Rokk og raftaktar Trausti Júlíusson skrifar 6. september 2012 00:01 Dirty Beaches er hugarfóstur Alex Zhang Hungtai. Með honum í Hörpu spiluðu tveir hljóðfæraleikarar. fréttablaðið/vilhelm Stopover er ný tónleikaröð sem var hrundið af stað í Hörpu í vor, en að henni standa m.a. Kimi, Kex Hostel og Flugleiðir. Eins og nafnið bendir til gengur Stopover út á að fá hljómsveitir sem eru á leiðinni yfir Atlantshafið til þess að koma við í Reykjavík og spila á tónleikum. Aðrir tónleikarnir í Stopoverröðinni fóru fram í Kaldalónssalnum í Hörpu á þriðjudagskvöldið þegar kanadíska hljómsveitin Dirty Beaches spilaði þar ásamt Íslendingunum í Singapore Sling. Það var nánast fullur salur þegar Henrik Björnsson og félagar í Singapore Sling hófu leik. Nýjasta útgáfan af Sling er án trommuleikara, en auk Henriks er annar gítarleikari, bassaleikari og tvær stelpur sem spila á hristur í sveitinni. Singapore Sling er alltaf jafn svöl að sjá á sviðinu (Henrik með sólgleraugun og reykvélin á fullu) og tónlistin er sem fyrr töff rokk undir áhrifum frá Velvet Underground, Stooges og Jesus & Mary Chain. Hljómsveitin spilaði bæði lög af nýjustu plötunni sinni, Never Forever, og eldra efni. Þetta er sígild tónlist og kom vel út á tónleikunum þó að hljómsveitin hafi stundum verið þéttari og kraftmeiri. Singapore Sling endaði á fínni útgáfu af meistaraverkinu Life Is Killing My Rock?n?Roll og svo tók kanadíska sveitin við. Dirty Beaches er í raun verkefni eins manns, Alex Zhang Hungtai, en með honum í Hörpu spiluðu tveir hljóðfæraleikarar. Bæði söngstíll Alex og tónlistin sjálf eru undir miklum áhrifum frá New York-sveitinni Suicide og söngvara hennar Alan Vega. Þetta er svöl og oft á tíðum mjög skemmtileg samsuða af rokki, hörðum raftöktum og hljóðgerflasýru. Hljómsveitin tók nokkur lög af plötunni frábæru frá því í fyrra, Badlands og endaði svo með löngu hávaðaverki. Eftir uppklapp kom Alex aftur inn á sviðið og fékk tónleikagesti til að klappa takt fyrir sig svo hann gæti sungið eitt lag til viðbótar. Á heildina litið voru þetta fínir tónleikar. Stopover-hugmyndin er góð og óskandi að margar fleiri hljómsveitir verði gripnar á leiðinni yfir Atlantshafið. Mest lesið Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Tónlist Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Menning Fleiri fréttir Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Veisla fyrir augu og eyru Ekki er allt gull sem glóir Þeir fátæku borga brúsann Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Er Lína Langsokkur woke? Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Barnaefni fyrir fullorðna Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Sjá meira
Stopover er ný tónleikaröð sem var hrundið af stað í Hörpu í vor, en að henni standa m.a. Kimi, Kex Hostel og Flugleiðir. Eins og nafnið bendir til gengur Stopover út á að fá hljómsveitir sem eru á leiðinni yfir Atlantshafið til þess að koma við í Reykjavík og spila á tónleikum. Aðrir tónleikarnir í Stopoverröðinni fóru fram í Kaldalónssalnum í Hörpu á þriðjudagskvöldið þegar kanadíska hljómsveitin Dirty Beaches spilaði þar ásamt Íslendingunum í Singapore Sling. Það var nánast fullur salur þegar Henrik Björnsson og félagar í Singapore Sling hófu leik. Nýjasta útgáfan af Sling er án trommuleikara, en auk Henriks er annar gítarleikari, bassaleikari og tvær stelpur sem spila á hristur í sveitinni. Singapore Sling er alltaf jafn svöl að sjá á sviðinu (Henrik með sólgleraugun og reykvélin á fullu) og tónlistin er sem fyrr töff rokk undir áhrifum frá Velvet Underground, Stooges og Jesus & Mary Chain. Hljómsveitin spilaði bæði lög af nýjustu plötunni sinni, Never Forever, og eldra efni. Þetta er sígild tónlist og kom vel út á tónleikunum þó að hljómsveitin hafi stundum verið þéttari og kraftmeiri. Singapore Sling endaði á fínni útgáfu af meistaraverkinu Life Is Killing My Rock?n?Roll og svo tók kanadíska sveitin við. Dirty Beaches er í raun verkefni eins manns, Alex Zhang Hungtai, en með honum í Hörpu spiluðu tveir hljóðfæraleikarar. Bæði söngstíll Alex og tónlistin sjálf eru undir miklum áhrifum frá New York-sveitinni Suicide og söngvara hennar Alan Vega. Þetta er svöl og oft á tíðum mjög skemmtileg samsuða af rokki, hörðum raftöktum og hljóðgerflasýru. Hljómsveitin tók nokkur lög af plötunni frábæru frá því í fyrra, Badlands og endaði svo með löngu hávaðaverki. Eftir uppklapp kom Alex aftur inn á sviðið og fékk tónleikagesti til að klappa takt fyrir sig svo hann gæti sungið eitt lag til viðbótar. Á heildina litið voru þetta fínir tónleikar. Stopover-hugmyndin er góð og óskandi að margar fleiri hljómsveitir verði gripnar á leiðinni yfir Atlantshafið.
Mest lesið Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Tónlist Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Menning Fleiri fréttir Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Veisla fyrir augu og eyru Ekki er allt gull sem glóir Þeir fátæku borga brúsann Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Er Lína Langsokkur woke? Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Barnaefni fyrir fullorðna Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Sjá meira