Sérmerkjum líka landnemavörur Óli Kristján Ármannsson skrifar 25. ágúst 2012 06:00 Fagna ber viðleitni stjórnvalda í Suður-Afríku í að sporna við og vekja athygli á ofbeldi Ísraels í garð Palestínu með því að láta auðkenna sérstaklega vörur sem framleiddar eru í gyðingabyggðum vestan Jórdanar, og í Austur-Jerúsalem. Vakið hefur mikla reiði í Ísrael að vörur af þessum svæðum verði í Suður-Afríku eftirleiðis merktar og flokkaðar sem innflutningur frá hernámssvæðum í Palestínu, en ekki sem vörur frá Ísrael. Þannig greindi fréttastofa BBC frá því að ísraelska utanríkisráðuneytið teldi auðkenningu varanna „algjörlega óásættanlega" og dæmi um „helbera mismunun". Í yfirlýsingu sem ríkisstjórn Suður-Afríku sendi frá sér á miðvikudag segir hins vegar að ákvörðunin sé í samræmi við utanríkisstefnu landsins þar sem viðurkennd séu landamæri Ísraelsríkis líkt og þau voru dregin upp af Sameinuðu þjóðunum árið 1948. Þar með viðurkenni Suður-Afríka ekki hernumin landsvæði utan þess svæðis sem hluta af Ísrael. Þá sagði Jimmy Manyi, talsmaður stjórnvalda í Pretóríu, merkingu innfluttu varanna vera til þess að koma í veg fyrir að neytendur teldu varning af hernumdum svæðum eiga uppruna sinn í Ísrael. Stjórnvöld segjast ekki beina neinum tilmælum til fólks um hvernig það skuli haga innkaupum sínum, en auðkennið sé liður í því að gera neytendum betur kleift að stunda upplýst innkaup. Fólk viti þá hvenær vörur séu keyptar (eða ekki keyptar) frá ólöglegum landnámssvæðum Ísraela. Eðlilega sýna stjórnvöld í Suður-Afríku, þar sem áður var rekin aðskilnaðarstefna hvítra stjórnvalda, baráttu palestínsku þjóðarinnar skilning, enda býr hún við aðskilnaðarstefnu, ofbeldi og yfirgang Ísraels. Stjórnvöld hafa bent á að íbúar Suður-Afríku hafi notið stuðnings alþjóðasamfélagsins við að fá sínu órétti aflétt og hvetja íbúa landsins til að styðja baráttu palestínsku þjóðarinnar. Þá er ákvörðun Suður-Afríku ekki heldur sprottin upp úr neinu tómarúmi, því uppi hafa verið hugmyndir bæði í Danmörku og á Írlandi um að auðkenna „ísraelskar" vörur með landtökumerkimiða. Sömuleiðis fá vörur frá landnemabyggðum Ísraela ekki sama tollaafslátt hjá Evrópusambandinu og vörur sem framleiddar eru í Ísrael. Þessu hafa Ísraelar líka mótmælt. Ísland var undir lok síðasta árs fyrst vestrænna ríkja til að viðurkenna sjálfstæði Palestínu og bættist með því í hóp þeirra 130 af 197 aðildarríkjum Sameinuðu þjóðanna sem gert hafa hið sama. Síðan þá hefur Taíland bæst í hópinn. Sú staða sem uppi er fyrir botni Miðjarðarhafs er óþolandi og sjálfsagt er að Ísland leggist á árar með Suður-Afríku í að upplýsa neytendur um raunverulegan uppruna varnings sem þaðan kemur. Þannig getur Ísland líka haldið áfram að sýna öðrum vestrænum ríkjum gott fordæmi í afstöðu til framferðis Ísraela með því að láta virðingu fyrir mannréttindum ráða för fremur en aðra hagsmuni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Óli Kr. Ármannsson Mest lesið Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Leiðtogi sem nær árangri Birkir Jón Jónsson Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason Skoðun
Fagna ber viðleitni stjórnvalda í Suður-Afríku í að sporna við og vekja athygli á ofbeldi Ísraels í garð Palestínu með því að láta auðkenna sérstaklega vörur sem framleiddar eru í gyðingabyggðum vestan Jórdanar, og í Austur-Jerúsalem. Vakið hefur mikla reiði í Ísrael að vörur af þessum svæðum verði í Suður-Afríku eftirleiðis merktar og flokkaðar sem innflutningur frá hernámssvæðum í Palestínu, en ekki sem vörur frá Ísrael. Þannig greindi fréttastofa BBC frá því að ísraelska utanríkisráðuneytið teldi auðkenningu varanna „algjörlega óásættanlega" og dæmi um „helbera mismunun". Í yfirlýsingu sem ríkisstjórn Suður-Afríku sendi frá sér á miðvikudag segir hins vegar að ákvörðunin sé í samræmi við utanríkisstefnu landsins þar sem viðurkennd séu landamæri Ísraelsríkis líkt og þau voru dregin upp af Sameinuðu þjóðunum árið 1948. Þar með viðurkenni Suður-Afríka ekki hernumin landsvæði utan þess svæðis sem hluta af Ísrael. Þá sagði Jimmy Manyi, talsmaður stjórnvalda í Pretóríu, merkingu innfluttu varanna vera til þess að koma í veg fyrir að neytendur teldu varning af hernumdum svæðum eiga uppruna sinn í Ísrael. Stjórnvöld segjast ekki beina neinum tilmælum til fólks um hvernig það skuli haga innkaupum sínum, en auðkennið sé liður í því að gera neytendum betur kleift að stunda upplýst innkaup. Fólk viti þá hvenær vörur séu keyptar (eða ekki keyptar) frá ólöglegum landnámssvæðum Ísraela. Eðlilega sýna stjórnvöld í Suður-Afríku, þar sem áður var rekin aðskilnaðarstefna hvítra stjórnvalda, baráttu palestínsku þjóðarinnar skilning, enda býr hún við aðskilnaðarstefnu, ofbeldi og yfirgang Ísraels. Stjórnvöld hafa bent á að íbúar Suður-Afríku hafi notið stuðnings alþjóðasamfélagsins við að fá sínu órétti aflétt og hvetja íbúa landsins til að styðja baráttu palestínsku þjóðarinnar. Þá er ákvörðun Suður-Afríku ekki heldur sprottin upp úr neinu tómarúmi, því uppi hafa verið hugmyndir bæði í Danmörku og á Írlandi um að auðkenna „ísraelskar" vörur með landtökumerkimiða. Sömuleiðis fá vörur frá landnemabyggðum Ísraela ekki sama tollaafslátt hjá Evrópusambandinu og vörur sem framleiddar eru í Ísrael. Þessu hafa Ísraelar líka mótmælt. Ísland var undir lok síðasta árs fyrst vestrænna ríkja til að viðurkenna sjálfstæði Palestínu og bættist með því í hóp þeirra 130 af 197 aðildarríkjum Sameinuðu þjóðanna sem gert hafa hið sama. Síðan þá hefur Taíland bæst í hópinn. Sú staða sem uppi er fyrir botni Miðjarðarhafs er óþolandi og sjálfsagt er að Ísland leggist á árar með Suður-Afríku í að upplýsa neytendur um raunverulegan uppruna varnings sem þaðan kemur. Þannig getur Ísland líka haldið áfram að sýna öðrum vestrænum ríkjum gott fordæmi í afstöðu til framferðis Ísraela með því að láta virðingu fyrir mannréttindum ráða för fremur en aðra hagsmuni.
Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun
Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun