Útpælt og proggað popp Trausti Júlíusson skrifar 4. júlí 2012 10:45 Tónlist. Múgsefjun. Record Records. Þetta er önnur plata Múgsefjunar og ber nafn sveitarinnar. Sú fyrsta, Skiptar skoðanir, kom út fyrir fjórum árum og fékk fínar viðtökur. Nýja platan er þemaplata sem fjallar um íslenskt samfélag síðustu árin, eða að minnsta kosti skil ég hana þannig. Tónlistin er fjölskrúðugt og hugmyndaríkt popp. Þeir félagar eru ekkert í vandræðum með að framleiða fínar melódíur og á plötunni leika þeir sér að því að búa til flókin og progguð popplög. Þeir gera líka tilraunir með útsetningar, hljóm og hljóðfæraval. Kirkjuorgel setur til dæmis skemmtilegan svip á nokkur lög og harmonikka, fiðla og básúna fá líka að hljóma. Þetta er útpæld og flott plata. Hún virkar mjög vel sem heild. Maður fylgir hljómsveitinni í gegnum söguna og hvert margkaflaskipt lagið á fætur öðru. Lögin eru öll góð, þó að maður grípi þau misfljótt. Mín uppáhaldslög eru Sendlingur og sandlóa (hægt er að hlusta á það hér fyrir ofan), Sitjum og bíðum, Svona fer fyrir þeim sem eru fyrir, Fékkst ekki nóg og hið frábæra Þórðargleði, sem er eitt af lögum ársins. Loks ber svo að geta umslagsins sem er einkar vel heppnað og smellpassar við tónlist og texta. Á heildina litið er þetta skolli fín plata. Ein af þeim betri það sem af er árs. Niðurstaða: Hugmyndarík og skemmtileg þemaplata Mest lesið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist „Besti tími lífs míns hingað til“ Lífið Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Lífið Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni Lífið Hailey Bieber slær í gegn á þvengnum Tíska og hönnun „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Diddy selur svörtu einkaþotuna Lífið Fleiri fréttir Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Við þurfum að ræða Sydney Sweeney Móðurmorð í blóðugu jólaboði Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Úr öskunni í eldinn Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Sjá meira
Tónlist. Múgsefjun. Record Records. Þetta er önnur plata Múgsefjunar og ber nafn sveitarinnar. Sú fyrsta, Skiptar skoðanir, kom út fyrir fjórum árum og fékk fínar viðtökur. Nýja platan er þemaplata sem fjallar um íslenskt samfélag síðustu árin, eða að minnsta kosti skil ég hana þannig. Tónlistin er fjölskrúðugt og hugmyndaríkt popp. Þeir félagar eru ekkert í vandræðum með að framleiða fínar melódíur og á plötunni leika þeir sér að því að búa til flókin og progguð popplög. Þeir gera líka tilraunir með útsetningar, hljóm og hljóðfæraval. Kirkjuorgel setur til dæmis skemmtilegan svip á nokkur lög og harmonikka, fiðla og básúna fá líka að hljóma. Þetta er útpæld og flott plata. Hún virkar mjög vel sem heild. Maður fylgir hljómsveitinni í gegnum söguna og hvert margkaflaskipt lagið á fætur öðru. Lögin eru öll góð, þó að maður grípi þau misfljótt. Mín uppáhaldslög eru Sendlingur og sandlóa (hægt er að hlusta á það hér fyrir ofan), Sitjum og bíðum, Svona fer fyrir þeim sem eru fyrir, Fékkst ekki nóg og hið frábæra Þórðargleði, sem er eitt af lögum ársins. Loks ber svo að geta umslagsins sem er einkar vel heppnað og smellpassar við tónlist og texta. Á heildina litið er þetta skolli fín plata. Ein af þeim betri það sem af er árs. Niðurstaða: Hugmyndarík og skemmtileg þemaplata
Mest lesið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist „Besti tími lífs míns hingað til“ Lífið Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Lífið Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni Lífið Hailey Bieber slær í gegn á þvengnum Tíska og hönnun „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Diddy selur svörtu einkaþotuna Lífið Fleiri fréttir Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Við þurfum að ræða Sydney Sweeney Móðurmorð í blóðugu jólaboði Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Úr öskunni í eldinn Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Sjá meira