Eins manns stórskotalið Kjartan Guðmundsson skrifar 12. júní 2012 11:00 Liverpúllarinn Declan MacManus, betur þekktur sem Elvis Costello, sýndi mátt sinn og megin í Hörpu á sunnudagskvöld svo bogaði af honum svitinn á frábærum tónleikum. Tónleikar. Elvis Costello. 10. júní í Hörpu. „Einstök kvöldstund með Grammy-verðlaunahafanum Elvis Costello," stóð á tónleikamiðanum. Kunningi undirritaðs líkti þessu við að kynna Elvis Presley sem höfund hnetusmjörs- og sultusamlokunnar, í þeim skilningi að slíkt titlatog væri fyrir neðan virðingu nafnanna tveggja. Báðir hefðu þeir haft svo afgerandi áhrif á sögu vestrænnar dægurtónlistar, og fjölda fólks í leiðinni, að veraldlegir hlutir á borð við vesælar verðlaunastyttur og skitnar sultusamlokur hlytu að teljast alger aukaatriði. Hárrétt ályktað. Að því sögðu byrjuðu tónleikar Costello í stappfullri Hörpu á sunnudagskvöld hreint ekki gæfulega. Hljómburðurinn í Eldborgarsalnum var vægast sagt skelfilegur í fyrstu lögunum (meðal annarra Bob Dylan-lagsins When I Paint My Masterpiece og Good Year For the Roses, hvorutveggja frábærum lögum sem máttu illa við veseninu) og það sást á manninum á sviðinu. Costello pirraðist skiljanlega, virtist jafn gáttaður og áhorfendur á að nokkuð jafn einfalt og maður með kassagítar gæti hljómað svo dósalega, og eyddi dýrmætri orku og einbeitingu í að koma skilaboðum áleiðis til hljóðmannsins í miðjum klíðum. Í raun var það ekki fyrr en sá liverpúlski vatt sér í reggísmellinn Watching The Detectives frá 1977 (með viðskeyttu erindi úr Neil Young-laginu Down By the River og undirleik á bandi, sem kom furðuvel út) að hann fann fjölina sína. Sándið lagaðist og þá var heldur ekki aftur snúið. Restin af löngu kvöldinu (Elvis var einn á sviðinu í hartnær þrjá klukkustundir og lagði allt sitt í giggið svo rann af honum svitinn, sem er alltaf jafn mikið ánægjuefni) var stórskemmtileg. Meðal hápunkta voru óhjákvæmilega nokkrir af helstu smellum Costello á borð við hin tilfinningaþrungnu I Want You, Shipbuilding og Alison, „krád-plíserarnir" She og Oliver's Army og léttleikandi Veronica. Sjálfur virist Elvis hafa enn meira gaman af minna þekktum lögum eftir sjálfan sig og aðra, þar á meðal nokkrum af nýjustu afurðinni National Ransom (af hverjum Church Underground var sérlega glæsilega flutt) og öðrum sem höfðu yfir sér notalegan „music hall"-fíling. Auðþekkjanleg röddin er örlítið dýpri, hásari og þar af leiðandi flottari en fyrir þrjátíu árum og sögurnar milli laga, einkum frá bernskuárum, hefðu að ósekju mátt vera fleiri því Costello er jafn flinkur í að segja skemmtilega frá og vippa sér milli ólíkra tónlistarstefna. Einstök varð hún því kvöldstundin, líkt og lofað var, með Grammy-verðlaunahafanum. Niðurstaða: Hljóðhnökrar og pirringur í upphafi viku fyrir samblandi af eldmóði og reynslu Costello. Frábærir tónleikar. Mest lesið Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Tónlist Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Menning Fleiri fréttir Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Veisla fyrir augu og eyru Ekki er allt gull sem glóir Þeir fátæku borga brúsann Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Er Lína Langsokkur woke? Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Barnaefni fyrir fullorðna Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Sjá meira
Tónleikar. Elvis Costello. 10. júní í Hörpu. „Einstök kvöldstund með Grammy-verðlaunahafanum Elvis Costello," stóð á tónleikamiðanum. Kunningi undirritaðs líkti þessu við að kynna Elvis Presley sem höfund hnetusmjörs- og sultusamlokunnar, í þeim skilningi að slíkt titlatog væri fyrir neðan virðingu nafnanna tveggja. Báðir hefðu þeir haft svo afgerandi áhrif á sögu vestrænnar dægurtónlistar, og fjölda fólks í leiðinni, að veraldlegir hlutir á borð við vesælar verðlaunastyttur og skitnar sultusamlokur hlytu að teljast alger aukaatriði. Hárrétt ályktað. Að því sögðu byrjuðu tónleikar Costello í stappfullri Hörpu á sunnudagskvöld hreint ekki gæfulega. Hljómburðurinn í Eldborgarsalnum var vægast sagt skelfilegur í fyrstu lögunum (meðal annarra Bob Dylan-lagsins When I Paint My Masterpiece og Good Year For the Roses, hvorutveggja frábærum lögum sem máttu illa við veseninu) og það sást á manninum á sviðinu. Costello pirraðist skiljanlega, virtist jafn gáttaður og áhorfendur á að nokkuð jafn einfalt og maður með kassagítar gæti hljómað svo dósalega, og eyddi dýrmætri orku og einbeitingu í að koma skilaboðum áleiðis til hljóðmannsins í miðjum klíðum. Í raun var það ekki fyrr en sá liverpúlski vatt sér í reggísmellinn Watching The Detectives frá 1977 (með viðskeyttu erindi úr Neil Young-laginu Down By the River og undirleik á bandi, sem kom furðuvel út) að hann fann fjölina sína. Sándið lagaðist og þá var heldur ekki aftur snúið. Restin af löngu kvöldinu (Elvis var einn á sviðinu í hartnær þrjá klukkustundir og lagði allt sitt í giggið svo rann af honum svitinn, sem er alltaf jafn mikið ánægjuefni) var stórskemmtileg. Meðal hápunkta voru óhjákvæmilega nokkrir af helstu smellum Costello á borð við hin tilfinningaþrungnu I Want You, Shipbuilding og Alison, „krád-plíserarnir" She og Oliver's Army og léttleikandi Veronica. Sjálfur virist Elvis hafa enn meira gaman af minna þekktum lögum eftir sjálfan sig og aðra, þar á meðal nokkrum af nýjustu afurðinni National Ransom (af hverjum Church Underground var sérlega glæsilega flutt) og öðrum sem höfðu yfir sér notalegan „music hall"-fíling. Auðþekkjanleg röddin er örlítið dýpri, hásari og þar af leiðandi flottari en fyrir þrjátíu árum og sögurnar milli laga, einkum frá bernskuárum, hefðu að ósekju mátt vera fleiri því Costello er jafn flinkur í að segja skemmtilega frá og vippa sér milli ólíkra tónlistarstefna. Einstök varð hún því kvöldstundin, líkt og lofað var, með Grammy-verðlaunahafanum. Niðurstaða: Hljóðhnökrar og pirringur í upphafi viku fyrir samblandi af eldmóði og reynslu Costello. Frábærir tónleikar.
Mest lesið Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Tónlist Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Menning Fleiri fréttir Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Veisla fyrir augu og eyru Ekki er allt gull sem glóir Þeir fátæku borga brúsann Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Er Lína Langsokkur woke? Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Barnaefni fyrir fullorðna Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Sjá meira