Jakob Jóhann keppir á Ólympíuleikum í fjórða sinn Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 3. júlí 2012 06:00 Jakob Jóhann Sveinsson keppti á sínum fyrstu leikum í Sydney árið 2000. Mynd/Anton Sundsambandi Íslands bárust í gær þau góðu tíðindi að Jakob Jóhann Sveinsson fengi keppnisrétt í 100 m bringusundi á Ólympíuleikunum í Lundúnum sem hefjast þann 27. júlí næstkomandi. Þar með er ljóst að Jakob Jóhann mun keppa á sínum fjórðu Ólympíuleikum frá upphafi og þar með bætast í fámennan hóp íslensks íþróttafólks sem hefur náð þeim árangri. Guðmundur Gíslason sundkappi var fyrstur til að afreka það þegar hann keppti á sínum fjórðu leikum árið 1972. Bjarni Friðriksson náði því árið 1992 og svo Vésteinn Hafsteinsson fjórum árum síðar. Skíðakappinn Kristinn Björnsson bættist svo í hópinn árið 2002 en hann er sá eini sem hefur náð því sem keppt hefur á vetrarleikunum. Jakob Jóhann er nú við æfingar í Englandi ásamt sex öðrum úr íslenska sundlandsliðinu. Þau eru nú að undirbúa sig fyrir Opna franska meistaramótið um helgina en eftir það fara Ólympíufararnir í æfingabúðir í Canet í Frakklandi. Sem stendur eru fimm íslenskir sundmenn komnir inn á leikana og er Jakob Jóhann eini karlinn. Hörður Oddfríðarson, formaður Sundsambands Íslands, sagði við Fréttablaðið í gær góðar líkur á að Árni Már Árnason og Anton Sveinn McKee kæmust einnig inn en að það myndi vonandi skýrast í dag. Margir þættir ráða því hverjir komast inn og því erfitt að spá fyrir um það. Reikna má með að endanlegur þátttakendalisti liggi fyrir þann 9. júlí næstkomandi en þó mun FINA, Alþjóðasundsambandið, halda því opnu alveg fram að leikunum að bjóða sundfólki þátttökurétt ef einhver þátttakandi skyldi forfallast á síðustu stundu. Sund Mest lesið Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Fótbolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Norris með aðra höndina á titlinum Formúla 1 Öruggur sigur City Enski boltinn Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fleiri fréttir Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Norris með aðra höndina á titlinum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Engin skoraði meira en Elín Klara Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Snævar setti heimsmet Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Sjá meira
Sundsambandi Íslands bárust í gær þau góðu tíðindi að Jakob Jóhann Sveinsson fengi keppnisrétt í 100 m bringusundi á Ólympíuleikunum í Lundúnum sem hefjast þann 27. júlí næstkomandi. Þar með er ljóst að Jakob Jóhann mun keppa á sínum fjórðu Ólympíuleikum frá upphafi og þar með bætast í fámennan hóp íslensks íþróttafólks sem hefur náð þeim árangri. Guðmundur Gíslason sundkappi var fyrstur til að afreka það þegar hann keppti á sínum fjórðu leikum árið 1972. Bjarni Friðriksson náði því árið 1992 og svo Vésteinn Hafsteinsson fjórum árum síðar. Skíðakappinn Kristinn Björnsson bættist svo í hópinn árið 2002 en hann er sá eini sem hefur náð því sem keppt hefur á vetrarleikunum. Jakob Jóhann er nú við æfingar í Englandi ásamt sex öðrum úr íslenska sundlandsliðinu. Þau eru nú að undirbúa sig fyrir Opna franska meistaramótið um helgina en eftir það fara Ólympíufararnir í æfingabúðir í Canet í Frakklandi. Sem stendur eru fimm íslenskir sundmenn komnir inn á leikana og er Jakob Jóhann eini karlinn. Hörður Oddfríðarson, formaður Sundsambands Íslands, sagði við Fréttablaðið í gær góðar líkur á að Árni Már Árnason og Anton Sveinn McKee kæmust einnig inn en að það myndi vonandi skýrast í dag. Margir þættir ráða því hverjir komast inn og því erfitt að spá fyrir um það. Reikna má með að endanlegur þátttakendalisti liggi fyrir þann 9. júlí næstkomandi en þó mun FINA, Alþjóðasundsambandið, halda því opnu alveg fram að leikunum að bjóða sundfólki þátttökurétt ef einhver þátttakandi skyldi forfallast á síðustu stundu.
Sund Mest lesið Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Fótbolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Norris með aðra höndina á titlinum Formúla 1 Öruggur sigur City Enski boltinn Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fleiri fréttir Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Norris með aðra höndina á titlinum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Engin skoraði meira en Elín Klara Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Snævar setti heimsmet Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Sjá meira