Repúblikanar þinga í skugga fellibyls 30. ágúst 2012 03:00 Mitt Romney og ann eiginkona hans Í dag er röðin komin að Romney að flytja ræðu, en Ann ávarpaði landsþing repúblikana á þriðjudag.nordicphotos/AFP Meðan fellibylurinn Ísak herjaði á íbúa New Orleans fylgdust repúblikanar almennt í Bandaríkjunum spenntir með landsþingi flokksins í Tampa, þar sem allir helstu leiðtogar flokksins flytja ræður. Mikið úrhelli fylgdi fellibylnum en hvassviðrið varð aldrei jafn mikið og íbúar á þessum slóðum kynntust fyrir sjö árum, þegar fellibylurinn Katrína reið þar yfir. Hundruð þúsunda yfirgáfu engu að síður heimili sín í öryggisskyni, en fellibylurinn fór hægt yfir og hellti ógrynni vatns yfir íbúa í Louisiana-ríki. Á landsþingi repúblikana var röðin í gær komin að ræðu Pauls Ryan, varaforsetaefnis flokksins, sem afar skiptar skoðanir eru um meðal Bandaríkjamanna. Íhaldssamir frjálshyggjumenn hafa fagnað honum ákaft, en umdeildar fjárlagahugmyndir hans hafa farið misjafnlega í kjósendur. Samkvæmt nýrri skoðanakönnun frá Pew-rannsóknarmiðstöðinni og dagblaðinu The Washington Post er algengast að Bandaríkjamenn telji hann bæði íhaldssaman og gáfaðan, en jafnframt hálfgerðan loddara og þykjustumann. Í ræðu sinni í gærkvöld þurfti Ryan að tryggja sér og Mitt Romney, forsetaefni flokksins, stuðning sem flestra óákveðinna kjósenda sem geta ráðið úrslitum í forsetakosningunum í nóvember. Stuðningsmenn Baracks Obama forseta notuðu hins vegar daginn í gær til að birta myndband þar sem dregin er upp sú mynd af Ryan að hann sé stjórnmálamaður frá löngu liðnum tíma, sem vilji meðal annars rústa heilbrigðistryggingakerfi eldri borgara. Í gær skaut svo upp kollinum Condoleezza Rice, fyrrverandi utanríkisráðherra úr stjórn George W. Bush, sem flutti ræðu á landsþinginu. Þetta er í fyrsta sinn sem hún blandar sér að ráði í bandarísk stjórnmál eftir að hún lét af ráðherraembætti. Í dag flytur svo Romney, forsetaefnið sjálft, sína ræðu þar. Eiginkona hans, Ann Romney, ávarpaði þingið á miðvikudagskvöld þar sem hún talaði meðal annars um 43 ára hjónaband þeirra og þá margvíslegu erfiðleika sem verkalýðsfjölskyldur eiga við að stríða: „Ef þið hlustið vandlega, þá heyrið þið að konurnar andvarpa aðeins hærra en karlarnir. Svona er það bara, er það ekki? Það eru mæðurnar sem alltaf þurfa að leggja aðeins meira á sig til að koma öllu í rétt horf," sagði hún. Skoðanakannanir sýna að mjótt er á mununum. Kjósendur virðast treysta Romney betur í efnahagsmálum, en kunna almennt betur við Obama. gudsteinn@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Innlent Skilji áhyggjurnar Innlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Fleiri fréttir Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Hæstiréttur hafnar Alex Jones Sjá meira
Meðan fellibylurinn Ísak herjaði á íbúa New Orleans fylgdust repúblikanar almennt í Bandaríkjunum spenntir með landsþingi flokksins í Tampa, þar sem allir helstu leiðtogar flokksins flytja ræður. Mikið úrhelli fylgdi fellibylnum en hvassviðrið varð aldrei jafn mikið og íbúar á þessum slóðum kynntust fyrir sjö árum, þegar fellibylurinn Katrína reið þar yfir. Hundruð þúsunda yfirgáfu engu að síður heimili sín í öryggisskyni, en fellibylurinn fór hægt yfir og hellti ógrynni vatns yfir íbúa í Louisiana-ríki. Á landsþingi repúblikana var röðin í gær komin að ræðu Pauls Ryan, varaforsetaefnis flokksins, sem afar skiptar skoðanir eru um meðal Bandaríkjamanna. Íhaldssamir frjálshyggjumenn hafa fagnað honum ákaft, en umdeildar fjárlagahugmyndir hans hafa farið misjafnlega í kjósendur. Samkvæmt nýrri skoðanakönnun frá Pew-rannsóknarmiðstöðinni og dagblaðinu The Washington Post er algengast að Bandaríkjamenn telji hann bæði íhaldssaman og gáfaðan, en jafnframt hálfgerðan loddara og þykjustumann. Í ræðu sinni í gærkvöld þurfti Ryan að tryggja sér og Mitt Romney, forsetaefni flokksins, stuðning sem flestra óákveðinna kjósenda sem geta ráðið úrslitum í forsetakosningunum í nóvember. Stuðningsmenn Baracks Obama forseta notuðu hins vegar daginn í gær til að birta myndband þar sem dregin er upp sú mynd af Ryan að hann sé stjórnmálamaður frá löngu liðnum tíma, sem vilji meðal annars rústa heilbrigðistryggingakerfi eldri borgara. Í gær skaut svo upp kollinum Condoleezza Rice, fyrrverandi utanríkisráðherra úr stjórn George W. Bush, sem flutti ræðu á landsþinginu. Þetta er í fyrsta sinn sem hún blandar sér að ráði í bandarísk stjórnmál eftir að hún lét af ráðherraembætti. Í dag flytur svo Romney, forsetaefnið sjálft, sína ræðu þar. Eiginkona hans, Ann Romney, ávarpaði þingið á miðvikudagskvöld þar sem hún talaði meðal annars um 43 ára hjónaband þeirra og þá margvíslegu erfiðleika sem verkalýðsfjölskyldur eiga við að stríða: „Ef þið hlustið vandlega, þá heyrið þið að konurnar andvarpa aðeins hærra en karlarnir. Svona er það bara, er það ekki? Það eru mæðurnar sem alltaf þurfa að leggja aðeins meira á sig til að koma öllu í rétt horf," sagði hún. Skoðanakannanir sýna að mjótt er á mununum. Kjósendur virðast treysta Romney betur í efnahagsmálum, en kunna almennt betur við Obama. gudsteinn@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Innlent Skilji áhyggjurnar Innlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Fleiri fréttir Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Hæstiréttur hafnar Alex Jones Sjá meira