Mörg landsvæði standa höllum fæti þrátt fyrir olíugróða 27. september 2012 02:00 VAndmeðfarinn Olíuauður Þó Noregur sé eitt auðugasta ríki veraldar er staða landsins nokkuð flókin. Tekjur af olíuauði flæða yfir landið, en grafa undan sumum öðrum starfsgreinum. NordicPhotos/AFP Þrátt fyrir að efnahagsuppgangur Noregs hafi verið fordæmalítill síðustu fjóra áratugi eru í dag margar atvinnugreinar sem standa höllum fæti. Mótsögnin felst einmitt í því að umsvif og gróði af olíugeiranum hefur í för með sér aukinn framfærslukostnað, hærri laun og sterkara gengi norsku krónunnar sem kemur niður á samkeppnishæfi annarra greina. Í úttekt Bloomberg-fréttastofunnar um þessa stöðu segir meðal annars að eins og sakir standi sé Noregur í þriðja sæti á heimsvísu hvað varðar landsframleiðslu miðað við höfðatölu. Launakostnaður í iðnaði er sem nemur um sjö þúsund íslenskum krónum á klukkustund að meðaltali, sem er 31 prósenti hærra en gengur og gerist í Þýskalandi, stærsta hagkerfi Evrópu, og 65 prósentum hærra en í Bandaríkjunum. Þá bætir ekki úr skák fyrir útflutningsgreinarnar að gengi norsku krónunnar hefur styrkst um nær fjórðung síðustu þrjú og hálft ár gagnvart myntkörfu helstu viðskiptaríkja. Bloomberg segir frá þróun mála í byggðarlaginu Glomfjord þar sem fyrirtæki sem framleiðir íhluti til sólarorkuframleiðslu lagði upp laupana í mars vegna sligandi rekstrarkostnaðar. Þar misstu 200 manns vinnuna í 1.100 manna bæ. Olíuauðurinn veldur einnig vandkvæðum í byggðalögum þar sem umsvifin vegna olíuframleiðslu eru mikil. Er dæmi tekið af Stavangri, hinni eiginlegu olíuhöfuðborg Noregs, þar sem sannkölluð gullgrafarastemning ríkir. Íbúðaverð hefur þrefaldast frá aldamótum og er nú svo komið að framfærsla þar í borg er vart á annarra færi en þeirra sem vinna í greinum tengdum olíuvinnslu. Ekki er útlit fyrir að lát verði á olíustreyminu inn í norska hagkerfið þar sem fjölmargar stórar olíulindir hafa fundist á landgrunninu síðustu misseri. Bloomberg hefur hins vegar eftir Hilde Björnland, hagfræði-prófessor við Viðskiptaháskóla Noregs í Ósló, að hyggilegast væri að fjölga stoðunum undir norska hagkerfinu. „Einmitt núna erum við að saga undan okkur eina stoðina," segir hann. thorgils@frettabladid.is Fréttir Mest lesið „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent „Þetta er innrás“ Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Fleiri fréttir Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro Sjá meira
Þrátt fyrir að efnahagsuppgangur Noregs hafi verið fordæmalítill síðustu fjóra áratugi eru í dag margar atvinnugreinar sem standa höllum fæti. Mótsögnin felst einmitt í því að umsvif og gróði af olíugeiranum hefur í för með sér aukinn framfærslukostnað, hærri laun og sterkara gengi norsku krónunnar sem kemur niður á samkeppnishæfi annarra greina. Í úttekt Bloomberg-fréttastofunnar um þessa stöðu segir meðal annars að eins og sakir standi sé Noregur í þriðja sæti á heimsvísu hvað varðar landsframleiðslu miðað við höfðatölu. Launakostnaður í iðnaði er sem nemur um sjö þúsund íslenskum krónum á klukkustund að meðaltali, sem er 31 prósenti hærra en gengur og gerist í Þýskalandi, stærsta hagkerfi Evrópu, og 65 prósentum hærra en í Bandaríkjunum. Þá bætir ekki úr skák fyrir útflutningsgreinarnar að gengi norsku krónunnar hefur styrkst um nær fjórðung síðustu þrjú og hálft ár gagnvart myntkörfu helstu viðskiptaríkja. Bloomberg segir frá þróun mála í byggðarlaginu Glomfjord þar sem fyrirtæki sem framleiðir íhluti til sólarorkuframleiðslu lagði upp laupana í mars vegna sligandi rekstrarkostnaðar. Þar misstu 200 manns vinnuna í 1.100 manna bæ. Olíuauðurinn veldur einnig vandkvæðum í byggðalögum þar sem umsvifin vegna olíuframleiðslu eru mikil. Er dæmi tekið af Stavangri, hinni eiginlegu olíuhöfuðborg Noregs, þar sem sannkölluð gullgrafarastemning ríkir. Íbúðaverð hefur þrefaldast frá aldamótum og er nú svo komið að framfærsla þar í borg er vart á annarra færi en þeirra sem vinna í greinum tengdum olíuvinnslu. Ekki er útlit fyrir að lát verði á olíustreyminu inn í norska hagkerfið þar sem fjölmargar stórar olíulindir hafa fundist á landgrunninu síðustu misseri. Bloomberg hefur hins vegar eftir Hilde Björnland, hagfræði-prófessor við Viðskiptaháskóla Noregs í Ósló, að hyggilegast væri að fjölga stoðunum undir norska hagkerfinu. „Einmitt núna erum við að saga undan okkur eina stoðina," segir hann. thorgils@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent „Þetta er innrás“ Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Fleiri fréttir Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro Sjá meira