Fjallafár? Árni Páll Árnason skrifar 27. júlí 2012 06:00 Mikil umræða hefur að undanförnu spunnist um stöðu áforma Huangs Nubo um uppbyggingu ferðaþjónustu á Fjöllum. Ýmis sérkennileg teikn eru á lofti um það verkefni og misvísandi upplýsingar um eðli þess og hvort verkefnið feli í sér raunverulega viðskiptahugmynd í ferðaþjónustu. Á þessu stigi er erfitt að kveða upp úr um slíkt. Við erum ung þjóð og þurfum nauðsynlega erlenda fjárfestingu, en þörf okkar fyrir hana má ekki leiða til vanhugsaðra ákvarðana. Við ættum öll að vera sammála um að mikilvægt sé að sveitarfélög bindi sér ekki bagga með fjárhagslegum skuldbindingum vegna kaupa á Grímsstöðum, ef ekki er ljóst að áformin gangi eftir, því ekki viljum við flytja á íslenskan almenning áhættu vegna óvissra fjárfestingaráforma einstaklinga. Með sama hætti verður að vera ljóst að áformin falli að innlendri skipulagslöggjöf og vinnulöggjöf, en feli ekki í sér að byggt verði kínverskt fríríki á Fjöllum þar sem kínverskir starfsmenn vinni og búi án tengsla við íslenskt samfélag. Og það verður að vera algerlega ljóst hver aðkoma kínverskra stjórnvalda er að verkefninu. Hitt er sérstakt áhyggjuefni hversu vanbúin við erum sem þjóð til að taka á málum sem þessu af nauðsynlegri yfirvegun og vandvirkni. Allir engjast í fári yfirlýsinga, jafnt ráðherrar og álitsgjafar, þar sem sífellt kröftugri flökkusögur og samsæriskenningar fá vængi. Þetta er óboðlegt ástand. Við þurfum að taka hagvarnir okkar alvarlega. Við viljum opið og frjálst hagkerfi, en það frelsi má hvorki valda íslenskum almenningi tjóni, né gera okkur undirseld dyntum erlends stórveldis. Þess vegna þarf faglega og vitræna greiningu á fjárfestingaráformum út frá þjóðaröryggi. Engin stofnun fer með slíkt verkefni í dag. Við höfum sjálf enga heimavinnu unnið. Hver er stefna Íslands varðandi uppbyggingu umskipunarhafnar vegna opnunar siglingaleiðar um Norðurskautið, spurðu þýskir blaðamenn mig fyrir nokkrum misserum. Ég gat engu svarað og get ekki enn. Við erum algerlega berskjölduð og bíðum þess bara að einhver John frá Bandaríkjunum, einhver Helmut frá Þýskalandi eða einhver Deng frá Kína banki hér upp á og leggi fram eitthvað ómótstæðilegt tilboð sem svara þarf með hraði. Við þurfum sjálfstraust og raunsæi til að halda úti opnu hagkerfi og huga að landvörnum í víðum skilningi. Í því samhengi er umhugsunarefni að við höfum miklar áhyggjur af áformum Kínverja á Norðurskautinu, en tökum okkur sífellt stöðu í klappliði Norðmanna, sem líklega hafa mest og skýrust yfirráðaáform á þessu svæði og eru okkar harðdrægustu keppinautar á helstu útflutningsmörkuðum. Slík bernsk kynþáttahyggja sæmir ekki alvöru þjóð. Við þurfum alltaf – gagnvart öllum – að haga efnahagsþróun okkar í samræmi við íslenska hagsmuni og verja hagkerfi okkar gegn spákaupmennsku og sókn í glópagull. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Páll Árnason Mest lesið Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Áhrif gervigreindar á störf tæknimenntaðra Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Bið eftir talmeinaþjónustu er allt of löng Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Er ég nægilega gott foreldri? Daðey Albertsdóttir,Ásgerður Arna Sófusdóttir skrifar Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson skrifar Skoðun Upplýst ákvörðun er sterkasta vopn félagsfólks VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Um náttúrulögmál og aftengingu Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Styðjum barnafjölskyldur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kæru háskólastúdentar - framtíðin er ykkar! Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson skrifar Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson skrifar Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller skrifar Skoðun Plastflóðið Emily Jaimes Richey-Stavrand,Johanna Franke,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Baráttan á norðurslóðum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Mikil umræða hefur að undanförnu spunnist um stöðu áforma Huangs Nubo um uppbyggingu ferðaþjónustu á Fjöllum. Ýmis sérkennileg teikn eru á lofti um það verkefni og misvísandi upplýsingar um eðli þess og hvort verkefnið feli í sér raunverulega viðskiptahugmynd í ferðaþjónustu. Á þessu stigi er erfitt að kveða upp úr um slíkt. Við erum ung þjóð og þurfum nauðsynlega erlenda fjárfestingu, en þörf okkar fyrir hana má ekki leiða til vanhugsaðra ákvarðana. Við ættum öll að vera sammála um að mikilvægt sé að sveitarfélög bindi sér ekki bagga með fjárhagslegum skuldbindingum vegna kaupa á Grímsstöðum, ef ekki er ljóst að áformin gangi eftir, því ekki viljum við flytja á íslenskan almenning áhættu vegna óvissra fjárfestingaráforma einstaklinga. Með sama hætti verður að vera ljóst að áformin falli að innlendri skipulagslöggjöf og vinnulöggjöf, en feli ekki í sér að byggt verði kínverskt fríríki á Fjöllum þar sem kínverskir starfsmenn vinni og búi án tengsla við íslenskt samfélag. Og það verður að vera algerlega ljóst hver aðkoma kínverskra stjórnvalda er að verkefninu. Hitt er sérstakt áhyggjuefni hversu vanbúin við erum sem þjóð til að taka á málum sem þessu af nauðsynlegri yfirvegun og vandvirkni. Allir engjast í fári yfirlýsinga, jafnt ráðherrar og álitsgjafar, þar sem sífellt kröftugri flökkusögur og samsæriskenningar fá vængi. Þetta er óboðlegt ástand. Við þurfum að taka hagvarnir okkar alvarlega. Við viljum opið og frjálst hagkerfi, en það frelsi má hvorki valda íslenskum almenningi tjóni, né gera okkur undirseld dyntum erlends stórveldis. Þess vegna þarf faglega og vitræna greiningu á fjárfestingaráformum út frá þjóðaröryggi. Engin stofnun fer með slíkt verkefni í dag. Við höfum sjálf enga heimavinnu unnið. Hver er stefna Íslands varðandi uppbyggingu umskipunarhafnar vegna opnunar siglingaleiðar um Norðurskautið, spurðu þýskir blaðamenn mig fyrir nokkrum misserum. Ég gat engu svarað og get ekki enn. Við erum algerlega berskjölduð og bíðum þess bara að einhver John frá Bandaríkjunum, einhver Helmut frá Þýskalandi eða einhver Deng frá Kína banki hér upp á og leggi fram eitthvað ómótstæðilegt tilboð sem svara þarf með hraði. Við þurfum sjálfstraust og raunsæi til að halda úti opnu hagkerfi og huga að landvörnum í víðum skilningi. Í því samhengi er umhugsunarefni að við höfum miklar áhyggjur af áformum Kínverja á Norðurskautinu, en tökum okkur sífellt stöðu í klappliði Norðmanna, sem líklega hafa mest og skýrust yfirráðaáform á þessu svæði og eru okkar harðdrægustu keppinautar á helstu útflutningsmörkuðum. Slík bernsk kynþáttahyggja sæmir ekki alvöru þjóð. Við þurfum alltaf – gagnvart öllum – að haga efnahagsþróun okkar í samræmi við íslenska hagsmuni og verja hagkerfi okkar gegn spákaupmennsku og sókn í glópagull.
Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar