Gjöfult samband 30. ágúst 2012 00:01 Eivör Pálsdóttir Strax og ég sá Eivøru Pálsdóttur syngja á tónleikum í fyrsta sinn varð mér ljóst að þarna væri engin meðalmanneskja á ferð. Eivør er mögnuð söngkona og býr yfir náttúrulegum tónlistarhæfileikum sem aðeins þeim bestu eru gefnir. Hún hefur fengist við alls konar tónlist: Hún rokkaði með Clickhaze, söng sveitatónlist með Kanadamanninum Bill Bourne, bauð upp á fagmannlega unnið þjóðlagapopp með Íranum Dónal Lunny og gerði eina plötu með Stórsveit danska ríkisútvarpsins, svo við nefnum nokkur dæmi. Sönghæfileikar Eivarar koma alltaf í gegn, en tónlistin sem hún hefur gefið út með öllum þessum ólíku samstarfsmönnum er mjög misáhugaverð. Manni hefur stundum fundist að hæfileikar hennar fengju ekki alveg að njóta sín. Eivør vann nýju plötuna, Room, með eiginmanni sínum Tróndi Bogasyni. Þau semja flest lögin og textana, saman eða hvort í sínu lagi. Tróndur sá um útsetningar og saman stjórnuðu þau upptökunum. Og það er mikið gleðiefni að samstarf þeirra hjóna skuli virka svona vel. Room er mjög vel gerð og sannfærandi plata og á meðal þess allra besta sem Eivør hefur gert. Það eru mörg umfjöllunarefni á Room. Fyrirferðarmest er ástin, æskuárin og fráfall ástvinar (faðir Eivarar féll skyndilega frá á síðasta ári). Textarnir eru allir á ensku, en það kemur ekki að sök. Tónlistin á Room er góð blanda af fáguðu poppi og þjóðlagatónlist. Hún minnir af og til á Björk eða Kate Bush, en samt er tónlistin mjög persónuleg og fyrst og fremst Eivarar. Útsetningarnar eru fagmannlegar og flottar. Píanóið er stundum áberandi og rödd Eivarar fær alltaf að njóta sín. Á heildina litið er Room frábær plata. Ein af bestu plötum Eivarar Pálsdóttur. Trausti Júlíusson Mest lesið Viðtöl ársins 2024: Óvænt andlát, ófrjósemi og flutningar til Bandaríkjanna Lífið Andrew Garfield á Íslandi Lífið Blökastið hringir inn nýja árið með Nýársbingó Lífið Margmenni í Bláfjöllum Lífið Katrín Tanja trúlofuð Lífið Dagbók móður: „Munum við fara fjárhagslega á hausinn?“ Áskorun Brúðkaup ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Strax og ég sá Eivøru Pálsdóttur syngja á tónleikum í fyrsta sinn varð mér ljóst að þarna væri engin meðalmanneskja á ferð. Eivør er mögnuð söngkona og býr yfir náttúrulegum tónlistarhæfileikum sem aðeins þeim bestu eru gefnir. Hún hefur fengist við alls konar tónlist: Hún rokkaði með Clickhaze, söng sveitatónlist með Kanadamanninum Bill Bourne, bauð upp á fagmannlega unnið þjóðlagapopp með Íranum Dónal Lunny og gerði eina plötu með Stórsveit danska ríkisútvarpsins, svo við nefnum nokkur dæmi. Sönghæfileikar Eivarar koma alltaf í gegn, en tónlistin sem hún hefur gefið út með öllum þessum ólíku samstarfsmönnum er mjög misáhugaverð. Manni hefur stundum fundist að hæfileikar hennar fengju ekki alveg að njóta sín. Eivør vann nýju plötuna, Room, með eiginmanni sínum Tróndi Bogasyni. Þau semja flest lögin og textana, saman eða hvort í sínu lagi. Tróndur sá um útsetningar og saman stjórnuðu þau upptökunum. Og það er mikið gleðiefni að samstarf þeirra hjóna skuli virka svona vel. Room er mjög vel gerð og sannfærandi plata og á meðal þess allra besta sem Eivør hefur gert. Það eru mörg umfjöllunarefni á Room. Fyrirferðarmest er ástin, æskuárin og fráfall ástvinar (faðir Eivarar féll skyndilega frá á síðasta ári). Textarnir eru allir á ensku, en það kemur ekki að sök. Tónlistin á Room er góð blanda af fáguðu poppi og þjóðlagatónlist. Hún minnir af og til á Björk eða Kate Bush, en samt er tónlistin mjög persónuleg og fyrst og fremst Eivarar. Útsetningarnar eru fagmannlegar og flottar. Píanóið er stundum áberandi og rödd Eivarar fær alltaf að njóta sín. Á heildina litið er Room frábær plata. Ein af bestu plötum Eivarar Pálsdóttur. Trausti Júlíusson
Mest lesið Viðtöl ársins 2024: Óvænt andlát, ófrjósemi og flutningar til Bandaríkjanna Lífið Andrew Garfield á Íslandi Lífið Blökastið hringir inn nýja árið með Nýársbingó Lífið Margmenni í Bláfjöllum Lífið Katrín Tanja trúlofuð Lífið Dagbók móður: „Munum við fara fjárhagslega á hausinn?“ Áskorun Brúðkaup ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira