Billy Corgan í fínu formi Trausti Júlíusson skrifar 3. ágúst 2012 20:00 Tónlist. Smashing Pumpkins. Oceania. EMI. Oceania er fyrsta stóra plata Smashing Pumpkins síðan endurkomuplatan Zeitgeist kom út fyrir fimm árum. Í millitíðinni ætlaði Billy Corgan að hætta að búa til stórar plötur og gefa þess í stað eitt og eitt lag út í einu og safna svo saman eftir á, en eftir nokkur lög sem safnað var saman á tvær EP-plötur ákvað Billy að hverfa frá hugmyndinni og vinna nýja plötu upp á gamla mátann. Billy Corgan er einn eftir af gömlu Smashing Pumpkins-meðlimunum á Oceania, en samt hljómar platan alveg eins og alvöru Smashing Pumpkins-plata, nokkuð sem ekki var hægt að segja um sólóefnið hans eða hljómsveitina Zwan. Oceania er nokkuð sannfærandi plata. Lagasmíðarnar eru margar fínar og platan hefur ágætt heildaryfirbragð. Þetta er ekkert meistarastykki, en gamlir aðdáendur ættu ekki að hika við að bæta Oceaniu í safnið. Niðurstaða: Besta Smashing Pumpkins-platan í langan tíma. Mest lesið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Lífið Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Lífið Stórmyndir í útrýmingarhættu Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Fleiri fréttir Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Ævar vísindamaður í miðaldrakrísu Dansandi lögreglukór og fangarnir í Sniglabandinu Fyrirsjáanlegt fjölskyldudrama Bob og Robbie í bobba Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Sjá meira
Tónlist. Smashing Pumpkins. Oceania. EMI. Oceania er fyrsta stóra plata Smashing Pumpkins síðan endurkomuplatan Zeitgeist kom út fyrir fimm árum. Í millitíðinni ætlaði Billy Corgan að hætta að búa til stórar plötur og gefa þess í stað eitt og eitt lag út í einu og safna svo saman eftir á, en eftir nokkur lög sem safnað var saman á tvær EP-plötur ákvað Billy að hverfa frá hugmyndinni og vinna nýja plötu upp á gamla mátann. Billy Corgan er einn eftir af gömlu Smashing Pumpkins-meðlimunum á Oceania, en samt hljómar platan alveg eins og alvöru Smashing Pumpkins-plata, nokkuð sem ekki var hægt að segja um sólóefnið hans eða hljómsveitina Zwan. Oceania er nokkuð sannfærandi plata. Lagasmíðarnar eru margar fínar og platan hefur ágætt heildaryfirbragð. Þetta er ekkert meistarastykki, en gamlir aðdáendur ættu ekki að hika við að bæta Oceaniu í safnið. Niðurstaða: Besta Smashing Pumpkins-platan í langan tíma.
Mest lesið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Lífið Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Lífið Stórmyndir í útrýmingarhættu Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Fleiri fréttir Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Ævar vísindamaður í miðaldrakrísu Dansandi lögreglukór og fangarnir í Sniglabandinu Fyrirsjáanlegt fjölskyldudrama Bob og Robbie í bobba Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Sjá meira