Ógnarhernaður gegn almenningi 26. september 2012 02:00 Ómannað árásarflugfar Bandaríkjaher hefur í auknum mæli notað flugtæki af þessu tagi í Pakistan, Jemen og Sómalíu.nordicphotos/AFP Bandaríkjaher hefur síðustu árin í æ meiri mæli notað ómönnuð flugför til að varpa sprengjum á fólk í Pakistan. Tilgangurinn er sagður sá að drepa helstu leiðtoga hryðjuverkamanna, en árangurinn er umdeildur. Tveir hópar fræðimanna við bandaríska háskóla segja Bandaríkjastjórn ekki segja sannleikann um þann skaða sem þessar árásir valda. „Bandarískir stjórnmálamenn og bandarískur almenningur geta ekki haldið áfram að hunsa vísbendingar um þann skaða, sem almenningur verður fyrir, og þau þveröfugu áhrif sem þessi hnitmiðuðu mannvíg og skotflaugaárásir hafa í Pakistan," segir í nýútkominni skýrslu fræðimannanna, sem starfa við lögfræðideildir háskólanna í Stanford og New York. Eftir níu mánaða rannsóknir, sem gerðar voru bæði á vettvangi í Pakistan og með viðtölum við fórnarlömb, vitni og sérfræðinga, segja fræðimennirnir engan vafa leika á því að árásirnar hafi kostað hundruð almennra borgara lífið á síðustu árum, þar á meðal 176 börn. Þótt árásirnar hafi að öllum líkindum kostað fleiri hryðjuverkamenn lífið en saklausa borgara, þá eru háttsettir liðsmenn hryðjuverkasamtaka einungis lítið brot af þeim sem látist hafa. Að minnsta kosti er fátt sem styður fullyrðingar bandarískra stjórnvalda um að ómönnuðu flugförin séu nákvæm og örugg eða að þau bæti öryggi Bandaríkjamanna með einhverjum hætti. Þvert á móti bendi flest til að andstaða almennings við Bandaríkin hafi vaxið og staða hryðjuverkamanna jafnvel styrkst. Þar að auki séu þessi ómönnuðu flugför stöðug ógn í lífi almennings á þeim svæðum í Pakistan þar sem þau eru notuð. „Tilvist þeirra skelfir karla, konur og börn, vekur kvíða og veldur sálrænum áföllum í samfélagi almennra borgara," segir í skýrslunni. „Þau sem búa undir skotflaugunum hafa stöðugar áhyggjur af því að hvenær sem er megi búast við mannskæðri árás, og gera sér grein fyrir því að þau hafa enga möguleika til að verjast." gudsteinn@frettabladinu.is Fréttir Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Innlent Skilji áhyggjurnar Innlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Fleiri fréttir Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Hæstiréttur hafnar Alex Jones Sjá meira
Bandaríkjaher hefur síðustu árin í æ meiri mæli notað ómönnuð flugför til að varpa sprengjum á fólk í Pakistan. Tilgangurinn er sagður sá að drepa helstu leiðtoga hryðjuverkamanna, en árangurinn er umdeildur. Tveir hópar fræðimanna við bandaríska háskóla segja Bandaríkjastjórn ekki segja sannleikann um þann skaða sem þessar árásir valda. „Bandarískir stjórnmálamenn og bandarískur almenningur geta ekki haldið áfram að hunsa vísbendingar um þann skaða, sem almenningur verður fyrir, og þau þveröfugu áhrif sem þessi hnitmiðuðu mannvíg og skotflaugaárásir hafa í Pakistan," segir í nýútkominni skýrslu fræðimannanna, sem starfa við lögfræðideildir háskólanna í Stanford og New York. Eftir níu mánaða rannsóknir, sem gerðar voru bæði á vettvangi í Pakistan og með viðtölum við fórnarlömb, vitni og sérfræðinga, segja fræðimennirnir engan vafa leika á því að árásirnar hafi kostað hundruð almennra borgara lífið á síðustu árum, þar á meðal 176 börn. Þótt árásirnar hafi að öllum líkindum kostað fleiri hryðjuverkamenn lífið en saklausa borgara, þá eru háttsettir liðsmenn hryðjuverkasamtaka einungis lítið brot af þeim sem látist hafa. Að minnsta kosti er fátt sem styður fullyrðingar bandarískra stjórnvalda um að ómönnuðu flugförin séu nákvæm og örugg eða að þau bæti öryggi Bandaríkjamanna með einhverjum hætti. Þvert á móti bendi flest til að andstaða almennings við Bandaríkin hafi vaxið og staða hryðjuverkamanna jafnvel styrkst. Þar að auki séu þessi ómönnuðu flugför stöðug ógn í lífi almennings á þeim svæðum í Pakistan þar sem þau eru notuð. „Tilvist þeirra skelfir karla, konur og börn, vekur kvíða og veldur sálrænum áföllum í samfélagi almennra borgara," segir í skýrslunni. „Þau sem búa undir skotflaugunum hafa stöðugar áhyggjur af því að hvenær sem er megi búast við mannskæðri árás, og gera sér grein fyrir því að þau hafa enga möguleika til að verjast." gudsteinn@frettabladinu.is
Fréttir Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Innlent Skilji áhyggjurnar Innlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Fleiri fréttir Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Hæstiréttur hafnar Alex Jones Sjá meira