Ógöngur opinbers launakerfis Ólafur Þ. Stephensen skrifar 18. september 2012 06:00 Ákvörðun Guðbjarts Hannessonar velferðarráðherra um að hækka Björn Zoëga, forstjóra Landspítalans, duglega í launum, hefur dregið dilk á eftir sér. Eins og Fréttablaðið sagði frá á laugardaginn hefur launahækkun forstjórans magnað upp óánægju á spítalanum, þar sem niðurskurður og aukið vinnuálag hafa verið daglegt brauð starfsmanna. „Forstjórinn hefur gjarnan beitt því fyrir sig í pistlum og á fundum með starfsfólki að þau séu öll saman í liði í baráttunni, en hann hefur að margra mati sagt sig úr liðinu með því að þiggja hækkunina," sagði Elsa B. Friðfinnsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, í helgarblaðinu. Þessi áhrif á starfsandann á spítalanum hefur ráðherrann líklega ekki séð fyrir. Ákvörðun hans er að sumu leyti skiljanleg, að öðru leyti misráðin og fyrst og fremst varpar hún ljósi á þær ógöngur, sem launakerfi starfsmanna hins opinbera er komið í. Í fyrsta lagi undirstrikar þessi ákvörðun endanlega hvað sú stefna ríkisstjórnarinnar að enginn ríkisstarfsmaður eigi að hafa hærri laun en forsætisráðherra, er galin. Fyrir var forstjóri Landspítalans með umtalsvert hærri laun en forsætisráðherrann og er nú meira en tvöfalt hærri í launum. Það er vegna þess að hann tilheyrir hópi fólks sem er miklu meiri eftirspurn eftir en stjórnmálamönnum. Jafnvel eftir hækkun þættu launin ekki há forstjóralaun í einkafyrirtæki með viðlíka starfsmannafjölda og veltu. Í öðru lagi var það alveg skiljanlegt að ráðherrann gripi til þessara ráðstafana þegar forstjóra Landspítalans bauðst starf á spítala í útlöndum fyrir talsvert hærri laun. Hann hefur verið lykilmaður í því að ná niður kostnaði á spítalanum á erfiðum tímum og unnið gott starf við að halda rekstrinum innan fjárheimilda. Ráðherrann gerði forstjóranum kleift að bæta við sig vinnu í starfi sínu sem læknir og hækka þannig tekjur sínar. Þannig gerast kaupin á eyrinni í fyrirtækjum, þegar keppinautarnir bjóða í lykilfólk; oft er brugðizt við með því að hækka við það launin. Gallinn er bara sá að launakerfi opinberra starfsmanna gerir alls ekki ráð fyrir að hægt sé að bregðast við samkeppni með einstaklingsbundnum launaákvörðunum. Eins og starfsmenn Landspítalans hafa bent á, gildir það sama um þá marga og forstjórann, að þeim bjóðast betur launuð störf í útlöndum. Margt heilbrigðisstarfsfólk hefur raunar nú þegar þegið slík störf og spítalinn hefur ekki reynt að halda í það með því að bjóða betri kjör. Til lengri tíma litið leiðir þetta ósveigjanlega launakerfi Landspítalann og margar aðrar ríkisstofnanir í ógöngur. Þær munu verða undir í samkeppni um hæfasta fólkið. Það er brýnt að breyta launakerfinu þannig að það taki mið af því að starfsfólk er mismunandi eftirsótt. Sennilega hefur Guðbjartur Hannesson ekki haft hugmynd um að hann hefði slegið enn eina stoðina undan núverandi launakerfi ríkisstarfsmanna þegar hann tók skyndiákvörðun til að halda í hæfan starfsmann. Það blasir þó við að það gerði hann í raun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun
Ákvörðun Guðbjarts Hannessonar velferðarráðherra um að hækka Björn Zoëga, forstjóra Landspítalans, duglega í launum, hefur dregið dilk á eftir sér. Eins og Fréttablaðið sagði frá á laugardaginn hefur launahækkun forstjórans magnað upp óánægju á spítalanum, þar sem niðurskurður og aukið vinnuálag hafa verið daglegt brauð starfsmanna. „Forstjórinn hefur gjarnan beitt því fyrir sig í pistlum og á fundum með starfsfólki að þau séu öll saman í liði í baráttunni, en hann hefur að margra mati sagt sig úr liðinu með því að þiggja hækkunina," sagði Elsa B. Friðfinnsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, í helgarblaðinu. Þessi áhrif á starfsandann á spítalanum hefur ráðherrann líklega ekki séð fyrir. Ákvörðun hans er að sumu leyti skiljanleg, að öðru leyti misráðin og fyrst og fremst varpar hún ljósi á þær ógöngur, sem launakerfi starfsmanna hins opinbera er komið í. Í fyrsta lagi undirstrikar þessi ákvörðun endanlega hvað sú stefna ríkisstjórnarinnar að enginn ríkisstarfsmaður eigi að hafa hærri laun en forsætisráðherra, er galin. Fyrir var forstjóri Landspítalans með umtalsvert hærri laun en forsætisráðherrann og er nú meira en tvöfalt hærri í launum. Það er vegna þess að hann tilheyrir hópi fólks sem er miklu meiri eftirspurn eftir en stjórnmálamönnum. Jafnvel eftir hækkun þættu launin ekki há forstjóralaun í einkafyrirtæki með viðlíka starfsmannafjölda og veltu. Í öðru lagi var það alveg skiljanlegt að ráðherrann gripi til þessara ráðstafana þegar forstjóra Landspítalans bauðst starf á spítala í útlöndum fyrir talsvert hærri laun. Hann hefur verið lykilmaður í því að ná niður kostnaði á spítalanum á erfiðum tímum og unnið gott starf við að halda rekstrinum innan fjárheimilda. Ráðherrann gerði forstjóranum kleift að bæta við sig vinnu í starfi sínu sem læknir og hækka þannig tekjur sínar. Þannig gerast kaupin á eyrinni í fyrirtækjum, þegar keppinautarnir bjóða í lykilfólk; oft er brugðizt við með því að hækka við það launin. Gallinn er bara sá að launakerfi opinberra starfsmanna gerir alls ekki ráð fyrir að hægt sé að bregðast við samkeppni með einstaklingsbundnum launaákvörðunum. Eins og starfsmenn Landspítalans hafa bent á, gildir það sama um þá marga og forstjórann, að þeim bjóðast betur launuð störf í útlöndum. Margt heilbrigðisstarfsfólk hefur raunar nú þegar þegið slík störf og spítalinn hefur ekki reynt að halda í það með því að bjóða betri kjör. Til lengri tíma litið leiðir þetta ósveigjanlega launakerfi Landspítalann og margar aðrar ríkisstofnanir í ógöngur. Þær munu verða undir í samkeppni um hæfasta fólkið. Það er brýnt að breyta launakerfinu þannig að það taki mið af því að starfsfólk er mismunandi eftirsótt. Sennilega hefur Guðbjartur Hannesson ekki haft hugmynd um að hann hefði slegið enn eina stoðina undan núverandi launakerfi ríkisstarfsmanna þegar hann tók skyndiákvörðun til að halda í hæfan starfsmann. Það blasir þó við að það gerði hann í raun.
Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun
Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun