Fæðing á Skype á stærstu forritunarkeppni heims 16. júlí 2012 05:00 Liðsmenn Radiant Games ásamt Gunnþóru og nýfæddu dótturinni samankomin eftir atburði sem hafa einkennst af fjarlægð, tækni og gleði. Fréttablaðið/stefán "Guð sé lof fyrir Skype," segir Guðmundur Valur Viðarsson sem upplifði fæðingu frumburðarins síns í gegnum Skype staddur í Ástralíu á stærstu forritunarkeppni heims á dögunum. Guðmundur og hópur hans, Radiant Games, lenti í 4. til 5. sæti í keppninni Imagine Cup sem er skólakeppni á vegum Microsoft og fór fram í Sidney í Ástralíu. Íslenski hópurinn komst í tíu liða úrslit af 506 umsækjendum í flokknum leikjahönnun fyrir Windows og Xbox en keppt var í sjö flokkum og mörg þúsund lið skráð til leiks. "Ég varð vitni af því í beinni þegar dóttir mín kom í heiminn eða eins mikið og ég gat í gegnum tárin," segir Guðmundur. "Ég get ekki þakkað Skype þetta nóg og ég á eftir að senda þeim tölvupóst." Hann kynnti leikinn Robert´s Quest fyrir stjörnuprýddri dómnefnd ásamt Hauki Steini Logasyni, Axel Erni Sigurðssyni og Sveini Fannari Kristjánssyni en þeir hafa unnið dag og nótt að leiknum frá áramótum. Guðmundur nemur við Margmiðlunarskólann en hinir eru nemar við HR. Daníel Brandur Sigurgeirsson, aðjúnkt við HR, var leiðbeinandi verkefnisins og fylgdi þeim út. "Larry Hryb, sem er yfir Xbox LIVE, var dómari og tók í höndina á mér af fyrra bragði og einn aðaldómarinn lofaði grafíkina hástert við mig," nefnir hann kátur. "Leikurinn fjallar um íkornan Róbert sem breytir orkugjöfum mengaðrar borgar í endurnýjanlega. Markmið þeirra er að börn spili leikinn til skemmtunar og fræðist ómeðvitað. "Ef hann væri ekki skemmtilegur gætum við alveg eins rétt börnum bækling um græna orku og það les enginn," segir nýbakaði faðirinn. Hann eignaðist dóttur aðfaranótt 6. júlí með konu sinni Gunnþóru Elínu Erlingsdóttur, þá tiltölulega nýlentur í Ástralíu. "Það var bara heppni að þetta fór af stað klukkan hálf átta fyrsta morguninn í Sidney því hann var enn sofandi upp á herbergi," segir Gunnþóra sem hringdi á hótelið í mikilli geðshræringur en sími Guðmundar virkaði ekki. Fyrir brottför hafði hún reynt öll húsráð til að koma stúlkunni í heiminn en eftir að hann fór af landi brott tóku við öfug húsráð án árangurs. "Systir mín og mamma voru með í fæðingunni og önnur sá til þess að skjárinn ferðaðist með mér. "Fyrsta fjölskyldumyndin er af okkur mæðgunum í rúminu og honum í tölvuskjá með heyrnatól, hún er ómótstæðileg," segir hún. hallfridur@frettabladid.is Leikjavísir Mest lesið Heitasta listapar landsins á djamminu Lífið Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Lífið Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Lífið Furðuleg forréttindablinda Gagnrýni Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna Lífið „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Lífið Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ Lífið Stjörnulífið: „Bið ekki um meira“ Lífið Svikarar höfðu fjórar milljónir af Aroni Can Lífið Tilnefningar fyrir árið 2024 birtar Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Heitasta listapar landsins á djamminu „Er ekki hrædd við að vera ég sjálf“ Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Brjánn ávarpaði alla áhorfendur leiksins rétt fyrir upphafsflautið Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ „Gerði grín að líkamanum mínum og sagði að ég ætti að tala minna“ Óttast að hann sé fyrsta fórnarlamb flugunnar Fögnuðu fallegri og óvæntri vináttu Svikarar höfðu fjórar milljónir af Aroni Can „Setti sjálfa mig í fyrsta sæti og hef aldrei verið hamingjusamari“ Hvetur hávaxnar stelpur til að vera stoltar af hæð sinni Stjörnulífið: „Bið ekki um meira“ „Við María eigum rosalega fallegt samband og erum þakklát hvort fyrir annað“ Nóa-Siríus fjölskyldan fyrrverandi selur súkkulaðihöll Fær ógeðistilfinningu eftir fullnægingu Hugleiki Dagssyni hent út af Facebook Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Íslenska stelpan sem eltir drauminn í Los Angeles Sam Rivers úr Limp Bizkit látinn Krakkatían: IKEA-geitin, októberfest og reikistjarna Tveir skiptu með sér sjöfalda pottinum Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Fjögur hundruð milljónir króna í skjalatösku í Hveragerði Fjórir á lista Páls hættir við „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Sjá meira
"Guð sé lof fyrir Skype," segir Guðmundur Valur Viðarsson sem upplifði fæðingu frumburðarins síns í gegnum Skype staddur í Ástralíu á stærstu forritunarkeppni heims á dögunum. Guðmundur og hópur hans, Radiant Games, lenti í 4. til 5. sæti í keppninni Imagine Cup sem er skólakeppni á vegum Microsoft og fór fram í Sidney í Ástralíu. Íslenski hópurinn komst í tíu liða úrslit af 506 umsækjendum í flokknum leikjahönnun fyrir Windows og Xbox en keppt var í sjö flokkum og mörg þúsund lið skráð til leiks. "Ég varð vitni af því í beinni þegar dóttir mín kom í heiminn eða eins mikið og ég gat í gegnum tárin," segir Guðmundur. "Ég get ekki þakkað Skype þetta nóg og ég á eftir að senda þeim tölvupóst." Hann kynnti leikinn Robert´s Quest fyrir stjörnuprýddri dómnefnd ásamt Hauki Steini Logasyni, Axel Erni Sigurðssyni og Sveini Fannari Kristjánssyni en þeir hafa unnið dag og nótt að leiknum frá áramótum. Guðmundur nemur við Margmiðlunarskólann en hinir eru nemar við HR. Daníel Brandur Sigurgeirsson, aðjúnkt við HR, var leiðbeinandi verkefnisins og fylgdi þeim út. "Larry Hryb, sem er yfir Xbox LIVE, var dómari og tók í höndina á mér af fyrra bragði og einn aðaldómarinn lofaði grafíkina hástert við mig," nefnir hann kátur. "Leikurinn fjallar um íkornan Róbert sem breytir orkugjöfum mengaðrar borgar í endurnýjanlega. Markmið þeirra er að börn spili leikinn til skemmtunar og fræðist ómeðvitað. "Ef hann væri ekki skemmtilegur gætum við alveg eins rétt börnum bækling um græna orku og það les enginn," segir nýbakaði faðirinn. Hann eignaðist dóttur aðfaranótt 6. júlí með konu sinni Gunnþóru Elínu Erlingsdóttur, þá tiltölulega nýlentur í Ástralíu. "Það var bara heppni að þetta fór af stað klukkan hálf átta fyrsta morguninn í Sidney því hann var enn sofandi upp á herbergi," segir Gunnþóra sem hringdi á hótelið í mikilli geðshræringur en sími Guðmundar virkaði ekki. Fyrir brottför hafði hún reynt öll húsráð til að koma stúlkunni í heiminn en eftir að hann fór af landi brott tóku við öfug húsráð án árangurs. "Systir mín og mamma voru með í fæðingunni og önnur sá til þess að skjárinn ferðaðist með mér. "Fyrsta fjölskyldumyndin er af okkur mæðgunum í rúminu og honum í tölvuskjá með heyrnatól, hún er ómótstæðileg," segir hún. hallfridur@frettabladid.is
Leikjavísir Mest lesið Heitasta listapar landsins á djamminu Lífið Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Lífið Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Lífið Furðuleg forréttindablinda Gagnrýni Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna Lífið „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Lífið Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ Lífið Stjörnulífið: „Bið ekki um meira“ Lífið Svikarar höfðu fjórar milljónir af Aroni Can Lífið Tilnefningar fyrir árið 2024 birtar Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Heitasta listapar landsins á djamminu „Er ekki hrædd við að vera ég sjálf“ Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Brjánn ávarpaði alla áhorfendur leiksins rétt fyrir upphafsflautið Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ „Gerði grín að líkamanum mínum og sagði að ég ætti að tala minna“ Óttast að hann sé fyrsta fórnarlamb flugunnar Fögnuðu fallegri og óvæntri vináttu Svikarar höfðu fjórar milljónir af Aroni Can „Setti sjálfa mig í fyrsta sæti og hef aldrei verið hamingjusamari“ Hvetur hávaxnar stelpur til að vera stoltar af hæð sinni Stjörnulífið: „Bið ekki um meira“ „Við María eigum rosalega fallegt samband og erum þakklát hvort fyrir annað“ Nóa-Siríus fjölskyldan fyrrverandi selur súkkulaðihöll Fær ógeðistilfinningu eftir fullnægingu Hugleiki Dagssyni hent út af Facebook Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Íslenska stelpan sem eltir drauminn í Los Angeles Sam Rivers úr Limp Bizkit látinn Krakkatían: IKEA-geitin, októberfest og reikistjarna Tveir skiptu með sér sjöfalda pottinum Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Fjögur hundruð milljónir króna í skjalatösku í Hveragerði Fjórir á lista Páls hættir við „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Sjá meira
Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?”