Til hamingju með daginn Árni Stefán Jónsson skrifar 19. júní 2012 11:00 Þann 19. júní fyrir 97 árum fengu íslenskar konur fyrst kosningarétt og kjörgengi. Rétturinn var þó til að byrja með takmörkunum háður. Þennan sama dag, tæpum 40 árum síðar, skrifaði forseti Íslands undir Mannréttindasáttmála Sameinuðu þjóðanna. 19. júní er því merkur dagur jafnréttis og mannréttinda í augum margra. Í tilefni dagsins er því viðeigandi að doka við og skoða aðeins betur stöðu kynjanna á Íslandi í dag. Hvar stöndum við í dag? Margt hefur sannarlega áunnist á þessum næstum 100 árum, enda baráttan oft verið bæði fjölmenn og hörð. Hjá SFR stéttarfélagi í almannaþjónustu hafa jafnréttismálin verið mikilvægur málaflokkur. Undanfarna áratugi hefur baráttan fyrir jöfnum launum verið efst á baugi. Því miður sýna árlegar launakannanir SFR að launamunur kynjanna er enn til staðar. Undanfarin ár hefur vissulega dregið lítillega saman með kynjunum en niðurstöður launakannanna síðastliðið haust sýndu að launamunurinn er að aukast aftur. Í stað þess að halda áfram þeirri hægfara þróun til jöfnunar sem hafin var eru launagreiðendur að stíga skref afturábak. Það er því staðreynd sem við verðum að horfast í augu við að launamunur kynjanna er viðvarandi og vaxandi vandamál hjá hinu opinbera. Vilji er ekki nóg – það þarf líka féHvað skal gera? Hafa stjórnvöld ekki lýst því yfir að þau eru hlynnt jafnrétti kynjanna? Því skilar það sér ekki í launaumslaginu? Að mínu mati þurfum við fyrst að breyta því viðhorfi að launamunur kynjanna sé eitthvert lögmál sem við ráðum ekki við. Í tilfelli félagsmanna SFR eru það stjórnvöld sem eru launagreiðandinn. Stjórnvöld hafa það því í hendi sér að leiðrétta þennan mun. Gallinn er hins vegar sá að þau hafa ekki gert það sem til þarf til að leiðrétta þetta skammarlega ójafnrétti. Svo einfalt er það. SFR hefur lagt til leiðir til leiðréttingar, sem hægt er að vinna að í áföngum. Það er algerlega dagljóst að til að leiðrétta laun kvenna þarf fjármuni. Það þarf peninga og þar stendur hnífurinn í kúnni. Það er auðvelt að tala sig hásan um fagrar hugsjónir og framtíðarsýn jafnréttis og bræðralags. Það geta allir. Það krefst hins vegar vilja og staðfestu að breyta hlutunum raunverulega, þannig að við sjáum það í launaumslaginu og í launakönnunum. Í tengslum við 24. október síðastliðinn sendi SFR öllum konum í félaginu bréf og hvatti þær til þess að óska eftir launaviðtali við stjórnendur stofnana. Forstöðumenn og starfsmannastjórar fengu einnig bréf þar sem átakið var kynnt. Launamunur kynjanna verður nefnilega til þar sem launasetning starfsmanna á sér stað. Það er engin tilviljun að launamunurinn hefur aukist aftur. Það er verið að hækka laun karla meira en laun kvenna. Það eru karlarnir sem fá bitlingana sína aftur þegar árferðið skánar. Ekki konurnar. Þessar ákvarðanir um launasetningu eru teknar hjá stjórnendunum sjálfum. Fjölmargir fundir hafa verið haldnir nú á vormánuðum til að finna lausn á þessu máli. Þar hafa fulltrúar BSRB, BHM og KÍ komið að málum og reynt að knýja á um breytingar. Nýjasta útspil stjórnvalda lýsir hins vegar þeim litla aðgerðavilja sem er þar á bæ. Nú snýst umræðan frá hendi stjórnvalda ekki lengur um hvernig á að lagfæra launamuninn. Þau hafa fundið nýja leið til að taka ekki á vandanum. Nú vilja þau finna út úr því hvernig hægt er að breyta aðferðafræðinni og mælikvörðum. Finna á hókus pókus mælitæki þannig að launamunurinn minnki eða jafnvel hverfi af sjálfu sér! Við skorum á stjórnvöld að hætta þessum sjónhverfingum og láta verkin tala. Útrýmum launamun kynjanna núna – ekki bráðum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Stefán Jónsson Mest lesið „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Sjá meira
Þann 19. júní fyrir 97 árum fengu íslenskar konur fyrst kosningarétt og kjörgengi. Rétturinn var þó til að byrja með takmörkunum háður. Þennan sama dag, tæpum 40 árum síðar, skrifaði forseti Íslands undir Mannréttindasáttmála Sameinuðu þjóðanna. 19. júní er því merkur dagur jafnréttis og mannréttinda í augum margra. Í tilefni dagsins er því viðeigandi að doka við og skoða aðeins betur stöðu kynjanna á Íslandi í dag. Hvar stöndum við í dag? Margt hefur sannarlega áunnist á þessum næstum 100 árum, enda baráttan oft verið bæði fjölmenn og hörð. Hjá SFR stéttarfélagi í almannaþjónustu hafa jafnréttismálin verið mikilvægur málaflokkur. Undanfarna áratugi hefur baráttan fyrir jöfnum launum verið efst á baugi. Því miður sýna árlegar launakannanir SFR að launamunur kynjanna er enn til staðar. Undanfarin ár hefur vissulega dregið lítillega saman með kynjunum en niðurstöður launakannanna síðastliðið haust sýndu að launamunurinn er að aukast aftur. Í stað þess að halda áfram þeirri hægfara þróun til jöfnunar sem hafin var eru launagreiðendur að stíga skref afturábak. Það er því staðreynd sem við verðum að horfast í augu við að launamunur kynjanna er viðvarandi og vaxandi vandamál hjá hinu opinbera. Vilji er ekki nóg – það þarf líka féHvað skal gera? Hafa stjórnvöld ekki lýst því yfir að þau eru hlynnt jafnrétti kynjanna? Því skilar það sér ekki í launaumslaginu? Að mínu mati þurfum við fyrst að breyta því viðhorfi að launamunur kynjanna sé eitthvert lögmál sem við ráðum ekki við. Í tilfelli félagsmanna SFR eru það stjórnvöld sem eru launagreiðandinn. Stjórnvöld hafa það því í hendi sér að leiðrétta þennan mun. Gallinn er hins vegar sá að þau hafa ekki gert það sem til þarf til að leiðrétta þetta skammarlega ójafnrétti. Svo einfalt er það. SFR hefur lagt til leiðir til leiðréttingar, sem hægt er að vinna að í áföngum. Það er algerlega dagljóst að til að leiðrétta laun kvenna þarf fjármuni. Það þarf peninga og þar stendur hnífurinn í kúnni. Það er auðvelt að tala sig hásan um fagrar hugsjónir og framtíðarsýn jafnréttis og bræðralags. Það geta allir. Það krefst hins vegar vilja og staðfestu að breyta hlutunum raunverulega, þannig að við sjáum það í launaumslaginu og í launakönnunum. Í tengslum við 24. október síðastliðinn sendi SFR öllum konum í félaginu bréf og hvatti þær til þess að óska eftir launaviðtali við stjórnendur stofnana. Forstöðumenn og starfsmannastjórar fengu einnig bréf þar sem átakið var kynnt. Launamunur kynjanna verður nefnilega til þar sem launasetning starfsmanna á sér stað. Það er engin tilviljun að launamunurinn hefur aukist aftur. Það er verið að hækka laun karla meira en laun kvenna. Það eru karlarnir sem fá bitlingana sína aftur þegar árferðið skánar. Ekki konurnar. Þessar ákvarðanir um launasetningu eru teknar hjá stjórnendunum sjálfum. Fjölmargir fundir hafa verið haldnir nú á vormánuðum til að finna lausn á þessu máli. Þar hafa fulltrúar BSRB, BHM og KÍ komið að málum og reynt að knýja á um breytingar. Nýjasta útspil stjórnvalda lýsir hins vegar þeim litla aðgerðavilja sem er þar á bæ. Nú snýst umræðan frá hendi stjórnvalda ekki lengur um hvernig á að lagfæra launamuninn. Þau hafa fundið nýja leið til að taka ekki á vandanum. Nú vilja þau finna út úr því hvernig hægt er að breyta aðferðafræðinni og mælikvörðum. Finna á hókus pókus mælitæki þannig að launamunurinn minnki eða jafnvel hverfi af sjálfu sér! Við skorum á stjórnvöld að hætta þessum sjónhverfingum og láta verkin tala. Útrýmum launamun kynjanna núna – ekki bráðum.
Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun