sem hafa mjög alþjóðlegan hljóm. Eins og aðrar sveitir í þessum flokki, t.d. Tilbury og Of Monsters and Men þá heitir hún erlendu nafni og syngur allt á ensku. Tónlist Kiriyama Family er samt auðvitað ekkert sérstaklega lík tónlist Tilbury og enn síður tónlist Of Monsters and Men. Kiriyama Family spilar poppblöndu sem sækir í ýmis gæðapoppafbrigði tónlistarsögunnar, t.d. 70's bönd eins og Steely Dan og Doobie Brothers, 80's bönd á borð við Talk Talk og svo er smá 90's britpop fílingur í einhverjum lögum líka og áhrif frá rafpoppi 21. aldarinnar. Og fleira mætti tína til… Þetta er óvenju mótuð tónlist miðað við fyrstu plötu hljómsveitar. Platan er frekar stutt. Hún er níu-laga. En á móti kemur að hún er heilsteypt. Öll lögin eru góð. Platan er mixuð þannig að eitt lag tekur strax við af öðru sem eykur á heildarsvipinn. Tónlist Kiriyama Family er mjög skemmtilegt sambland af tónlist ólíkra áhrifavalda, en í henni felst líka ný nálgun á viðfangsefnið. Þetta er tækifærissinnuð tónlist í bestu merkingu þess orðs. Ég er strax farinn að hlakka til að heyra meira! Niðurstaða: Vönduð og fjölbreytt plata frá nýrri íslenskri popphljómsveit.
Mest lesið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Saga sagði já við Sturlu Lífið Illa vegið að íslenskum bjór Lífið Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Glænýtt par á glænýju ári Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Lífið Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Lífið Fleiri fréttir Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira