Rigningin stöðvaði átökin tímabundið 14. júní 2012 11:30 athvarf í klaustri Margir hafa orðið heimilislausir vegna átakanna og þessi fjölskylda er þeirra á meðal. Hún dvelst nú í klaustri sem hefur tímabundið verið breytt í athvarf fyrir heimilislausa. nordicphotos/afp Fréttaskýring: Hvernig er ástandið í Búrma? Sérstakur erindreki Sameinuðu þjóðanna í málefnum Búrma, einnig þekkt sem Mjanmar, kom til landsins í gær til að kynna sér ástandið í Rakhine-héraði, þar sem blóðug átök trúarhópa hafa geisað síðustu daga. Sagt er að 21 hafi látið lífið í átökum þar síðan á föstudag. Rólegra var um að litast í héraðinu í gær en dagana þar á undan. Það helgaðist af mikilli rigningu, sem stöðvaði átökin að minnsta kosti tímabundið. Frá því á föstudag hefur 21 látið lífið í átökum og yfir 1.500 heimili hafa verið brennd. Mikill fjöldi fólks er því heimilislaus í héraðinu. Vegna ótta við áframhaldandi átök hefur rútu- og ferjuflutningum verið hætt frá höfuðborginni Yangon til héraðsins. Þetta hefur valdið því að mat og aðra hluti er farið að skorta í héraðinu. Búðir, bankar, skólar og markaðir eru að mestu leyti lokaðir. Átökin eru á milli búddatrúarmanna og svokallaðra Rohingya-múslima í héraðinu og eiga upptök sín að rekja til þess að ungri búddatrúarkonu var nauðgað og hún myrt í maí. Þrír múslimar eru sagðir hafa framið verknaðinn. Múslimar í Rakhine-héraði eru ekki með ríkisborgararétt í Búrma, þar sem stjórnvöld telja þá ólöglega innflytjendur frá Bangladess. Stjórnvöld í Bangladess eru ekki sammála því. Þúsundir múslimanna hafa þó reynt að flýja yfir til Bangladess en öllum hefur verið snúið við. Stjórnvöld þar segjast ekki hafa burði til að taka við flóttafólki, en mannréttindasamtök hafa gagnrýnt mjög að landamærunum skuli hafa verið lokað fyrir þessu fólki. Með því sé verið að leggja líf fólksins í mikla hættu. Thein Sein forsætisráðherra landsins lýsti yfir neyðarástandi í héraðinu á sunnudag. Hann sagði jafnframt að ofbeldið þar geti ógnað þeim lýðræðisumbótum sem unnið sé að í landinu, eftir hálfrar aldar valdasetu hersins. Þrátt fyrir að herinn stjórni ekki að nafninu til hefur hann enn mikil ítök í landinu og hefur Sein verið gagnrýndur fyrir að lýsa yfir neyðarástandi þar sem það veiti hernum völdin í héraðinu. thorunn@frettabladid.is Fréttir Tengdar fréttir Tekur loks við Nóbelsverðlaununum Stjórnarandstöðuleiðtoginn Aung San Suu Kyi kemur í dag til Genfar í Sviss, í fyrstu ferð sinni til Evrópu í 24 ár. 14. júní 2012 10:30 Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Sjá meira
Fréttaskýring: Hvernig er ástandið í Búrma? Sérstakur erindreki Sameinuðu þjóðanna í málefnum Búrma, einnig þekkt sem Mjanmar, kom til landsins í gær til að kynna sér ástandið í Rakhine-héraði, þar sem blóðug átök trúarhópa hafa geisað síðustu daga. Sagt er að 21 hafi látið lífið í átökum þar síðan á föstudag. Rólegra var um að litast í héraðinu í gær en dagana þar á undan. Það helgaðist af mikilli rigningu, sem stöðvaði átökin að minnsta kosti tímabundið. Frá því á föstudag hefur 21 látið lífið í átökum og yfir 1.500 heimili hafa verið brennd. Mikill fjöldi fólks er því heimilislaus í héraðinu. Vegna ótta við áframhaldandi átök hefur rútu- og ferjuflutningum verið hætt frá höfuðborginni Yangon til héraðsins. Þetta hefur valdið því að mat og aðra hluti er farið að skorta í héraðinu. Búðir, bankar, skólar og markaðir eru að mestu leyti lokaðir. Átökin eru á milli búddatrúarmanna og svokallaðra Rohingya-múslima í héraðinu og eiga upptök sín að rekja til þess að ungri búddatrúarkonu var nauðgað og hún myrt í maí. Þrír múslimar eru sagðir hafa framið verknaðinn. Múslimar í Rakhine-héraði eru ekki með ríkisborgararétt í Búrma, þar sem stjórnvöld telja þá ólöglega innflytjendur frá Bangladess. Stjórnvöld í Bangladess eru ekki sammála því. Þúsundir múslimanna hafa þó reynt að flýja yfir til Bangladess en öllum hefur verið snúið við. Stjórnvöld þar segjast ekki hafa burði til að taka við flóttafólki, en mannréttindasamtök hafa gagnrýnt mjög að landamærunum skuli hafa verið lokað fyrir þessu fólki. Með því sé verið að leggja líf fólksins í mikla hættu. Thein Sein forsætisráðherra landsins lýsti yfir neyðarástandi í héraðinu á sunnudag. Hann sagði jafnframt að ofbeldið þar geti ógnað þeim lýðræðisumbótum sem unnið sé að í landinu, eftir hálfrar aldar valdasetu hersins. Þrátt fyrir að herinn stjórni ekki að nafninu til hefur hann enn mikil ítök í landinu og hefur Sein verið gagnrýndur fyrir að lýsa yfir neyðarástandi þar sem það veiti hernum völdin í héraðinu. thorunn@frettabladid.is
Fréttir Tengdar fréttir Tekur loks við Nóbelsverðlaununum Stjórnarandstöðuleiðtoginn Aung San Suu Kyi kemur í dag til Genfar í Sviss, í fyrstu ferð sinni til Evrópu í 24 ár. 14. júní 2012 10:30 Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Sjá meira
Tekur loks við Nóbelsverðlaununum Stjórnarandstöðuleiðtoginn Aung San Suu Kyi kemur í dag til Genfar í Sviss, í fyrstu ferð sinni til Evrópu í 24 ár. 14. júní 2012 10:30