Ágætir unglingar Ólafur Þ. Stephensen skrifar 5. september 2012 06:00 Miklu lengur en elztu menn muna hefur hver kynslóð hneykslazt á þeirri næstu á eftir, gjarnan undir slagorðinu vinsæla „heimur versnandi fer". Þeim eldri finnst siðgæði, vinnusemi og mannkostum gjarnan fara hnignandi hjá kynslóð afkomendanna. Nú eru tuttugu ár liðin frá því að kerfisbundnar rannsóknir hófust á högum ungs fólks á Íslandi, í efri bekkjum grunnskóla og í framhaldsskólum. Undanfarin ár hefur rannsóknafyrirtækið Rannsóknir og greining, í samstarfi við mennta- og menningarmálaráðuneytið og Háskólann í Reykjavík, annazt þessar rannsóknir. Niðurstöðurnar hafa veitt miklar og ýtarlegar upplýsingar um hagi íslenzkra unglinga, sem fræðimenn og stjórnvöld hjá ríki og sveitarfélögum hafa nýtt til að leitast við að taka á vandamálum og bæta aðbúnað og þjónustu við þennan aldurshóp. Í vikunni kom út nýjasta rannsóknin, byggð á spurningakönnun meðal krakka í þremur efstu bekkjum grunnskóla um allt land, með samanburði við niðurstöður fyrri ára. Niðurstöðurnar benda eindregið til þess að tuðið í eldri kynslóðum um versnandi heim eigi við fá rök að styðjast. Unglingarnir okkar fara þannig síður í partí en jafnaldrar þeirra fyrir tuttugu árum gerðu, reykja og drekka miklu minna og neyta síður kannabisefna, þótt neyzla síðastnefndu efnanna hafi staðið í stað síðustu árin. Þessi börn eru miklu duglegri að stunda íþróttir en foreldrar þeirra, borða miklu meira af grænmeti og ávöxtum en minna sælgæti og líður upp til hópa vel bæði andlega og líkamlega. Þeim hefur fækkað sem leiðist í skólanum eða telja námið tilgangslaust, færri vinna með skólanum en engu að síður telja langflestir efnahag fjölskyldunnar í lagi. Bóklestur hefur aukizt, en lestur blaða og tímarita reyndar dregizt verulega saman. Á því kann að vera sú skýring að þessi aldurshópur sækir sér fréttir miklu frekar á netið en í pappírsblöð, en vekur samt þá sem vinna við að búa til blöð óneitanlega til umhugsunar um hvernig fréttum og fróðleik verði bezt komið á framfæri við þennan aldurshóp á stafrænu formi. Foreldrar unglinganna virðast líka hafa falið gömlu partímyndirnar og tekið hlutverk sitt föstum tökum, því að þessir krakkar eyða meiri tíma með foreldrum sínum en tíðkaðist fyrir tveimur áratugum, eru síður úti eftir að útivistartíma lýkur, foreldrarnir fylgjast betur með því í hvaða félagsskap þau eru og almennt eiga þau góðan aðgang að umhyggju, hlýju og góðum ráðum hjá foreldrum sínum. Þetta er jákvæð mynd og hefur þrátt fyrir efnahagshremmingar og alls konar samfélagsbreytingar farið heldur batnandi undanfarna tvo áratugi. Þar með er að sjálfsögðu ekki sagt að allt sé í himnalagi. Áhættuhóparnir eru til, sem verða áfengi og fíkniefnum að bráð, glíma við heilsu- og félagsvanda eða detta út úr námi. Rannsóknirnar gegna ekki sízt því hlutverki að finna þá hópa og finna leiðir til að sinna þeim betur. En það er mikið unnið með því að stækka sterka hópinn. Það virðist sem betur fer hafa tekizt alveg ágætlega. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir Skoðun
Miklu lengur en elztu menn muna hefur hver kynslóð hneykslazt á þeirri næstu á eftir, gjarnan undir slagorðinu vinsæla „heimur versnandi fer". Þeim eldri finnst siðgæði, vinnusemi og mannkostum gjarnan fara hnignandi hjá kynslóð afkomendanna. Nú eru tuttugu ár liðin frá því að kerfisbundnar rannsóknir hófust á högum ungs fólks á Íslandi, í efri bekkjum grunnskóla og í framhaldsskólum. Undanfarin ár hefur rannsóknafyrirtækið Rannsóknir og greining, í samstarfi við mennta- og menningarmálaráðuneytið og Háskólann í Reykjavík, annazt þessar rannsóknir. Niðurstöðurnar hafa veitt miklar og ýtarlegar upplýsingar um hagi íslenzkra unglinga, sem fræðimenn og stjórnvöld hjá ríki og sveitarfélögum hafa nýtt til að leitast við að taka á vandamálum og bæta aðbúnað og þjónustu við þennan aldurshóp. Í vikunni kom út nýjasta rannsóknin, byggð á spurningakönnun meðal krakka í þremur efstu bekkjum grunnskóla um allt land, með samanburði við niðurstöður fyrri ára. Niðurstöðurnar benda eindregið til þess að tuðið í eldri kynslóðum um versnandi heim eigi við fá rök að styðjast. Unglingarnir okkar fara þannig síður í partí en jafnaldrar þeirra fyrir tuttugu árum gerðu, reykja og drekka miklu minna og neyta síður kannabisefna, þótt neyzla síðastnefndu efnanna hafi staðið í stað síðustu árin. Þessi börn eru miklu duglegri að stunda íþróttir en foreldrar þeirra, borða miklu meira af grænmeti og ávöxtum en minna sælgæti og líður upp til hópa vel bæði andlega og líkamlega. Þeim hefur fækkað sem leiðist í skólanum eða telja námið tilgangslaust, færri vinna með skólanum en engu að síður telja langflestir efnahag fjölskyldunnar í lagi. Bóklestur hefur aukizt, en lestur blaða og tímarita reyndar dregizt verulega saman. Á því kann að vera sú skýring að þessi aldurshópur sækir sér fréttir miklu frekar á netið en í pappírsblöð, en vekur samt þá sem vinna við að búa til blöð óneitanlega til umhugsunar um hvernig fréttum og fróðleik verði bezt komið á framfæri við þennan aldurshóp á stafrænu formi. Foreldrar unglinganna virðast líka hafa falið gömlu partímyndirnar og tekið hlutverk sitt föstum tökum, því að þessir krakkar eyða meiri tíma með foreldrum sínum en tíðkaðist fyrir tveimur áratugum, eru síður úti eftir að útivistartíma lýkur, foreldrarnir fylgjast betur með því í hvaða félagsskap þau eru og almennt eiga þau góðan aðgang að umhyggju, hlýju og góðum ráðum hjá foreldrum sínum. Þetta er jákvæð mynd og hefur þrátt fyrir efnahagshremmingar og alls konar samfélagsbreytingar farið heldur batnandi undanfarna tvo áratugi. Þar með er að sjálfsögðu ekki sagt að allt sé í himnalagi. Áhættuhóparnir eru til, sem verða áfengi og fíkniefnum að bráð, glíma við heilsu- og félagsvanda eða detta út úr námi. Rannsóknirnar gegna ekki sízt því hlutverki að finna þá hópa og finna leiðir til að sinna þeim betur. En það er mikið unnið með því að stækka sterka hópinn. Það virðist sem betur fer hafa tekizt alveg ágætlega.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun