Drama í úrvalsflokki Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 16. september 2012 08:00 Bíó. A Seperation Leikstjórn: Asghar Farhadi. Leikarar: Leila Hatami, Peyman Moaadi, Shahab Hosseini, Sareh Bayat, Sarina Farhadi. Þessi frábæra íranska kvikmynd frá því í fyrra hefur farið sigurför um heiminn, unnið til fjölda verðlauna og nemur nú loks land í íslenskum kvikmyndahúsum. Segir hún frá ungum hjónum í Teheran sem skilja að borði og sæng. Konan flytur burt, en eiginmaðurinn verður eftir í íbúð hjónanna ásamt unglingsdóttur þeirra og öldruðum föður sínum sem þjáist af Alzheim-er. Dag einn ræður hann fátæka og heittrúaða konu til þess að annast gamla manninn, en hún veldur starfinu illa og allt fer á endanum í háaloft. Myndin eyðir mörgum ranghugmyndum fáfróða vesturlandabúans um Íran. Tehran virðist nokkuð nútímaleg borg og frjálslyndi millistéttarinnar er meira en annarra. Þó þetta sé ekki aðalatriði myndarinnar liggur dramatíkin samt að stórum hluta í þessum mismunandi viðhorfum persónanna til trúarinnar og lífsins. Leikararnir eru algjörlega frábærir og þau Leila Hatami og Peyman Moaadi eru þar fremst meðal jafningja. Áhorfandinn trúir því að þau séu raunverulega hjón sem hafi eitt sinn verið ástfangin og hamingjusöm, en nú sé neistinn horfinn og þau eigi sér bjartari framtíð hvort í sínu lagi. Heimilishjálpin og vafasamur eiginmaður hennar vekja samúð og fyrirlitningu til skiptis og þessi „hversdagslegu" vandamál sem persónurnar glíma við kalla fram meiri spennu en flestar hasarmyndir sem ég hef séð nýverið. Leikstjórinn, sem einnig er handritshöfundur og framleiðandi myndarinnar, á mikið hrós skilið fyrir vönduð vinnubrögð og góða listræna dómgreind. Tökumaðurinn er með vélina í lófanum mest allan tímann og gerir það smekklega og þægilega. Þá er kvikmyndin án tónlistar alveg þar til stafir rúlla í blálokin. Sú ákvörðun var hárrétt, enda hefði músík sennilega þvælst fyrir og dregið úr áhrifamættinum. Skothelt handritið, góð leikstjórn og leikur í úrvalsflokki sjá um þetta hjálparlaust. Niðurstaða: Ein besta mynd síðasta árs. Mest lesið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Æskudraumurinn varð að veruleika Lífið Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Lífið Pitt og Jolie loksins skilin Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Stjörnulífið: Svona voru jólin hjá stjörnum landsins Lífið Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Tónlist Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Lífið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira
Bíó. A Seperation Leikstjórn: Asghar Farhadi. Leikarar: Leila Hatami, Peyman Moaadi, Shahab Hosseini, Sareh Bayat, Sarina Farhadi. Þessi frábæra íranska kvikmynd frá því í fyrra hefur farið sigurför um heiminn, unnið til fjölda verðlauna og nemur nú loks land í íslenskum kvikmyndahúsum. Segir hún frá ungum hjónum í Teheran sem skilja að borði og sæng. Konan flytur burt, en eiginmaðurinn verður eftir í íbúð hjónanna ásamt unglingsdóttur þeirra og öldruðum föður sínum sem þjáist af Alzheim-er. Dag einn ræður hann fátæka og heittrúaða konu til þess að annast gamla manninn, en hún veldur starfinu illa og allt fer á endanum í háaloft. Myndin eyðir mörgum ranghugmyndum fáfróða vesturlandabúans um Íran. Tehran virðist nokkuð nútímaleg borg og frjálslyndi millistéttarinnar er meira en annarra. Þó þetta sé ekki aðalatriði myndarinnar liggur dramatíkin samt að stórum hluta í þessum mismunandi viðhorfum persónanna til trúarinnar og lífsins. Leikararnir eru algjörlega frábærir og þau Leila Hatami og Peyman Moaadi eru þar fremst meðal jafningja. Áhorfandinn trúir því að þau séu raunverulega hjón sem hafi eitt sinn verið ástfangin og hamingjusöm, en nú sé neistinn horfinn og þau eigi sér bjartari framtíð hvort í sínu lagi. Heimilishjálpin og vafasamur eiginmaður hennar vekja samúð og fyrirlitningu til skiptis og þessi „hversdagslegu" vandamál sem persónurnar glíma við kalla fram meiri spennu en flestar hasarmyndir sem ég hef séð nýverið. Leikstjórinn, sem einnig er handritshöfundur og framleiðandi myndarinnar, á mikið hrós skilið fyrir vönduð vinnubrögð og góða listræna dómgreind. Tökumaðurinn er með vélina í lófanum mest allan tímann og gerir það smekklega og þægilega. Þá er kvikmyndin án tónlistar alveg þar til stafir rúlla í blálokin. Sú ákvörðun var hárrétt, enda hefði músík sennilega þvælst fyrir og dregið úr áhrifamættinum. Skothelt handritið, góð leikstjórn og leikur í úrvalsflokki sjá um þetta hjálparlaust. Niðurstaða: Ein besta mynd síðasta árs.
Mest lesið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Æskudraumurinn varð að veruleika Lífið Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Lífið Pitt og Jolie loksins skilin Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Stjörnulífið: Svona voru jólin hjá stjörnum landsins Lífið Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Tónlist Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Lífið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira