Ofbeldi er aldrei einkamál Þórunn Elísabet Bogadóttir skrifar 27. júlí 2012 06:00 Knattspyrnumaður var nýlega dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás, eftir að hafa kastað bjórglasi í annan mann. Skömmu eftir að hann var dæmdur kom í ljós að hann hefur jafnframt verið ákærður fyrir tvær aðrar líkamsárásir, í þau skiptin gegn þáverandi kærustu sinni. Lýsingarnar eru óhuggulegar. Í ákærunni er manninum gefið að sök að hafa slegið kærustuna hnefahöggi, rifið í hár hennar og hrint henni í götuna ítrekað. Þetta er sagt hafa gerst sama kvöldið en í tveimur atlögum. Nokkrum mánuðum síðar er hann sagður hafa rifið í hár hennar, hent henni í rúm, sest ofan á hana, slegið hana utan undir, tekið um vit hennar svo hún átti erfitt með andardrátt og skallað hana. Þetta eru ekki léttvæg brot sem ákært er fyrir, og ekki einstakt tilvik. Samt sem áður voru forráðamenn liðsins sem maðurinn lék fyrir, ÍA, þöglir sem gröfin þegar spurst var fyrir um það hvort málið myndi hafa einhverjar afleiðingar fyrir knattspyrnuferil mannsins, sem var fenginn hingað til lands til þess að spila knattspyrnu. Eingöngu var sagt að um „einkamál" væri að ræða. Þessi mál voru rædd og komust svo örlítið meira í sviðsljósið eftir að út spurðist að önnur knattspyrnufélög hefðu áhuga á að fá manninn í sínar raðir. Og fyrir skemmstu skipti hann um lið og fór í Stjörnuna. Forsvarsmenn nýja liðsins hafa einnig verið spurðir um afstöðu sína en ekkert viljað segja heldur. Hvort sem íþróttamönnum líkar það betur eða verr þá eru þeir á vissan hátt fyrirmyndir margra, ekki síst barna. Þeir geta svo tekið það hlutverk misalvarlega og hægt er að takast á um hversu langt það á að ná. Íþróttafélög gegna hins vegar meiri skyldum og eiga ekki að komast upp með að taka sínu hlutverki létt. Þau gegna nefnilega uppeldishlutverki, þeim er treyst fyrir börnum og þeirra framkoma skiptir miklu máli. Íþróttafélögin setja sér siðareglur, þar sem æskileg hegðun iðkenda er útlistuð. Til hvers eru slíkar reglur settar ef þeim er ekki fylgt? Þrátt fyrir að um þetta mál hafi aðeins verið rætt hefur annað mál verið mun fyrirferðarmeira í knattspyrnuumræðunni síðustu daga. Leikmaður ÍA kallaði íþróttafréttamann Stöðvar 2 illum nöfnum á Facebook og þá varð allt vitlaust. Í því máli vantaði ekki að menn tjáðu sig, þess var krafist að á málinu yrði tekið af knattspyrnusambandinu og leikmaðurinn baðst afsökunar á framferði sínu. Því hefur ekki verið fyrir að fara í ofbeldismálinu. Þvert á móti. Í gær rauf formaður afrekssviðs ÍA þögnina með pistli þar sem hann bað fólk í fyrirsögn að gera ekki meiri kröfur til annarra en til sjálfs sín. Það er hins vegar svo í siðaðra manna samfélagi að við gerum einmitt þær kröfur, bæði til okkar sjálfra og allra annarra, að beita ekki ofbeldi. Þess vegna varðar ofbeldi við lög. Þá líkti formaðurinn dómsmálum vegna ofbeldisbrota við vandamál þeirra sem lent hafa í vandræðum vegna áfengis- og fíkniefna. Færa má rök fyrir því að vandræði með áfengi eða fíkniefni séu vissulega vandræði og einkamál fólks. Það gildir hins vegar ekki um ofbeldisbrot. Ofbeldi er aldrei einkamál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórunn Elísabet Bogadóttir Mest lesið Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun
Knattspyrnumaður var nýlega dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás, eftir að hafa kastað bjórglasi í annan mann. Skömmu eftir að hann var dæmdur kom í ljós að hann hefur jafnframt verið ákærður fyrir tvær aðrar líkamsárásir, í þau skiptin gegn þáverandi kærustu sinni. Lýsingarnar eru óhuggulegar. Í ákærunni er manninum gefið að sök að hafa slegið kærustuna hnefahöggi, rifið í hár hennar og hrint henni í götuna ítrekað. Þetta er sagt hafa gerst sama kvöldið en í tveimur atlögum. Nokkrum mánuðum síðar er hann sagður hafa rifið í hár hennar, hent henni í rúm, sest ofan á hana, slegið hana utan undir, tekið um vit hennar svo hún átti erfitt með andardrátt og skallað hana. Þetta eru ekki léttvæg brot sem ákært er fyrir, og ekki einstakt tilvik. Samt sem áður voru forráðamenn liðsins sem maðurinn lék fyrir, ÍA, þöglir sem gröfin þegar spurst var fyrir um það hvort málið myndi hafa einhverjar afleiðingar fyrir knattspyrnuferil mannsins, sem var fenginn hingað til lands til þess að spila knattspyrnu. Eingöngu var sagt að um „einkamál" væri að ræða. Þessi mál voru rædd og komust svo örlítið meira í sviðsljósið eftir að út spurðist að önnur knattspyrnufélög hefðu áhuga á að fá manninn í sínar raðir. Og fyrir skemmstu skipti hann um lið og fór í Stjörnuna. Forsvarsmenn nýja liðsins hafa einnig verið spurðir um afstöðu sína en ekkert viljað segja heldur. Hvort sem íþróttamönnum líkar það betur eða verr þá eru þeir á vissan hátt fyrirmyndir margra, ekki síst barna. Þeir geta svo tekið það hlutverk misalvarlega og hægt er að takast á um hversu langt það á að ná. Íþróttafélög gegna hins vegar meiri skyldum og eiga ekki að komast upp með að taka sínu hlutverki létt. Þau gegna nefnilega uppeldishlutverki, þeim er treyst fyrir börnum og þeirra framkoma skiptir miklu máli. Íþróttafélögin setja sér siðareglur, þar sem æskileg hegðun iðkenda er útlistuð. Til hvers eru slíkar reglur settar ef þeim er ekki fylgt? Þrátt fyrir að um þetta mál hafi aðeins verið rætt hefur annað mál verið mun fyrirferðarmeira í knattspyrnuumræðunni síðustu daga. Leikmaður ÍA kallaði íþróttafréttamann Stöðvar 2 illum nöfnum á Facebook og þá varð allt vitlaust. Í því máli vantaði ekki að menn tjáðu sig, þess var krafist að á málinu yrði tekið af knattspyrnusambandinu og leikmaðurinn baðst afsökunar á framferði sínu. Því hefur ekki verið fyrir að fara í ofbeldismálinu. Þvert á móti. Í gær rauf formaður afrekssviðs ÍA þögnina með pistli þar sem hann bað fólk í fyrirsögn að gera ekki meiri kröfur til annarra en til sjálfs sín. Það er hins vegar svo í siðaðra manna samfélagi að við gerum einmitt þær kröfur, bæði til okkar sjálfra og allra annarra, að beita ekki ofbeldi. Þess vegna varðar ofbeldi við lög. Þá líkti formaðurinn dómsmálum vegna ofbeldisbrota við vandamál þeirra sem lent hafa í vandræðum vegna áfengis- og fíkniefna. Færa má rök fyrir því að vandræði með áfengi eða fíkniefni séu vissulega vandræði og einkamál fólks. Það gildir hins vegar ekki um ofbeldisbrot. Ofbeldi er aldrei einkamál.
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun