Mikilvægt fyrir þjóðina að sagan sé skráð Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. júní 2012 06:30 Fyrsta eintakið. Ólafur Ragnar Grímsson tók við fyrsta eintaki bókarinnar úr hendi Júlíusar Hafstein, heiðursformanns HSÍ.Fréttablaðið/Ernir „Það er ekki bara mikilvægt fyrir HSÍ heldur fyrir Ísland sem þjóð að skrá þessa merku sögu. Handboltinn er svo greiptur í þjóðarsálina hjá okkur og gaman að geta gengið að sögunni frá upphafi fram á síðustu daga sem eru glæstir," segir Knútur Hauksson formaður Handknattleikssambands Íslands en saga íþróttarinnar á Íslandi síðustu 90 árin er komin á prent. Ritið, sem er í tveimur bindum, er tæplega 900 síðar prýddar fjölda mynda frá upphafi íþróttarinnar sem rakið er til ársins 2010. Forseti Íslands tók við fyrsta eintakinu úr hendi Júlíusar Hafstein, heiðursformanns HSÍ, sem hélt utan um verkefnið. Steinar J. Lúðvíksson er ritstjóri verksins sem er fjármagnað af Formannafélagi HSÍ sem samanstendur af fyrrum formönnum auk núverandi formanns sambandsins. Hugmyndin að bókinni kviknaði fyrir áratug en vinna við verkið spannar sex ár. Júlíus segir undirbúning bókarinnar ekki hafa verið neinn hausverk. Menn hafi aðeins þurft að skilja og taka þá ákvörðun að flýta sér hægt. Erfitt hafi þó verið að nálgast ljósmyndir fram til ársins 1960. „Það fara ekki að koma almennilegar myndir frá handboltanum fyrr en við náum sjötta sæti á HM 1961. Eftir að kvennalandsliðið varð Norðurlandameistari árið 1964 fjölgaði myndum enn frekar. Þetta var mikill árangur á þeim tíma og í kjölfarið var aðgengi að góðum myndum betra," segir Júlíus og bætir við að Formannafélagið muni áfram aðstoða HSÍ og koma að verkum þar sem hjálpar er óskað. Það er bókaútgáfan Hólar sem gefur bókina út og verður henni á næstu dögum dreift til áskrifenda. Í kjölfarið verður hún fáanleg í helstu bókabúðum landsins. Olís-deild karla Mest lesið Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Golf Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Íslenski boltinn „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Enski boltinn Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Golf Dramatík í uppbótartímanum Enski boltinn Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Íslenski boltinn Slot varpaði sökinni á Frimpong Enski boltinn Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Fótbolti Fleiri fréttir Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Sjá meira
„Það er ekki bara mikilvægt fyrir HSÍ heldur fyrir Ísland sem þjóð að skrá þessa merku sögu. Handboltinn er svo greiptur í þjóðarsálina hjá okkur og gaman að geta gengið að sögunni frá upphafi fram á síðustu daga sem eru glæstir," segir Knútur Hauksson formaður Handknattleikssambands Íslands en saga íþróttarinnar á Íslandi síðustu 90 árin er komin á prent. Ritið, sem er í tveimur bindum, er tæplega 900 síðar prýddar fjölda mynda frá upphafi íþróttarinnar sem rakið er til ársins 2010. Forseti Íslands tók við fyrsta eintakinu úr hendi Júlíusar Hafstein, heiðursformanns HSÍ, sem hélt utan um verkefnið. Steinar J. Lúðvíksson er ritstjóri verksins sem er fjármagnað af Formannafélagi HSÍ sem samanstendur af fyrrum formönnum auk núverandi formanns sambandsins. Hugmyndin að bókinni kviknaði fyrir áratug en vinna við verkið spannar sex ár. Júlíus segir undirbúning bókarinnar ekki hafa verið neinn hausverk. Menn hafi aðeins þurft að skilja og taka þá ákvörðun að flýta sér hægt. Erfitt hafi þó verið að nálgast ljósmyndir fram til ársins 1960. „Það fara ekki að koma almennilegar myndir frá handboltanum fyrr en við náum sjötta sæti á HM 1961. Eftir að kvennalandsliðið varð Norðurlandameistari árið 1964 fjölgaði myndum enn frekar. Þetta var mikill árangur á þeim tíma og í kjölfarið var aðgengi að góðum myndum betra," segir Júlíus og bætir við að Formannafélagið muni áfram aðstoða HSÍ og koma að verkum þar sem hjálpar er óskað. Það er bókaútgáfan Hólar sem gefur bókina út og verður henni á næstu dögum dreift til áskrifenda. Í kjölfarið verður hún fáanleg í helstu bókabúðum landsins.
Olís-deild karla Mest lesið Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Golf Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Íslenski boltinn „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Enski boltinn Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Golf Dramatík í uppbótartímanum Enski boltinn Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Íslenski boltinn Slot varpaði sökinni á Frimpong Enski boltinn Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Fótbolti Fleiri fréttir Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Sjá meira