Retro Stefson endurgerir slagara Ný danskar 28. júní 2012 13:00 Unnsteinn Manúel Stefánsson og félagar hans í Retro Stefon endurgerðu lag Ný danskrar, Fram á nótt, sem fer í spilun í dag. Fréttablaðið/gva „Ég hef aldrei verið neinn aðdáandi Ný danskar en hef hlustað svo mikið á lög sveitarinnar síðasta hálfa árið að ég er eldheitur aðdáandi núna," segir Unnsteinn Manúel Stefánsson, meðlimur Retro Stefson sem endurgerði slagara Ný danskrar, Fram á nótt. Endurútgáfan er fáanleg hér á Tónlist.is og væntanleg í spilun í dag en lagið Fram á nótt ættu flestir að kannast við. Unnsteinn segir Jón Ólafsson, hljómborðsleikari Ný dönsk, hafi beðið sveitina um að gera þetta fyrir hálfu ári síðan en það hafi tekið langan tíma að finna rétta lagið. „Við vorum með nokkur lög í huga og svolítið fram og tilbaka með þetta. Á endanum var það svo Haraldur sem tók af skarið enda er hann eldheitur aðdáandi Ný danskrar." Mikið er að gera hjá Retro Stefson en samhliða því að vera að spila á hátíðum út um allan heim eru þau að við ljúka plötu sem kemur út í haust. Unnsteinn segir það hafi hins vegar verið gott að geta gripið í Fram á nótt sem þau enduðu með að taka upp á hótelherbergi í Þýskalandi. Ný dönsk hefur verið að fá ýmsa valinkunna tónlistarmenn til liðs við sig undanfarið til að búa til nýjar útgáfur af lögum sínum í tilefni af 25 ára afmæli sveitarinnar. Afmælistónleikar verða svo 22. september í Hörpu og 29. september í Hofi ásamt gestatónlistarmönnunum, þar með töldum Unnsteini. Lagið Fram á nótt var óvæntur slagari á fyrstu plötu Ný danskrar, Ekki er á allt kosið, sem kom út 1989. Björn Jörundur var 16 ára er hann samdi lagið en á Unnsteinn von á endurútgáfan verði sumarslagarinn 2012? „Það er aldrei að vita. Þetta er ekki sérstaklega Retro Stefson-legt lag en það verður spennandi að sjá hvernig því verður tekið." - áp Tónlist Mest lesið Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Lífið Tchéky Karyo látinn Lífið Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Lífið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Lífið Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Lífið Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira
„Ég hef aldrei verið neinn aðdáandi Ný danskar en hef hlustað svo mikið á lög sveitarinnar síðasta hálfa árið að ég er eldheitur aðdáandi núna," segir Unnsteinn Manúel Stefánsson, meðlimur Retro Stefson sem endurgerði slagara Ný danskrar, Fram á nótt. Endurútgáfan er fáanleg hér á Tónlist.is og væntanleg í spilun í dag en lagið Fram á nótt ættu flestir að kannast við. Unnsteinn segir Jón Ólafsson, hljómborðsleikari Ný dönsk, hafi beðið sveitina um að gera þetta fyrir hálfu ári síðan en það hafi tekið langan tíma að finna rétta lagið. „Við vorum með nokkur lög í huga og svolítið fram og tilbaka með þetta. Á endanum var það svo Haraldur sem tók af skarið enda er hann eldheitur aðdáandi Ný danskrar." Mikið er að gera hjá Retro Stefson en samhliða því að vera að spila á hátíðum út um allan heim eru þau að við ljúka plötu sem kemur út í haust. Unnsteinn segir það hafi hins vegar verið gott að geta gripið í Fram á nótt sem þau enduðu með að taka upp á hótelherbergi í Þýskalandi. Ný dönsk hefur verið að fá ýmsa valinkunna tónlistarmenn til liðs við sig undanfarið til að búa til nýjar útgáfur af lögum sínum í tilefni af 25 ára afmæli sveitarinnar. Afmælistónleikar verða svo 22. september í Hörpu og 29. september í Hofi ásamt gestatónlistarmönnunum, þar með töldum Unnsteini. Lagið Fram á nótt var óvæntur slagari á fyrstu plötu Ný danskrar, Ekki er á allt kosið, sem kom út 1989. Björn Jörundur var 16 ára er hann samdi lagið en á Unnsteinn von á endurútgáfan verði sumarslagarinn 2012? „Það er aldrei að vita. Þetta er ekki sérstaklega Retro Stefson-legt lag en það verður spennandi að sjá hvernig því verður tekið." - áp
Tónlist Mest lesið Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Lífið Tchéky Karyo látinn Lífið Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Lífið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Lífið Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Lífið Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira