Sígild Dylan-plata í safnið Trausti Júlíusson skrifar 19. september 2012 09:22 Bob Dylan. Tempest er hljóðversplata númer 35 hjá Bob Dylan og hans fyrsta með frumsömdu efni síðan Together Through Life kom út árið 2009. Eins og síðustu plötur er hún tekin upp með tónleikahljómsveitinni hans og Dylan sjálfur stjórnar upptökunum. Og eins og á síðustu plötum þá er tónlistin sígild blanda af rokki, blús og þjóðlagatónlist, með ýmsum afbrigðum. Það er að sjálfsögðu ekkert byltingarkennt við þessa tónlist. Dylan er löngu hættur að leita á nýjar slóðir og aðdáendurnir löngu hættir að búast við því að hann geri það. Það eru tíu lög á Tempest. Þau eru hvert með sínu sniði, en heildarmyndin er sterk. Lagasmíðarnar eru prýðisgóðar, hljómurinn flottur og útsetningarnar óaðfinnanlegar. Dylan er auðvitað einn af merkustu textahöfundum poppsögunnar (sumir segðu sá merkasti) og textarnir á Tempest valda ekki vonbrigðum frekar en tónlistin. Umfjöllunarefnið er af ýmsum toga; Tin Angel fjallar um sjálfsmorðs- og morðmál, titillagið, hið fjórtán mínútna langa Tempest, fjallar um það þegar Titanic sökk og lokalagið, Roll On John, fjallar um John Lennon. Söngurinn er bæði skýr og fullur af tjáningu og tilfinningu, þannig að maður nýtur þess að hlusta á hverja setningu. Textar Dylans eru fullir af tilvísunum. Það er bæði hægt að njóta þeirra eins og þeir koma fyrir eða leggjast yfir þá og rannsaka þá til að virkja allar þær tengingar sem í þeim leynast. Á heildina litið er Tempest fín Dylan-plata. Í sama gæðaflokki og Love And Theft og Modern Times. Mest lesið Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Tónlist Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Menning Fleiri fréttir Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Veisla fyrir augu og eyru Ekki er allt gull sem glóir Þeir fátæku borga brúsann Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Er Lína Langsokkur woke? Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Barnaefni fyrir fullorðna Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Sjá meira
Tempest er hljóðversplata númer 35 hjá Bob Dylan og hans fyrsta með frumsömdu efni síðan Together Through Life kom út árið 2009. Eins og síðustu plötur er hún tekin upp með tónleikahljómsveitinni hans og Dylan sjálfur stjórnar upptökunum. Og eins og á síðustu plötum þá er tónlistin sígild blanda af rokki, blús og þjóðlagatónlist, með ýmsum afbrigðum. Það er að sjálfsögðu ekkert byltingarkennt við þessa tónlist. Dylan er löngu hættur að leita á nýjar slóðir og aðdáendurnir löngu hættir að búast við því að hann geri það. Það eru tíu lög á Tempest. Þau eru hvert með sínu sniði, en heildarmyndin er sterk. Lagasmíðarnar eru prýðisgóðar, hljómurinn flottur og útsetningarnar óaðfinnanlegar. Dylan er auðvitað einn af merkustu textahöfundum poppsögunnar (sumir segðu sá merkasti) og textarnir á Tempest valda ekki vonbrigðum frekar en tónlistin. Umfjöllunarefnið er af ýmsum toga; Tin Angel fjallar um sjálfsmorðs- og morðmál, titillagið, hið fjórtán mínútna langa Tempest, fjallar um það þegar Titanic sökk og lokalagið, Roll On John, fjallar um John Lennon. Söngurinn er bæði skýr og fullur af tjáningu og tilfinningu, þannig að maður nýtur þess að hlusta á hverja setningu. Textar Dylans eru fullir af tilvísunum. Það er bæði hægt að njóta þeirra eins og þeir koma fyrir eða leggjast yfir þá og rannsaka þá til að virkja allar þær tengingar sem í þeim leynast. Á heildina litið er Tempest fín Dylan-plata. Í sama gæðaflokki og Love And Theft og Modern Times.
Mest lesið Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Tónlist Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Menning Fleiri fréttir Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Veisla fyrir augu og eyru Ekki er allt gull sem glóir Þeir fátæku borga brúsann Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Er Lína Langsokkur woke? Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Barnaefni fyrir fullorðna Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Sjá meira