"Ó, er þetta konan þín?“ Friðrika Benónýsdóttir skrifar 26. júlí 2012 10:15 Karlmaður ræðst á sambýliskonu sína í bíl fyrir framan barn þeirra. Konan kemst undan og kallar til lögreglu. Maðurinn er handtekinn og fluttur á brott en ef að líkum lætur er honum sleppt að loknum yfirheyrslum, getur farið heim og haldið áfram að misþyrma konunni. Þetta er nú einu sinni hans kona og af fréttaflutningi af barsmíðunum að dæma var það eina sem litið var mjög alvarlegum augum í málinu það að barnið skyldi verða áhorfandi að ofbeldinu. Enda aldagömul hefð fyrir því að karlar berji sínar eigin konur og hefur til skamms tíma ekki þótt neitt tiltökumál. Sem betur fer er það viðhorf að breytast og á yfirborðinu að minnsta kosti er farið að líta á heimilisofbeldi sem þjóðfélagsmein. Alltof oft heyrist þó sú skoðun að konur geti nú bara sjálfum sér um kennt. Hvað eru þær að vilja í sambúð með manni sem ber þær? Þær hljóta bara að vilja láta berja sig, annars væru þær löngu farnar. Sá flókni valdastrúktúr sem skapast í ofbeldissamböndum er gjörsamlega virtur að vettugi og stórum hluta ábyrgðarinnar varpað á herðar kvennanna sem fyrir ofbeldinu verða. Samfélagið yppir öxlum og snýr sér að því að óskapast yfir „einhverju sem máli skiptir" eins og ummælum knattspyrnumanna um íþróttafréttamenn eða nýjustu afrekum Russells okkar. Samskipti hjóna eru nú einu sinni þeirra einkamál, ekki satt? Mér er minnisstætt atvik sem gerðist á skemmtistað hér í borg fyrir allmörgum árum. Ég var þar í góðra vini hópi ásamt sambýlismanni mínum og allir í góðu stuði. Eitthvað sem ég sagði eða gerði fór þó í taugarnar á sambýlismanninum, sem veittist að mér með hnefann á lofti og hellti yfir mig svívirðingum. Dyraverðir brugðust skjótt við og stukku á manninn í þeim tilgangi að varpa honum á dyr. Hann brást hinn versti við og benti þeim vinsamlegast á að vera ekki að skipta sér af því sem þeim kæmi ekki við, þessi kona væri konan hans og þetta „samtal" einkamál. Þeir lyppuðust niður á stundinni. „Ó, fyrirgefðu, er þetta konan þín?" sögðu þeir í kór og hröðuðu sér í burtu. Alveg með það á hreinu að þetta væri ekki þeirra mál. Öllum þessum árum seinna sit ég hér í appelsínugulri blússu og skrifa þennan pistil á appelsínugula deginum „sem ætlað er að vekja fólk til umhugsunar um kynbundið ofbeldi" eins og það er orðað. Vonandi skilar það okkur eitthvað áleiðis en til þess að einhver breyting verði þurfa allir dagar að vera appelsínugulir og ofbeldi alltaf ofbeldi, jafnvel þótt það sé „bara konan hans" sem fyrir því verður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Friðrika Benónýsdóttir Mest lesið Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Óður til hneykslunar Arnar Sveinn Geirsson Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun
Karlmaður ræðst á sambýliskonu sína í bíl fyrir framan barn þeirra. Konan kemst undan og kallar til lögreglu. Maðurinn er handtekinn og fluttur á brott en ef að líkum lætur er honum sleppt að loknum yfirheyrslum, getur farið heim og haldið áfram að misþyrma konunni. Þetta er nú einu sinni hans kona og af fréttaflutningi af barsmíðunum að dæma var það eina sem litið var mjög alvarlegum augum í málinu það að barnið skyldi verða áhorfandi að ofbeldinu. Enda aldagömul hefð fyrir því að karlar berji sínar eigin konur og hefur til skamms tíma ekki þótt neitt tiltökumál. Sem betur fer er það viðhorf að breytast og á yfirborðinu að minnsta kosti er farið að líta á heimilisofbeldi sem þjóðfélagsmein. Alltof oft heyrist þó sú skoðun að konur geti nú bara sjálfum sér um kennt. Hvað eru þær að vilja í sambúð með manni sem ber þær? Þær hljóta bara að vilja láta berja sig, annars væru þær löngu farnar. Sá flókni valdastrúktúr sem skapast í ofbeldissamböndum er gjörsamlega virtur að vettugi og stórum hluta ábyrgðarinnar varpað á herðar kvennanna sem fyrir ofbeldinu verða. Samfélagið yppir öxlum og snýr sér að því að óskapast yfir „einhverju sem máli skiptir" eins og ummælum knattspyrnumanna um íþróttafréttamenn eða nýjustu afrekum Russells okkar. Samskipti hjóna eru nú einu sinni þeirra einkamál, ekki satt? Mér er minnisstætt atvik sem gerðist á skemmtistað hér í borg fyrir allmörgum árum. Ég var þar í góðra vini hópi ásamt sambýlismanni mínum og allir í góðu stuði. Eitthvað sem ég sagði eða gerði fór þó í taugarnar á sambýlismanninum, sem veittist að mér með hnefann á lofti og hellti yfir mig svívirðingum. Dyraverðir brugðust skjótt við og stukku á manninn í þeim tilgangi að varpa honum á dyr. Hann brást hinn versti við og benti þeim vinsamlegast á að vera ekki að skipta sér af því sem þeim kæmi ekki við, þessi kona væri konan hans og þetta „samtal" einkamál. Þeir lyppuðust niður á stundinni. „Ó, fyrirgefðu, er þetta konan þín?" sögðu þeir í kór og hröðuðu sér í burtu. Alveg með það á hreinu að þetta væri ekki þeirra mál. Öllum þessum árum seinna sit ég hér í appelsínugulri blússu og skrifa þennan pistil á appelsínugula deginum „sem ætlað er að vekja fólk til umhugsunar um kynbundið ofbeldi" eins og það er orðað. Vonandi skilar það okkur eitthvað áleiðis en til þess að einhver breyting verði þurfa allir dagar að vera appelsínugulir og ofbeldi alltaf ofbeldi, jafnvel þótt það sé „bara konan hans" sem fyrir því verður.