Gott yfirlit yfir skemmtilegan feril Bjartmar Guðlaugsson skrifar 22. ágúst 2012 00:00 Sumarliði, hippinn og allir hinir er þriggja diska, sextíu laga safn sem spannar feril Bjartmars Guðlaugssonar og kom út í tilefni af sextugsafmæli hans fyrr í sumar. Bjartmar hóf ferilinn sem laga- og textasmiður og vakti athygli fyrir textana sína áður en hann fór sjálfur að syngja. Strax í laginu Súrmjólk (í hádeginu), sem Guðmundur Rúnar Lúðvíksson söng fyrst inn á plötu, kom hæfileiki Bjartmars til þess að fanga tíðarandann í ljós. Í því er hversdagslífið skoðað með augum fimm ára lyklabarns. Sá texti hitti beint í mark og það gera margir af textunum sem eru í afmælispakkanum. Bjartmar hefur gott brageyra, en það sem gerir textana hans svona skemmtilega er samt fyrst og fremst húmorinn, kjarnyrtar lýsingar og sýn hans á íslenskt þjóðlíf. Bjartmar hefur alveg sinn vinkil. Hann segir sögur af Íslendingum. Það er stundum ádeila í textunum hans, en hún er ekki aðalatriðið. Hjá Bjartmari fáum við að kynnast ótal skrautlegum persónum: nýhippahyskið vestur í bæ, blindfullur rammfalskur Samvinnukór, fyrirmyndarbarnið og félagsráðgjafinn koma upp í hugann. En þó að textarnir séu sterkasta hlið Bjartmars þá er hann fínn lagasmiður líka. Hann kann að búa til grípandi melódíur eins og heyrist glöggt í vinsælustu lögunum hans, Hippanum, Týndu kynslóðinni, Ég er ekki alki, Negril, Súrmjólkinni, Sumarliði er fullur, Járnkallinum, Sólarlanda og öllum hinum. Tónlistin er líka oftast flott, hvort sem við erum að tala um fyrstu plötuna (skemmtilega frumstæð), metsöluplötuna Í fylgd með fullorðnum (ofurpró og vel unnin, enda sáu Mezzoforte-strákarnir um undirleik), eða nýjustu plötuna, hina rokkuðu Skrýtnu veröld, sem kom út fyrir tveimur árum. Plötur Bjartmars hafa selst misvel, en eins og heyrist vel hér eru fín lög á „óvinsælu" plötunum líka. Þetta er mjög þéttur sextíu laga pakki. Í plötubæklingnum eru tvær ritgerðir um Bjartmar, önnur er eftir Jónatan Garðarsson, hin eftir Helga Seljan. Fyrir okkur nördana hefðu mátt vera nákvæmari upplýsingar um plötur Bjartmars, listi yfir hljóðfæraleikara og þess háttar. Það má líka velta fyrir sér hvort sú leið sem farin var í lagaröðun sé sú besta. Hvort tveggja er þó aukaatriði. Aðalatriðið er að hér er að finna gott yfirlit yfir feril Bjartmars og tónlistin hans og textarnir hafa staðist tímans tönn. Trausti Júlíusson Niðurstaða: Langþráð safn bestu laga Bjartmars Guðlaugssonar. Mest lesið Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Tónlist Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Lífið Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Menning Fleiri fréttir Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Veisla fyrir augu og eyru Ekki er allt gull sem glóir Þeir fátæku borga brúsann Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Er Lína Langsokkur woke? Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Barnaefni fyrir fullorðna Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Sjá meira
Sumarliði, hippinn og allir hinir er þriggja diska, sextíu laga safn sem spannar feril Bjartmars Guðlaugssonar og kom út í tilefni af sextugsafmæli hans fyrr í sumar. Bjartmar hóf ferilinn sem laga- og textasmiður og vakti athygli fyrir textana sína áður en hann fór sjálfur að syngja. Strax í laginu Súrmjólk (í hádeginu), sem Guðmundur Rúnar Lúðvíksson söng fyrst inn á plötu, kom hæfileiki Bjartmars til þess að fanga tíðarandann í ljós. Í því er hversdagslífið skoðað með augum fimm ára lyklabarns. Sá texti hitti beint í mark og það gera margir af textunum sem eru í afmælispakkanum. Bjartmar hefur gott brageyra, en það sem gerir textana hans svona skemmtilega er samt fyrst og fremst húmorinn, kjarnyrtar lýsingar og sýn hans á íslenskt þjóðlíf. Bjartmar hefur alveg sinn vinkil. Hann segir sögur af Íslendingum. Það er stundum ádeila í textunum hans, en hún er ekki aðalatriðið. Hjá Bjartmari fáum við að kynnast ótal skrautlegum persónum: nýhippahyskið vestur í bæ, blindfullur rammfalskur Samvinnukór, fyrirmyndarbarnið og félagsráðgjafinn koma upp í hugann. En þó að textarnir séu sterkasta hlið Bjartmars þá er hann fínn lagasmiður líka. Hann kann að búa til grípandi melódíur eins og heyrist glöggt í vinsælustu lögunum hans, Hippanum, Týndu kynslóðinni, Ég er ekki alki, Negril, Súrmjólkinni, Sumarliði er fullur, Járnkallinum, Sólarlanda og öllum hinum. Tónlistin er líka oftast flott, hvort sem við erum að tala um fyrstu plötuna (skemmtilega frumstæð), metsöluplötuna Í fylgd með fullorðnum (ofurpró og vel unnin, enda sáu Mezzoforte-strákarnir um undirleik), eða nýjustu plötuna, hina rokkuðu Skrýtnu veröld, sem kom út fyrir tveimur árum. Plötur Bjartmars hafa selst misvel, en eins og heyrist vel hér eru fín lög á „óvinsælu" plötunum líka. Þetta er mjög þéttur sextíu laga pakki. Í plötubæklingnum eru tvær ritgerðir um Bjartmar, önnur er eftir Jónatan Garðarsson, hin eftir Helga Seljan. Fyrir okkur nördana hefðu mátt vera nákvæmari upplýsingar um plötur Bjartmars, listi yfir hljóðfæraleikara og þess háttar. Það má líka velta fyrir sér hvort sú leið sem farin var í lagaröðun sé sú besta. Hvort tveggja er þó aukaatriði. Aðalatriðið er að hér er að finna gott yfirlit yfir feril Bjartmars og tónlistin hans og textarnir hafa staðist tímans tönn. Trausti Júlíusson Niðurstaða: Langþráð safn bestu laga Bjartmars Guðlaugssonar.
Mest lesið Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Tónlist Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Lífið Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Menning Fleiri fréttir Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Veisla fyrir augu og eyru Ekki er allt gull sem glóir Þeir fátæku borga brúsann Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Er Lína Langsokkur woke? Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Barnaefni fyrir fullorðna Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Sjá meira