Ofan af stallinum Ólafur Þ. Stephensen skrifar 14. júlí 2012 06:00 Einu sinni þótti í hæsta máta óviðeigandi að gagnrýna orð og gerðir forseta Íslands á opinberum vettvangi. En það var þegar þeir sem forsetaembættinu gegndu lögðu áherzlu á að skapa samstöðu frekar en klofning meðal þjóðarinnar og forðuðust að taka afstöðu til pólitískra deilumála. Núverandi og nýendurkjörinn forseti, Ólafur Ragnar Grímsson, hefur hins vegar blandað sér í pólitískar deilur og haldið þannig á embættinu að óhjákvæmilegt er annað en að honum sé svarað og hann gagnrýndur. Hann hefur boðað að á nýju kjörtímabili hyggist hann blanda sér enn frekar í umræður um stór, umdeild mál. Það kemur þess vegna ekki á óvart, þótt það sé vissulega óvenjulegt, að einn af mótframbjóðendum Ólafs til forsetaembættisins í nýafstöðnum kosningum, Ari Trausti Guðmundsson, gagnrýni forsetann harkalega í grein hér í blaðinu fyrr í vikunni. „Hann vill […] taka þátt í umræðu um „stóru málin" með eindregnar skoðanir, líka með og á móti, ella veit hann ekki að eigin sögn til hvers forsetinn er nýtur. Með þessum hætti blandar hann sér beint sem eins manns stjórnmálaflokkur í umræður í samfélaginu jafnt og á Alþingi enda þótt hann hafi sagt í fyrri sjónvarpsumræðunum að hlutverk forsetans fælist ekki í að blanda sér í umræður á þingi, skrifar Ari Trausti. „Sem sagt: Með eða á móti krónunni, með eða á móti aðild að ESB, með eða á móti endurskoðun stjórnarskrár með þessu eða hinu innihaldinu eða á einum eða öðrum tímapunkti, og með eða á móti einhverjum aðgerðum til að auka traust Alþingis." Ari bendir á að í þessari viðleitni sinni standi forsetinn ekki á traustum stjórnskipulegum grunni: „Ef vilji er fyrir annars konar forsetaembætti, í líkingu við það franska eða bandaríska, er slíkt áskorun um uppstokkun á stjórnarskránni og tilefni til langrar og vandaðrar vinnu." Allt er þetta rétt hjá Ara Trausta. Grein hans er til marks um það aukna aðhald, sem Ólafur Ragnar Grímsson mun sæta á komandi kjörtímabili. Sömuleiðis má spyrja, eins og Guðmundur Steingrímsson alþingismaður gerði strax eftir forsetakosningar, hvernig það aðhald á að fara fram. „Forsetinn getur ekki haft afskipti ofan af stalli af heitustu deilumálum samtímans, talað í vernduðu umhverfi. Ef hann ætlar að lýsa skoðunum sínum á annað borð verður allt annað sem tilheyrir lýðræðislegum skoðanaskiptum og gagnrýnni umræðu að fylgja með. Ergo: Velkominn í pólitík!" skrifaði Guðmundur þá. Þetta er umhugsunarefni. Ef forsetinn ætlar að vera þátttakandi í pólitíkinni, getur hann til dæmis ekki bara haldið viðhafnarræður og veitt drottningarviðtöl. Hann getur þurft að una því að við þingsetningu sé honum svarað úr ræðustól þingsins. Hann verður að mæta í umræðuþætti með öðrum stjórnmálamönnum. Hann verður að veita fjölmiðlum greiðari og tíðari aðgang að sér. Meðal annars í krafti þeirrar virðingar sem forsetaembættið nýtur hefur forsetinn stillt sér upp sem sérstöku aðhaldi með alþingismönnum og ráðherrum, sem njóta lítilla vinsælda og lítils trausts þótt þjóðkjörnir séu, eins og hann. En hvað þýðir aukin þátttaka forsetans í stjórnmálaumræðum? Er hann þá ekki stiginn ofan af stallinum og niður í pólitíska drullupollinn? Og hversu lengi endist virðing forsetaembættisins á þeim stað? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun
Einu sinni þótti í hæsta máta óviðeigandi að gagnrýna orð og gerðir forseta Íslands á opinberum vettvangi. En það var þegar þeir sem forsetaembættinu gegndu lögðu áherzlu á að skapa samstöðu frekar en klofning meðal þjóðarinnar og forðuðust að taka afstöðu til pólitískra deilumála. Núverandi og nýendurkjörinn forseti, Ólafur Ragnar Grímsson, hefur hins vegar blandað sér í pólitískar deilur og haldið þannig á embættinu að óhjákvæmilegt er annað en að honum sé svarað og hann gagnrýndur. Hann hefur boðað að á nýju kjörtímabili hyggist hann blanda sér enn frekar í umræður um stór, umdeild mál. Það kemur þess vegna ekki á óvart, þótt það sé vissulega óvenjulegt, að einn af mótframbjóðendum Ólafs til forsetaembættisins í nýafstöðnum kosningum, Ari Trausti Guðmundsson, gagnrýni forsetann harkalega í grein hér í blaðinu fyrr í vikunni. „Hann vill […] taka þátt í umræðu um „stóru málin" með eindregnar skoðanir, líka með og á móti, ella veit hann ekki að eigin sögn til hvers forsetinn er nýtur. Með þessum hætti blandar hann sér beint sem eins manns stjórnmálaflokkur í umræður í samfélaginu jafnt og á Alþingi enda þótt hann hafi sagt í fyrri sjónvarpsumræðunum að hlutverk forsetans fælist ekki í að blanda sér í umræður á þingi, skrifar Ari Trausti. „Sem sagt: Með eða á móti krónunni, með eða á móti aðild að ESB, með eða á móti endurskoðun stjórnarskrár með þessu eða hinu innihaldinu eða á einum eða öðrum tímapunkti, og með eða á móti einhverjum aðgerðum til að auka traust Alþingis." Ari bendir á að í þessari viðleitni sinni standi forsetinn ekki á traustum stjórnskipulegum grunni: „Ef vilji er fyrir annars konar forsetaembætti, í líkingu við það franska eða bandaríska, er slíkt áskorun um uppstokkun á stjórnarskránni og tilefni til langrar og vandaðrar vinnu." Allt er þetta rétt hjá Ara Trausta. Grein hans er til marks um það aukna aðhald, sem Ólafur Ragnar Grímsson mun sæta á komandi kjörtímabili. Sömuleiðis má spyrja, eins og Guðmundur Steingrímsson alþingismaður gerði strax eftir forsetakosningar, hvernig það aðhald á að fara fram. „Forsetinn getur ekki haft afskipti ofan af stalli af heitustu deilumálum samtímans, talað í vernduðu umhverfi. Ef hann ætlar að lýsa skoðunum sínum á annað borð verður allt annað sem tilheyrir lýðræðislegum skoðanaskiptum og gagnrýnni umræðu að fylgja með. Ergo: Velkominn í pólitík!" skrifaði Guðmundur þá. Þetta er umhugsunarefni. Ef forsetinn ætlar að vera þátttakandi í pólitíkinni, getur hann til dæmis ekki bara haldið viðhafnarræður og veitt drottningarviðtöl. Hann getur þurft að una því að við þingsetningu sé honum svarað úr ræðustól þingsins. Hann verður að mæta í umræðuþætti með öðrum stjórnmálamönnum. Hann verður að veita fjölmiðlum greiðari og tíðari aðgang að sér. Meðal annars í krafti þeirrar virðingar sem forsetaembættið nýtur hefur forsetinn stillt sér upp sem sérstöku aðhaldi með alþingismönnum og ráðherrum, sem njóta lítilla vinsælda og lítils trausts þótt þjóðkjörnir séu, eins og hann. En hvað þýðir aukin þátttaka forsetans í stjórnmálaumræðum? Er hann þá ekki stiginn ofan af stallinum og niður í pólitíska drullupollinn? Og hversu lengi endist virðing forsetaembættisins á þeim stað?
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun