Gerði myndband við dónalag Bam Margera 9. júlí 2012 12:00 Bam Margera, Nicole Boyd, Arró Stefánsson og Óli Finnsson kveiktu á blysum við tökur á myndbandinu sem er ekki eins gróft og rappið sjálft. „Hann er mjög góður gæi en hefur allt önnur viðmið um hvað teljist eðlilegt," segir Óli Finnsson framleiðandi hjá Illusion og á nýjustu þáttaröð Steindans okkar en hann gerði tónlistarmyndband fyrir Jackass-stjörnuna Bam Margera á dögunum. „Þetta er við nýtt rapp sem á eftir að vekja athygli. Myndbandið er kannski ekki sérstaklega gróft heldur textinn," segir Óli en lagið fjallar um að hafa samfarir við sjálfan sig. Upptökur fóru fram víðs vegar um landið og er myndbandið væntanlegt eftir tæpan mánuð. „Það mætti kalla þetta Íslandsmyndband en við fórum á Þingvelli, Sprengisand, að Skógafossi og á marga staði í Reykjavík," segir Óli en hann sá um leikstjórn ásamt Arró Stefánssyni, sem var jafnframt tökumaður. Með þeim í för var Nicole Boyd, kærasta Margera, sem lék í myndbandinu og sýndi að sögn Óla mun meira hold en ærslabelgurinn sjálfur. Margera íhugar að koma aftur til landsins um Verslunarmannahelgina þrátt fyrir hremmingar sem fylgdu heimsókn hans í júní. „Hann er virkilega heitur fyrir því að koma á Þjóðhátíð og ætlar bókað að koma ef bróðir hans, sem er í hljómsveitinni CKY, nær að redda giggi hér sömu helgi. Hann vill bara ekki þurfa að borga milljónir út af veseni aftur," segir Óli og á við greiðslu sem Margera þurfti að inna af hendi vegna skemmda á bílaleigubíl. „Þetta var að helmingi til hans sök. Hann var fullur eitt kvöldið og sparkaði inn í hurð, einnig var hann að mála í bílnum og það fóru olíulitir í sætin. Síðan var einhver sem keyrði bæði framan og aftan á bílinn meðan hann var kyrrstæður í miðbæ Reykjavíkur." Jackass-stjarnan lét upptöku myndbandsins ekki nægja heldur lék aukahlutverk í væntanlegri seríu af Steindanum okkar sem kemur á dagskrá Stöðvar 2 með haustinu.- hþt Tónlist Mest lesið Michael Madsen er látinn Lífið Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Lífið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Lífið Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Lykla-Pétur fauk á haf út Lífið Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Lífið Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Fleiri fréttir „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira
„Hann er mjög góður gæi en hefur allt önnur viðmið um hvað teljist eðlilegt," segir Óli Finnsson framleiðandi hjá Illusion og á nýjustu þáttaröð Steindans okkar en hann gerði tónlistarmyndband fyrir Jackass-stjörnuna Bam Margera á dögunum. „Þetta er við nýtt rapp sem á eftir að vekja athygli. Myndbandið er kannski ekki sérstaklega gróft heldur textinn," segir Óli en lagið fjallar um að hafa samfarir við sjálfan sig. Upptökur fóru fram víðs vegar um landið og er myndbandið væntanlegt eftir tæpan mánuð. „Það mætti kalla þetta Íslandsmyndband en við fórum á Þingvelli, Sprengisand, að Skógafossi og á marga staði í Reykjavík," segir Óli en hann sá um leikstjórn ásamt Arró Stefánssyni, sem var jafnframt tökumaður. Með þeim í för var Nicole Boyd, kærasta Margera, sem lék í myndbandinu og sýndi að sögn Óla mun meira hold en ærslabelgurinn sjálfur. Margera íhugar að koma aftur til landsins um Verslunarmannahelgina þrátt fyrir hremmingar sem fylgdu heimsókn hans í júní. „Hann er virkilega heitur fyrir því að koma á Þjóðhátíð og ætlar bókað að koma ef bróðir hans, sem er í hljómsveitinni CKY, nær að redda giggi hér sömu helgi. Hann vill bara ekki þurfa að borga milljónir út af veseni aftur," segir Óli og á við greiðslu sem Margera þurfti að inna af hendi vegna skemmda á bílaleigubíl. „Þetta var að helmingi til hans sök. Hann var fullur eitt kvöldið og sparkaði inn í hurð, einnig var hann að mála í bílnum og það fóru olíulitir í sætin. Síðan var einhver sem keyrði bæði framan og aftan á bílinn meðan hann var kyrrstæður í miðbæ Reykjavíkur." Jackass-stjarnan lét upptöku myndbandsins ekki nægja heldur lék aukahlutverk í væntanlegri seríu af Steindanum okkar sem kemur á dagskrá Stöðvar 2 með haustinu.- hþt
Tónlist Mest lesið Michael Madsen er látinn Lífið Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Lífið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Lífið Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Lykla-Pétur fauk á haf út Lífið Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Lífið Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Fleiri fréttir „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira