Bundin í báða skó? - Um Ísland í Evrópu Árni Páll Árnason skrifar 27. ágúst 2012 05:00 Í fyrri greinum hef ég rakið þann mikla ávinning sem varð af opnun íslensks efnahagslífs með EES-samningnum, en jafnframt hversu viðkvæmt hagkerfið reyndist vera fyrir frjálsum fjármagnshreyfingum. Ég hef líka rakið að evruríkin glíma í dag við afleiðingar misvægis sem er eðlislíkt því sem við höfum þurft við að etja. Spurningin sem við stöndum frammi fyrir er hvernig við getum áfram verið hluti af hinu evrópska viðskiptaumhverfi og hvort EES-samningurinn dugi okkur til þess eða hvort aðild að ESB færi okkur betri tæki til að verjast og sækja fram fyrir íslenska hagsmuni. En fyrst þurfum við að meta raunsætt stöðu okkar í dag. Við búum vissulega enn við marga kosti EES-samningsins. Íslensk fyrirtæki njóta aðgangs að evrópskum markaði fyrir vöru sína og þjónustu og við getum frjáls tekið okkur búsetu hvar sem er á hinu evrópska efnahagssvæði og fengið þar vinnu. En við höfum ekki getað lifað við frjálsar fjármagnshreyfingar og neyðst til þess að setja á gjaldeyrishöft. Þau verja okkur í dag fyrir afleiðingum þess misvægis sem fyrr var vikið að, en valda því líka að fjármagn streymir ekki til landsins til að þjónusta íslenskt efnahagslíf og fólk og fyrirtæki í milliríkjaviðskiptum lenda daglega í vandræðum vegna hafta. Samkeppnishæfustu fyrirtæki okkar kjósa að vaxa í útlöndum, fremur en á Íslandi, eins og ég rakti í þriggja greina flokki hér í vor. Eftir að greinarnar birtust spratt allmikil umræða um höftin, skaðsemi þeirra og leiðina út úr þeim. Það sem mér þótti standa upp úr eftir þá umræðu var að erfiðasta hindrunin í vegi afnáms hafta væri hin fullkomna óvissa sem væri um hvað það væri sem tæki við eftir höft. Mun krónan einungis taka dýfu í nokkra mánuði og ná svo aftur eðlilegu jafnvægisgengi eða getum við búist við langvinnu tímabili veiks gengis krónunnar með gósentíð útflutningsgreina en hörmulegum afleiðingum fyrir innlenda verslun, þjónustugreinar og skuldsett heimili? Allir þekkja aflandskrónuvandann og óþarfi að fjölyrða um hann. Aflandskrónurnar þurfa út og við verðum að geta losað þær út á kjörum sem við stöndum undir. Hitt gleymist oft í umræðunni að íslenskt efnahagslíf er nú þegar mjög skuldsett í erlendum gjaldeyri. Ríki, sveitarfélög, orkufyrirtæki og einstök fyrirtæki eru með erlendar skuldir. Til að greiða af þessum skuldum þarf að afla gjaldeyris. Nýir bankar eru í erlendri eigu og munu greiða arð til eigenda sinna úr landi á næstu árum. Til þess þarf líka gjaldeyri. Stærsti óvissuþátturinn sem háir okkur nú við afnám hafta er hvert raunverulegt heildarumfang þessara skuldbindinga er og hvort geta þjóðarinnar til að afla gjaldeyris mun standa undir því útflæði sem fyrirsjáanlegt er vegna þeirra á næstu áratugum. Er Ísland, með öðrum orðum, of skuldsett í erlendum gjaldeyri? Mikilvægasta verkefni næstu mánaða er að kortleggja þessa stöðu til fulls. Við það mat er mikilvægt að velta við hverjum steini, taka alla þætti með í reikninginn og vanmeta ekki útflæðisþrýstinginn. Við höfum til dæmis séð erlendar eignir lífeyrissjóðanna rýrna hlutfallslega á undanförnum árum og það er óumflýjanlegt að þeir verji miklum hluta handbærs fjár til fjárfestinga erlendis um leið og höftum verður aflétt, ef þeir eiga að ná að dreifa áhættu sinni og standa undir því hlutverki sem þeim hefur verið falið. Við verðum að gera ráð fyrir öllu slíku í þessu reikningsdæmi. Það borgar sig ekki að nálgast þetta verkefni með „þetta reddast" hugarfarinu. Þvert á móti er staðan sú að ef við tökum ekki allt með í reikninginn og vanmetum heildarumfang skuldbindinganna eru allar líkur á að krónan súnki við afnám gjaldeyrishafta og haldist veik um langa hríð, með hörmulegum afleiðingum fyrir efnahagslífið. En hvað er til ráða ef aflandskrónur og erlendar afborganir opinberra aðila og einkaaðila – allra hér á Íslandi – reynast meiri en sem nemur getu landsins til að skapa gjaldeyri? Þá bíður okkar mikilvægt verkefni, sem eru samningar við erlenda kröfuhafa um lækkun þessara skulda. Erlendir kröfuhafar hafa hag af því að Íslandi gangi vel og þeim getur ekki hugnast sú framtíðarsýn að íslenskt efnahagslíf læsist í doða vegna ofskuldsetningar. Við höfum í tvígang áður gripið til aðgerða sem greiddu fyrir skynsamlegum skuldaskilum við erlenda kröfuhafa. Fyrst settum við Neyðarlögin, sem vörðu hagkerfið. Næst var samið um skiptingu bankanna í gamla og nýja og svigrúm skapað fyrir úrvinnslu skulda heimila og fyrirtækja. Nú er síðasta verkefnið eftir: Að tryggja að Ísland í heild – ríkisrekstur sem einkarekstur – geti staðið undir erlendum skuldum. Ef þetta verkefni tekst vel er mögulegt að setja meiri kraft í afnám gjaldeyrishafta. Þá tekst líka að draga verulega úr hættunni á því að krónan nái sér ekki aftur á strik í kjölfar afnáms hafta. En eftir stendur þá spurningin um hvort krónan muni geta spjarað sig í eðlilegum viðskiptum á gjaldeyrismarkaði eftir að höft hafa verið afnumin. Getur krónan virkað án sérstakra stuðningsaðgerða og verður verðmyndun hennar eðlileg? Getum við lifað við þá umgjörð sem EES-samningurinn skapar um frjálst fjármagnsflæði? Ég leita áfram svara við því í næstu greinum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Páll Árnason Tengdar fréttir Skuldadagar. Um Ísland í Evrópu Í fyrri greinum hef ég rakið þann mikla ávinning sem við höfum haft af opnun hagkerfisins með EES-samningnum en líka rætt hversu berskjölduð við urðum þá fyrir hræringum á alþjóðlegum fjármálamörkuðum. Markmið okkar hlýtur nú að vera að koma Íslandi aftur í full tengsl við hið alþjóðlega viðskiptaumhverfi, en tryggja okkur líka fullnægjandi hagvarnir svo að við verðum ekki aftur jafn berskjölduð og við höfum verið síðustu ár. Og stóra spurningin er hvort það sé mögulegt innan EES eða hvort það verði auðveldara með aðild að ESB? 21. ágúst 2012 06:00 Þar sem Evrópa endar? Um Ísland í Evrópu Við lifum mikla umbrotatíma. Óþarfi er að fjölyrða um íslenskt banka- og gjaldeyrishrun og afleiðingar þess. Um alla Evrópu hafa afleiðingar fjármálakreppunnar árið 2008 líka verið miklar og langvarandi. Allar þessar hræringar vekja spurningar um evrópskt efnahagssamstarf og gildi þess. 16. ágúst 2012 06:00 Frjáls við ysta haf? Um Ísland í Evrópu Í síðustu grein rakti ég hinn mikla ávinning sem orðið hefur af þátttöku Íslands í evrópskri efnahagssamvinnu, frá aðild okkar að EES-samningnum. 17. ágúst 2012 06:00 Er duna jarðarstríð. Um Ísland í Evrópu Í síðustu greinum hef ég rakið ávinninginn af þátttöku Íslands í evrópskri efnahagssamvinnu, frá aðild okkar að EES-samningnum, en líka fjallað um hversu vanbúið íslenskt efnahagslíf var til að ganga inn í fullkomlega frjálst viðskiptaumhverfi þegar EES-samningurinn tók gildi. 18. ágúst 2012 06:00 Mest lesið Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Í fyrri greinum hef ég rakið þann mikla ávinning sem varð af opnun íslensks efnahagslífs með EES-samningnum, en jafnframt hversu viðkvæmt hagkerfið reyndist vera fyrir frjálsum fjármagnshreyfingum. Ég hef líka rakið að evruríkin glíma í dag við afleiðingar misvægis sem er eðlislíkt því sem við höfum þurft við að etja. Spurningin sem við stöndum frammi fyrir er hvernig við getum áfram verið hluti af hinu evrópska viðskiptaumhverfi og hvort EES-samningurinn dugi okkur til þess eða hvort aðild að ESB færi okkur betri tæki til að verjast og sækja fram fyrir íslenska hagsmuni. En fyrst þurfum við að meta raunsætt stöðu okkar í dag. Við búum vissulega enn við marga kosti EES-samningsins. Íslensk fyrirtæki njóta aðgangs að evrópskum markaði fyrir vöru sína og þjónustu og við getum frjáls tekið okkur búsetu hvar sem er á hinu evrópska efnahagssvæði og fengið þar vinnu. En við höfum ekki getað lifað við frjálsar fjármagnshreyfingar og neyðst til þess að setja á gjaldeyrishöft. Þau verja okkur í dag fyrir afleiðingum þess misvægis sem fyrr var vikið að, en valda því líka að fjármagn streymir ekki til landsins til að þjónusta íslenskt efnahagslíf og fólk og fyrirtæki í milliríkjaviðskiptum lenda daglega í vandræðum vegna hafta. Samkeppnishæfustu fyrirtæki okkar kjósa að vaxa í útlöndum, fremur en á Íslandi, eins og ég rakti í þriggja greina flokki hér í vor. Eftir að greinarnar birtust spratt allmikil umræða um höftin, skaðsemi þeirra og leiðina út úr þeim. Það sem mér þótti standa upp úr eftir þá umræðu var að erfiðasta hindrunin í vegi afnáms hafta væri hin fullkomna óvissa sem væri um hvað það væri sem tæki við eftir höft. Mun krónan einungis taka dýfu í nokkra mánuði og ná svo aftur eðlilegu jafnvægisgengi eða getum við búist við langvinnu tímabili veiks gengis krónunnar með gósentíð útflutningsgreina en hörmulegum afleiðingum fyrir innlenda verslun, þjónustugreinar og skuldsett heimili? Allir þekkja aflandskrónuvandann og óþarfi að fjölyrða um hann. Aflandskrónurnar þurfa út og við verðum að geta losað þær út á kjörum sem við stöndum undir. Hitt gleymist oft í umræðunni að íslenskt efnahagslíf er nú þegar mjög skuldsett í erlendum gjaldeyri. Ríki, sveitarfélög, orkufyrirtæki og einstök fyrirtæki eru með erlendar skuldir. Til að greiða af þessum skuldum þarf að afla gjaldeyris. Nýir bankar eru í erlendri eigu og munu greiða arð til eigenda sinna úr landi á næstu árum. Til þess þarf líka gjaldeyri. Stærsti óvissuþátturinn sem háir okkur nú við afnám hafta er hvert raunverulegt heildarumfang þessara skuldbindinga er og hvort geta þjóðarinnar til að afla gjaldeyris mun standa undir því útflæði sem fyrirsjáanlegt er vegna þeirra á næstu áratugum. Er Ísland, með öðrum orðum, of skuldsett í erlendum gjaldeyri? Mikilvægasta verkefni næstu mánaða er að kortleggja þessa stöðu til fulls. Við það mat er mikilvægt að velta við hverjum steini, taka alla þætti með í reikninginn og vanmeta ekki útflæðisþrýstinginn. Við höfum til dæmis séð erlendar eignir lífeyrissjóðanna rýrna hlutfallslega á undanförnum árum og það er óumflýjanlegt að þeir verji miklum hluta handbærs fjár til fjárfestinga erlendis um leið og höftum verður aflétt, ef þeir eiga að ná að dreifa áhættu sinni og standa undir því hlutverki sem þeim hefur verið falið. Við verðum að gera ráð fyrir öllu slíku í þessu reikningsdæmi. Það borgar sig ekki að nálgast þetta verkefni með „þetta reddast" hugarfarinu. Þvert á móti er staðan sú að ef við tökum ekki allt með í reikninginn og vanmetum heildarumfang skuldbindinganna eru allar líkur á að krónan súnki við afnám gjaldeyrishafta og haldist veik um langa hríð, með hörmulegum afleiðingum fyrir efnahagslífið. En hvað er til ráða ef aflandskrónur og erlendar afborganir opinberra aðila og einkaaðila – allra hér á Íslandi – reynast meiri en sem nemur getu landsins til að skapa gjaldeyri? Þá bíður okkar mikilvægt verkefni, sem eru samningar við erlenda kröfuhafa um lækkun þessara skulda. Erlendir kröfuhafar hafa hag af því að Íslandi gangi vel og þeim getur ekki hugnast sú framtíðarsýn að íslenskt efnahagslíf læsist í doða vegna ofskuldsetningar. Við höfum í tvígang áður gripið til aðgerða sem greiddu fyrir skynsamlegum skuldaskilum við erlenda kröfuhafa. Fyrst settum við Neyðarlögin, sem vörðu hagkerfið. Næst var samið um skiptingu bankanna í gamla og nýja og svigrúm skapað fyrir úrvinnslu skulda heimila og fyrirtækja. Nú er síðasta verkefnið eftir: Að tryggja að Ísland í heild – ríkisrekstur sem einkarekstur – geti staðið undir erlendum skuldum. Ef þetta verkefni tekst vel er mögulegt að setja meiri kraft í afnám gjaldeyrishafta. Þá tekst líka að draga verulega úr hættunni á því að krónan nái sér ekki aftur á strik í kjölfar afnáms hafta. En eftir stendur þá spurningin um hvort krónan muni geta spjarað sig í eðlilegum viðskiptum á gjaldeyrismarkaði eftir að höft hafa verið afnumin. Getur krónan virkað án sérstakra stuðningsaðgerða og verður verðmyndun hennar eðlileg? Getum við lifað við þá umgjörð sem EES-samningurinn skapar um frjálst fjármagnsflæði? Ég leita áfram svara við því í næstu greinum.
Skuldadagar. Um Ísland í Evrópu Í fyrri greinum hef ég rakið þann mikla ávinning sem við höfum haft af opnun hagkerfisins með EES-samningnum en líka rætt hversu berskjölduð við urðum þá fyrir hræringum á alþjóðlegum fjármálamörkuðum. Markmið okkar hlýtur nú að vera að koma Íslandi aftur í full tengsl við hið alþjóðlega viðskiptaumhverfi, en tryggja okkur líka fullnægjandi hagvarnir svo að við verðum ekki aftur jafn berskjölduð og við höfum verið síðustu ár. Og stóra spurningin er hvort það sé mögulegt innan EES eða hvort það verði auðveldara með aðild að ESB? 21. ágúst 2012 06:00
Þar sem Evrópa endar? Um Ísland í Evrópu Við lifum mikla umbrotatíma. Óþarfi er að fjölyrða um íslenskt banka- og gjaldeyrishrun og afleiðingar þess. Um alla Evrópu hafa afleiðingar fjármálakreppunnar árið 2008 líka verið miklar og langvarandi. Allar þessar hræringar vekja spurningar um evrópskt efnahagssamstarf og gildi þess. 16. ágúst 2012 06:00
Frjáls við ysta haf? Um Ísland í Evrópu Í síðustu grein rakti ég hinn mikla ávinning sem orðið hefur af þátttöku Íslands í evrópskri efnahagssamvinnu, frá aðild okkar að EES-samningnum. 17. ágúst 2012 06:00
Er duna jarðarstríð. Um Ísland í Evrópu Í síðustu greinum hef ég rakið ávinninginn af þátttöku Íslands í evrópskri efnahagssamvinnu, frá aðild okkar að EES-samningnum, en líka fjallað um hversu vanbúið íslenskt efnahagslíf var til að ganga inn í fullkomlega frjálst viðskiptaumhverfi þegar EES-samningurinn tók gildi. 18. ágúst 2012 06:00
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun
Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun
Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun