Hægara kýlt en pælt Þorsteinn Pálsson skrifar 18. ágúst 2012 11:00 Hægara pælt en kýlt er skáldsaga eftir Magneu J. Matthíasdóttur. Nú, meir en þrjátíu árum eftir útkomu bókarinnar, er einfaldasta ráðið til að lýsa heimi íslenskra stjórnmála að snúa heiti hennar við. Engu er nefnilega líkara en þar sé hægara kýlt en pælt. Fyrir nokkrum vikum samþykktu ráðherrar VG, þar sem þeir sátu við ríkisstjórnarborðið í Stjórnarráðshúsinu, samningsmarkmið Íslands í peningamálum fyrir viðræðurnar við Evrópusambandið. Þar er því lýst yfir að Ísland stefni að upptöku evru svo fljótt sem aðstæður leyfa. Þessari skýru stefnuyfirlýsingu er beint til tuttugu og sjö aðildarríkja sambandsins. Um hana var fyrirvaralaus eining í ríkisstjórn. Eftir þingræðisreglunni bera allir þingmenn stjórnarflokkanna pólitíska ábyrgð á þessari ákvörðun. Um síðustu helgi stóðu ráðherrar VG utan veggja Stjórnarráðsins og lýstu því yfir að rétt væri að endurmeta umsókn Íslands vegna óróa í peningamálum á evrusvæðinu. Um leið ítrekuðu þeir andstöðu sína við aðild og upptöku evru. Þetta lýsti grundvallarágreiningi stjórnarflokkanna í sama máli. Annað hvort eru ráðherrar VG að segja ósatt sitjandi innan veggja Stjórnarráðsins eða standandi utan þeirra. Útilokað er að færa gild rök að því að þeir segi satt í báðum tilvikum. Verkurinn er hins vegar sá að enginn veit hvor afstaðan er sönn. Þessi óvissa um sannsögli er annars vegar trúnaðarvandi sem VG á við kjósendur sína. Hins vegar er hún trúnaðarvandi Íslands gagnvart ríkjum Evrópusambandsins og kemur öllum við.Hægara pælt en kýlt Forsætisráðherra brást við þessu síðasta útspili ráðherra VG á þann veg að um þetta þyrfti ekki að tala því að þeir væru bundnir við það sem skrifað stendur í sáttmála flokkanna. Þetta er í sjálfu sér rökrétt svar en þýðir samt að forsætisráðherra þykir hægara að kýla andófið út af borðinu en að pæla í stöðu málsins með samstarfsflokknum og þjóðinni. Morgunblaðið er í pólitískri forystu gegn aðildinni. Því þótti hægara að nota þessa óeiningu sem átyllu fyrir þeim boðskap að kýla ætti umsóknina út af borðinu fremur en að pæla í dýpri rökum sem lúta að framtíðarhagsmunum landsins. Því má segja að alvöru hugmyndafræðilega leiðsögn skorti bæði með og á móti aðild. Vegna sérstakra aðstæðna var á sínum tíma breið samstaða um að kýla á ákvörðun um aðild að Atlantshafsbandalaginu. Röksemdafærslan gagnvart þjóðinni kom að mestu eftir á. Ákvörðunin var eigi að síður reist á traustri hugmyndafræði sem enn heldur gildi sínu og er raunar helsta ástæðan fyrir nánara Evrópusamstarfi. Þegar kom að inngöngu Íslands í Fríverslunarsamtökin höfðu pælingar átt sér stað í langan tíma og rökræða við þjóðina. Sama var uppi á teningnum þegar ákvörðun var tekin um aðild að Evrópska efnahagssvæðinu. Evrópusambandsumsóknin verður heldur ekki kýld ofan í þjóðina. Allan samningstímann þarf að pæla í hugmyndafræðinni með fólkinu í landinu, rökræða þróun mála í Evrópu og setja í samhengi við íslenska hagsmuni og skýra innbyrðis ágreining þeirra sem mynda ríkisstjórnina því hann hefur áhrif bæði inn á við og út á við. Þetta er hlutverk forsætisráðherra.Hvers kyns pælingar? Í þessu samhengi er einnig athyglisvert að forsætisráðherra hefur heldur ekki gert nokkra tilraun til að ná samstöðu um þá breytingu á stjórnarskrá sem nauðsynleg er svo að ljúka megi samningum. Það vantar enn þær stjórnskipulegu leikreglur sem fara á eftir við afgreiðslu málsins. Þar eru ýmis álitamál uppi. Engin efnisleg umræða hefur farið fram um þau. Eigi að vinna aðildarmálinu fylgi er nauðsynlegt að byggja brýr yfir til atvinnulífsins. Forsætisráðherra hefur hins vegar lagt megináherslu á að kýla höfuðatvinnugrein þjóðarinnar og virðist hafa tapað þeirri öflugu samstöðu sem var með verkalýðshreyfingunni um málið. Í aðdraganda síðustu kosninga kýldi forsætisráðherra Framsóknarflokkinn frá sér sem þó varði stjórnina á þeim tíma og studdi aðild. Allir vita að tvíhliða fríverslunarsamningur við Kína er ósamrýmanlegur Evrópusambandsaðild. Þegar forsætisráðherra Kína kom í opinbera heimsókn nýlega lagði forsætisráðherra ofurkapp á að slíkur samningur yrði undirritaður áður en botn fæst í Evrópuviðræðurnar. Hvaða skilaboð voru send með því? Hvers konar pælingar liggja að baki þeirri afstöðu sem þessi dæmi sýna? Trúir forsætisráðherra að ekki þurfi að samhæfa aðgerðir ríkisstjórnarinnar á öllum sviðum til að vinna svo stóru máli fylgi, sem aðild að Evrópusambandinu er, og ljúka því? Hefur hann aldrei hugleitt hvað þarf til að fá þjóðina með? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Pálsson Mest lesið Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen Skoðun
Hægara pælt en kýlt er skáldsaga eftir Magneu J. Matthíasdóttur. Nú, meir en þrjátíu árum eftir útkomu bókarinnar, er einfaldasta ráðið til að lýsa heimi íslenskra stjórnmála að snúa heiti hennar við. Engu er nefnilega líkara en þar sé hægara kýlt en pælt. Fyrir nokkrum vikum samþykktu ráðherrar VG, þar sem þeir sátu við ríkisstjórnarborðið í Stjórnarráðshúsinu, samningsmarkmið Íslands í peningamálum fyrir viðræðurnar við Evrópusambandið. Þar er því lýst yfir að Ísland stefni að upptöku evru svo fljótt sem aðstæður leyfa. Þessari skýru stefnuyfirlýsingu er beint til tuttugu og sjö aðildarríkja sambandsins. Um hana var fyrirvaralaus eining í ríkisstjórn. Eftir þingræðisreglunni bera allir þingmenn stjórnarflokkanna pólitíska ábyrgð á þessari ákvörðun. Um síðustu helgi stóðu ráðherrar VG utan veggja Stjórnarráðsins og lýstu því yfir að rétt væri að endurmeta umsókn Íslands vegna óróa í peningamálum á evrusvæðinu. Um leið ítrekuðu þeir andstöðu sína við aðild og upptöku evru. Þetta lýsti grundvallarágreiningi stjórnarflokkanna í sama máli. Annað hvort eru ráðherrar VG að segja ósatt sitjandi innan veggja Stjórnarráðsins eða standandi utan þeirra. Útilokað er að færa gild rök að því að þeir segi satt í báðum tilvikum. Verkurinn er hins vegar sá að enginn veit hvor afstaðan er sönn. Þessi óvissa um sannsögli er annars vegar trúnaðarvandi sem VG á við kjósendur sína. Hins vegar er hún trúnaðarvandi Íslands gagnvart ríkjum Evrópusambandsins og kemur öllum við.Hægara pælt en kýlt Forsætisráðherra brást við þessu síðasta útspili ráðherra VG á þann veg að um þetta þyrfti ekki að tala því að þeir væru bundnir við það sem skrifað stendur í sáttmála flokkanna. Þetta er í sjálfu sér rökrétt svar en þýðir samt að forsætisráðherra þykir hægara að kýla andófið út af borðinu en að pæla í stöðu málsins með samstarfsflokknum og þjóðinni. Morgunblaðið er í pólitískri forystu gegn aðildinni. Því þótti hægara að nota þessa óeiningu sem átyllu fyrir þeim boðskap að kýla ætti umsóknina út af borðinu fremur en að pæla í dýpri rökum sem lúta að framtíðarhagsmunum landsins. Því má segja að alvöru hugmyndafræðilega leiðsögn skorti bæði með og á móti aðild. Vegna sérstakra aðstæðna var á sínum tíma breið samstaða um að kýla á ákvörðun um aðild að Atlantshafsbandalaginu. Röksemdafærslan gagnvart þjóðinni kom að mestu eftir á. Ákvörðunin var eigi að síður reist á traustri hugmyndafræði sem enn heldur gildi sínu og er raunar helsta ástæðan fyrir nánara Evrópusamstarfi. Þegar kom að inngöngu Íslands í Fríverslunarsamtökin höfðu pælingar átt sér stað í langan tíma og rökræða við þjóðina. Sama var uppi á teningnum þegar ákvörðun var tekin um aðild að Evrópska efnahagssvæðinu. Evrópusambandsumsóknin verður heldur ekki kýld ofan í þjóðina. Allan samningstímann þarf að pæla í hugmyndafræðinni með fólkinu í landinu, rökræða þróun mála í Evrópu og setja í samhengi við íslenska hagsmuni og skýra innbyrðis ágreining þeirra sem mynda ríkisstjórnina því hann hefur áhrif bæði inn á við og út á við. Þetta er hlutverk forsætisráðherra.Hvers kyns pælingar? Í þessu samhengi er einnig athyglisvert að forsætisráðherra hefur heldur ekki gert nokkra tilraun til að ná samstöðu um þá breytingu á stjórnarskrá sem nauðsynleg er svo að ljúka megi samningum. Það vantar enn þær stjórnskipulegu leikreglur sem fara á eftir við afgreiðslu málsins. Þar eru ýmis álitamál uppi. Engin efnisleg umræða hefur farið fram um þau. Eigi að vinna aðildarmálinu fylgi er nauðsynlegt að byggja brýr yfir til atvinnulífsins. Forsætisráðherra hefur hins vegar lagt megináherslu á að kýla höfuðatvinnugrein þjóðarinnar og virðist hafa tapað þeirri öflugu samstöðu sem var með verkalýðshreyfingunni um málið. Í aðdraganda síðustu kosninga kýldi forsætisráðherra Framsóknarflokkinn frá sér sem þó varði stjórnina á þeim tíma og studdi aðild. Allir vita að tvíhliða fríverslunarsamningur við Kína er ósamrýmanlegur Evrópusambandsaðild. Þegar forsætisráðherra Kína kom í opinbera heimsókn nýlega lagði forsætisráðherra ofurkapp á að slíkur samningur yrði undirritaður áður en botn fæst í Evrópuviðræðurnar. Hvaða skilaboð voru send með því? Hvers konar pælingar liggja að baki þeirri afstöðu sem þessi dæmi sýna? Trúir forsætisráðherra að ekki þurfi að samhæfa aðgerðir ríkisstjórnarinnar á öllum sviðum til að vinna svo stóru máli fylgi, sem aðild að Evrópusambandinu er, og ljúka því? Hefur hann aldrei hugleitt hvað þarf til að fá þjóðina með?
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson Skoðun