Merkilegt framhald fyrir tónvísindasmiðjur Bjarkar 11. júlí 2012 11:00 Björk Guðmundsdóttir Biophiliu-tónvísindasmiðjur Bjarkar hafa farið sigurför um heiminn. Stór áfangi næst með opnun slíkrar smiðju í Borgarbókasafninu í New York á morgun. „Þetta framhald er stór áfangi fyrir tónvísindasmiðjur Bjarkar en við höfum leitað eftir slíku," útskýrir Curver Thoroddsen, sem stýrir Biophiliu-kennsluverkefninu fyrir hönd Bjarkar Guðmundsdóttur. Með orðunum á hann við smiðju sem hefst á morgun í New York Public Library en verkefnið er framhald af smiðjum sem haldnar voru í tengslum við Biophiliu-tónleika Bjarkar í borginni í ársbyrjun. „Aðstandendur bókasafnsins sýndu verkefninu mikinn áhuga og vildu strax fá það til sín," segir hann en þeir fengu að koma í heimsókn og heilluðust upp úr skónum. Smiðjan verður haldin einu sinni í viku, tvo og hálfan tíma í senn, og eitt lag af Biophiliu-plötunni verður tekið fyrir í hvert skipti. Tónlistar- og vísindahlið laganna verða skoðaðar og iPad-spjaldtölvur notaðar við kennsluna en þátttakendur semja á tíu mismunandi forrit sem sum hver eru líkt og hljóðfæri. Þau fá að því loknu að eiga upptökur af öllu. Aðalatriðið er að hvetja þau til að skapa," segir hann. Uppbókað er í smiðjuna sem er ókeypis og stendur til áramóta í tveimur útibúum safnsins.Grunnur var lagður að kennsluháttum prógrammsins af vísindamönnum frá Háskóla Íslands og tónlistarkennurum frá Reykjavíkurborg í samstarfi við Björk síðasta haust. Eftir það hafa smiðjurnar farið sigurför um heiminn. „Við höfum kennt í mörgum löndum samhliða Biophiliu-tónleikaferðalaginu. Við héldum fjórar smiðjur í Hörpu og eftir það héldum við í ferðalag. Við höfum kennt í Manchester, Buenos Aires og í Hall of Science í New York," segir hann. Síðastliðinn föstudag byrjuðu aðrar smiðjur í Children's Museum of Manhattan sem eru ætlaðar yngri aldurshópi. „Þar geta börn og fjölskyldur kíkt við og skapað á hverjum degi næstu mánuðina."Hann nefnir jafnframt að Saint Ann-skólinn muni innleiða kennsluhætti Biophiliu-smiðjanna í námskrá sína á næstu haustönn. Jafnframt verður sett upp vinnusmiðja í Tæknisafninu í Ósló í byrjun ágúst. Á haustmánuðum hefst þriggja ára ferðalag þessara Biophiliu-smiðja um grunnskóla Reykjavíkur í samstarfi við Reykjavíkurborg og Háskóla Íslands þar sem tónlistar- og náttúrufræðikennarar munu hvetja íslensk ungmenni til tilrauna og sköpunar. hallfridur@frettabladid.is Björk Tónlist Mest lesið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Fleiri fréttir Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Biophiliu-tónvísindasmiðjur Bjarkar hafa farið sigurför um heiminn. Stór áfangi næst með opnun slíkrar smiðju í Borgarbókasafninu í New York á morgun. „Þetta framhald er stór áfangi fyrir tónvísindasmiðjur Bjarkar en við höfum leitað eftir slíku," útskýrir Curver Thoroddsen, sem stýrir Biophiliu-kennsluverkefninu fyrir hönd Bjarkar Guðmundsdóttur. Með orðunum á hann við smiðju sem hefst á morgun í New York Public Library en verkefnið er framhald af smiðjum sem haldnar voru í tengslum við Biophiliu-tónleika Bjarkar í borginni í ársbyrjun. „Aðstandendur bókasafnsins sýndu verkefninu mikinn áhuga og vildu strax fá það til sín," segir hann en þeir fengu að koma í heimsókn og heilluðust upp úr skónum. Smiðjan verður haldin einu sinni í viku, tvo og hálfan tíma í senn, og eitt lag af Biophiliu-plötunni verður tekið fyrir í hvert skipti. Tónlistar- og vísindahlið laganna verða skoðaðar og iPad-spjaldtölvur notaðar við kennsluna en þátttakendur semja á tíu mismunandi forrit sem sum hver eru líkt og hljóðfæri. Þau fá að því loknu að eiga upptökur af öllu. Aðalatriðið er að hvetja þau til að skapa," segir hann. Uppbókað er í smiðjuna sem er ókeypis og stendur til áramóta í tveimur útibúum safnsins.Grunnur var lagður að kennsluháttum prógrammsins af vísindamönnum frá Háskóla Íslands og tónlistarkennurum frá Reykjavíkurborg í samstarfi við Björk síðasta haust. Eftir það hafa smiðjurnar farið sigurför um heiminn. „Við höfum kennt í mörgum löndum samhliða Biophiliu-tónleikaferðalaginu. Við héldum fjórar smiðjur í Hörpu og eftir það héldum við í ferðalag. Við höfum kennt í Manchester, Buenos Aires og í Hall of Science í New York," segir hann. Síðastliðinn föstudag byrjuðu aðrar smiðjur í Children's Museum of Manhattan sem eru ætlaðar yngri aldurshópi. „Þar geta börn og fjölskyldur kíkt við og skapað á hverjum degi næstu mánuðina."Hann nefnir jafnframt að Saint Ann-skólinn muni innleiða kennsluhætti Biophiliu-smiðjanna í námskrá sína á næstu haustönn. Jafnframt verður sett upp vinnusmiðja í Tæknisafninu í Ósló í byrjun ágúst. Á haustmánuðum hefst þriggja ára ferðalag þessara Biophiliu-smiðja um grunnskóla Reykjavíkur í samstarfi við Reykjavíkurborg og Háskóla Íslands þar sem tónlistar- og náttúrufræðikennarar munu hvetja íslensk ungmenni til tilrauna og sköpunar. hallfridur@frettabladid.is
Björk Tónlist Mest lesið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Fleiri fréttir Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“