Aron: Fattaði ekki að mörkin komu með svo stuttu millibili Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 28. ágúst 2012 07:00 Aron Vakti mikla athygli í Danmörku í gær. Aron Jóhannsson skráði nafn sitt í sögubækurnar í gær þegar hann skoraði öll fjögur mörk sinna manna í AGF í 4-1 útisigri á Horsens í dönsku úrvalsdeildinni í gær. Fyrstu þrjú mörkin skoraði hann á þremur mínútum og 50 sekúndum og bætti hann þar með fimmtán ára gamalt met Ebbe Sand sem hafði skorað þrennu á fjórum mínútum og tveimur sekúndum í úrvalsdeildarleik árið 1997. En Aron var þar með ekki hættur. Hann bætti fjórða markinu við úr vítaspyrnu í upphafi síðari hálfleiks. Það kom sextán mínútum eftir fyrsta markið og er það einnig met í sögu dönsku deildarinnar. „Þetta var ekki amalegt," sagði Aron í léttum dúr við Fréttablaðið eftir leikinn í gær. „Ef ég á reyndar að segja alveg satt þá fattaði ég ekki að þessi þrjú mörk komu með svona skömmu millibili. Ég hélt að þetta hefði komið á 10-15 mínútna kafla. Ég fékk svo að vita þetta eftir leikinn og var ég auðvitað glaður við að heyra það," bætti hann við. Hann var svo tekinn af velli á 68. mínútu og neitar Aron því ekki að það hefði verið gaman að fá að klára leikinn. „Sigurinn var svo gott sem tryggður og þjálfarinn vildi greinilega hvíla leikmenn," sagði Aron, sem hefur verið í byrjunarliði AGF í öllum leikjum tímabilsins. „Ég hef fundið fyrir miklu trausti frá þjálfaranum sem er mjög gott fyrir mig." Þetta var annar sigur AGF á tímabilinu og er liðið með átta stig að loknum sjö leikjum. „Við vissum fyrir leikinn að við þyrftum á sjö stigum að halda. Við spiluðum vel strax frá fyrstu mínútu og fengum þrjú stig. Ég gæti ekki verið ánægðari. Við sýndum í dag að við getum spilað góðan fótbolta." Fótbolti á Norðurlöndum Pepsi Max-deild karla Mest lesið Leik lokið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Sport Í beinni: FH - ÍA | Verða Skagamenn fyrstir til að sækja sigur í Kaplakrika? Íslenski boltinn Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Tap setur Ísland í erfiða stöðu Handbolti Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Enski boltinn Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Enski boltinn Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Í beinni: FH - ÍA | Verða Skagamenn fyrstir til að sækja sigur í Kaplakrika? Í beinni: KR - Afturelding | Sex stiga leikur á Meistaravöllum Spánn skiptir þjálfaranum út Fengu loksins leyfi til að spila spænskan deildarleik í Miami Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Barcelona rúllaði yfir Como Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Brøndby náði í sigur heimafyrir Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Ísak nældi í gult í tapi Sjá meira
Aron Jóhannsson skráði nafn sitt í sögubækurnar í gær þegar hann skoraði öll fjögur mörk sinna manna í AGF í 4-1 útisigri á Horsens í dönsku úrvalsdeildinni í gær. Fyrstu þrjú mörkin skoraði hann á þremur mínútum og 50 sekúndum og bætti hann þar með fimmtán ára gamalt met Ebbe Sand sem hafði skorað þrennu á fjórum mínútum og tveimur sekúndum í úrvalsdeildarleik árið 1997. En Aron var þar með ekki hættur. Hann bætti fjórða markinu við úr vítaspyrnu í upphafi síðari hálfleiks. Það kom sextán mínútum eftir fyrsta markið og er það einnig met í sögu dönsku deildarinnar. „Þetta var ekki amalegt," sagði Aron í léttum dúr við Fréttablaðið eftir leikinn í gær. „Ef ég á reyndar að segja alveg satt þá fattaði ég ekki að þessi þrjú mörk komu með svona skömmu millibili. Ég hélt að þetta hefði komið á 10-15 mínútna kafla. Ég fékk svo að vita þetta eftir leikinn og var ég auðvitað glaður við að heyra það," bætti hann við. Hann var svo tekinn af velli á 68. mínútu og neitar Aron því ekki að það hefði verið gaman að fá að klára leikinn. „Sigurinn var svo gott sem tryggður og þjálfarinn vildi greinilega hvíla leikmenn," sagði Aron, sem hefur verið í byrjunarliði AGF í öllum leikjum tímabilsins. „Ég hef fundið fyrir miklu trausti frá þjálfaranum sem er mjög gott fyrir mig." Þetta var annar sigur AGF á tímabilinu og er liðið með átta stig að loknum sjö leikjum. „Við vissum fyrir leikinn að við þyrftum á sjö stigum að halda. Við spiluðum vel strax frá fyrstu mínútu og fengum þrjú stig. Ég gæti ekki verið ánægðari. Við sýndum í dag að við getum spilað góðan fótbolta."
Fótbolti á Norðurlöndum Pepsi Max-deild karla Mest lesið Leik lokið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Sport Í beinni: FH - ÍA | Verða Skagamenn fyrstir til að sækja sigur í Kaplakrika? Íslenski boltinn Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Tap setur Ísland í erfiða stöðu Handbolti Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Enski boltinn Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Enski boltinn Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Í beinni: FH - ÍA | Verða Skagamenn fyrstir til að sækja sigur í Kaplakrika? Í beinni: KR - Afturelding | Sex stiga leikur á Meistaravöllum Spánn skiptir þjálfaranum út Fengu loksins leyfi til að spila spænskan deildarleik í Miami Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Barcelona rúllaði yfir Como Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Brøndby náði í sigur heimafyrir Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Ísak nældi í gult í tapi Sjá meira
Leik lokið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn
Leik lokið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn