Fæðing á Skype á stærstu forritunarkeppni heims 16. júlí 2012 05:00 Liðsmenn Radiant Games ásamt Gunnþóru og nýfæddu dótturinni samankomin eftir atburði sem hafa einkennst af fjarlægð, tækni og gleði. Fréttablaðið/stefán "Guð sé lof fyrir Skype," segir Guðmundur Valur Viðarsson sem upplifði fæðingu frumburðarins síns í gegnum Skype staddur í Ástralíu á stærstu forritunarkeppni heims á dögunum. Guðmundur og hópur hans, Radiant Games, lenti í 4. til 5. sæti í keppninni Imagine Cup sem er skólakeppni á vegum Microsoft og fór fram í Sidney í Ástralíu. Íslenski hópurinn komst í tíu liða úrslit af 506 umsækjendum í flokknum leikjahönnun fyrir Windows og Xbox en keppt var í sjö flokkum og mörg þúsund lið skráð til leiks. "Ég varð vitni af því í beinni þegar dóttir mín kom í heiminn eða eins mikið og ég gat í gegnum tárin," segir Guðmundur. "Ég get ekki þakkað Skype þetta nóg og ég á eftir að senda þeim tölvupóst." Hann kynnti leikinn Robert´s Quest fyrir stjörnuprýddri dómnefnd ásamt Hauki Steini Logasyni, Axel Erni Sigurðssyni og Sveini Fannari Kristjánssyni en þeir hafa unnið dag og nótt að leiknum frá áramótum. Guðmundur nemur við Margmiðlunarskólann en hinir eru nemar við HR. Daníel Brandur Sigurgeirsson, aðjúnkt við HR, var leiðbeinandi verkefnisins og fylgdi þeim út. "Larry Hryb, sem er yfir Xbox LIVE, var dómari og tók í höndina á mér af fyrra bragði og einn aðaldómarinn lofaði grafíkina hástert við mig," nefnir hann kátur. "Leikurinn fjallar um íkornan Róbert sem breytir orkugjöfum mengaðrar borgar í endurnýjanlega. Markmið þeirra er að börn spili leikinn til skemmtunar og fræðist ómeðvitað. "Ef hann væri ekki skemmtilegur gætum við alveg eins rétt börnum bækling um græna orku og það les enginn," segir nýbakaði faðirinn. Hann eignaðist dóttur aðfaranótt 6. júlí með konu sinni Gunnþóru Elínu Erlingsdóttur, þá tiltölulega nýlentur í Ástralíu. "Það var bara heppni að þetta fór af stað klukkan hálf átta fyrsta morguninn í Sidney því hann var enn sofandi upp á herbergi," segir Gunnþóra sem hringdi á hótelið í mikilli geðshræringur en sími Guðmundar virkaði ekki. Fyrir brottför hafði hún reynt öll húsráð til að koma stúlkunni í heiminn en eftir að hann fór af landi brott tóku við öfug húsráð án árangurs. "Systir mín og mamma voru með í fæðingunni og önnur sá til þess að skjárinn ferðaðist með mér. "Fyrsta fjölskyldumyndin er af okkur mæðgunum í rúminu og honum í tölvuskjá með heyrnatól, hún er ómótstæðileg," segir hún. hallfridur@frettabladid.is Leikjavísir Mest lesið Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Lífið Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Bíó og sjónvarp Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Lífið Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Lífið Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Lífið Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Lífið Svona var fjögurra rétta matseðillinn Lífið Gærurnar verða að hátísku Tíska og hönnun Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Lífið Húsfyllir þegar tískusýning tók yfir Ásmundarsal Tíska og hönnun Fleiri fréttir Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Draumur breska þríeykisins rætist á Húsavík Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Innlit í rúmlega 270 milljóna króna þakíbúð á Orkureitnum Svona var fjögurra rétta matseðillinn Líkaminn þarf ekki að vera fullfrískur til að upplifa unað Guðni Th. orðinn afi Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Madonna og Elton John grafa stríðsöxina 80 syngjandi karlar syngja hér heima og í Gimli í Kanada „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Með skottið fullt af próteini Trommari Blondie er fallinn frá Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Tónhylur sameinar reynslubolta og þá efnilegustu Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Sjá meira
"Guð sé lof fyrir Skype," segir Guðmundur Valur Viðarsson sem upplifði fæðingu frumburðarins síns í gegnum Skype staddur í Ástralíu á stærstu forritunarkeppni heims á dögunum. Guðmundur og hópur hans, Radiant Games, lenti í 4. til 5. sæti í keppninni Imagine Cup sem er skólakeppni á vegum Microsoft og fór fram í Sidney í Ástralíu. Íslenski hópurinn komst í tíu liða úrslit af 506 umsækjendum í flokknum leikjahönnun fyrir Windows og Xbox en keppt var í sjö flokkum og mörg þúsund lið skráð til leiks. "Ég varð vitni af því í beinni þegar dóttir mín kom í heiminn eða eins mikið og ég gat í gegnum tárin," segir Guðmundur. "Ég get ekki þakkað Skype þetta nóg og ég á eftir að senda þeim tölvupóst." Hann kynnti leikinn Robert´s Quest fyrir stjörnuprýddri dómnefnd ásamt Hauki Steini Logasyni, Axel Erni Sigurðssyni og Sveini Fannari Kristjánssyni en þeir hafa unnið dag og nótt að leiknum frá áramótum. Guðmundur nemur við Margmiðlunarskólann en hinir eru nemar við HR. Daníel Brandur Sigurgeirsson, aðjúnkt við HR, var leiðbeinandi verkefnisins og fylgdi þeim út. "Larry Hryb, sem er yfir Xbox LIVE, var dómari og tók í höndina á mér af fyrra bragði og einn aðaldómarinn lofaði grafíkina hástert við mig," nefnir hann kátur. "Leikurinn fjallar um íkornan Róbert sem breytir orkugjöfum mengaðrar borgar í endurnýjanlega. Markmið þeirra er að börn spili leikinn til skemmtunar og fræðist ómeðvitað. "Ef hann væri ekki skemmtilegur gætum við alveg eins rétt börnum bækling um græna orku og það les enginn," segir nýbakaði faðirinn. Hann eignaðist dóttur aðfaranótt 6. júlí með konu sinni Gunnþóru Elínu Erlingsdóttur, þá tiltölulega nýlentur í Ástralíu. "Það var bara heppni að þetta fór af stað klukkan hálf átta fyrsta morguninn í Sidney því hann var enn sofandi upp á herbergi," segir Gunnþóra sem hringdi á hótelið í mikilli geðshræringur en sími Guðmundar virkaði ekki. Fyrir brottför hafði hún reynt öll húsráð til að koma stúlkunni í heiminn en eftir að hann fór af landi brott tóku við öfug húsráð án árangurs. "Systir mín og mamma voru með í fæðingunni og önnur sá til þess að skjárinn ferðaðist með mér. "Fyrsta fjölskyldumyndin er af okkur mæðgunum í rúminu og honum í tölvuskjá með heyrnatól, hún er ómótstæðileg," segir hún. hallfridur@frettabladid.is
Leikjavísir Mest lesið Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Lífið Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Bíó og sjónvarp Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Lífið Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Lífið Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Lífið Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Lífið Svona var fjögurra rétta matseðillinn Lífið Gærurnar verða að hátísku Tíska og hönnun Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Lífið Húsfyllir þegar tískusýning tók yfir Ásmundarsal Tíska og hönnun Fleiri fréttir Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Draumur breska þríeykisins rætist á Húsavík Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Innlit í rúmlega 270 milljóna króna þakíbúð á Orkureitnum Svona var fjögurra rétta matseðillinn Líkaminn þarf ekki að vera fullfrískur til að upplifa unað Guðni Th. orðinn afi Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Madonna og Elton John grafa stríðsöxina 80 syngjandi karlar syngja hér heima og í Gimli í Kanada „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Með skottið fullt af próteini Trommari Blondie er fallinn frá Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Tónhylur sameinar reynslubolta og þá efnilegustu Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Sjá meira