Tónlist, uppvask og tíska í New York 2. október 2012 00:01 Gunnar segir erfitt að lýsa tónlistinni sem Icarus spilar en að það sé eins konar "kraftbundið“ þungarokk. fréttablaðið/vilhelm „Við spiluðum á alls konar klúbbum og börum í borginni og vorum alveg rosalega bókaðir, yfirleitt vorum við með upp í þrjú gigg í viku og þegar aðsóknin var góð vorum við að fá 200 dollara fyrir kvöldið," segir hinn 18 ára gamli Gunnar Ágúst Thoroddsen, gítarleikari hljómsveitarinnar Icarus. Þeir Gunnar, Atli Steinn og Elias Andri skipa hljómsveitina og eyddu þeir sumrinu í New York þar sem þeir spiluðu á klúbbum og börum, tóku upp sína fyrstu EP-plötu og unnu. „Mamma vildi endilega fá mig út í sumar en af því að ég vildi geta spilað með hljómsveitinni bauð hún okkur bara öllum," segir Gunnar og hlær. Móðir Gunnars á tískufyrirtækið Moda Operandi þar í borg og fengu Atli Steinn og Elias Andri vinnu hjá henni en Gunnar aftur á móti vann í uppvaski og glasatínslu á bar. Icarus tók þátt í Músíktilraunum 2012 og var það þeirra fyrsta skipti á sviði. „Eftir árangurslausa leit að bassaleikara ákváðum við Atli að kenna bara Eliasi, besta vini okkar, á bassa. Hann stóð sig ótrúlega vel og við tókum þátt í Músíktilraunum tveimur vikum seinna," segir Gunnar en Icarus komst þar áfram á úrslitakvöldið. Aðspurður segir Gunnar erfitt að lýsa tónlistinni sem þeir spila, en hún sé eins konar „kraftbundið" þungarokk. Eins og er er hljómsveitin einungis skipuð hljóðfæraleikurum og Gunnar segir það vera í skoðun hvort þeir fái sér söngvara. „Kannski ef við finnum einhvern rosalega góðan, við viljum bara það besta eða ekkert," segir hann.- trs Mest lesið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
„Við spiluðum á alls konar klúbbum og börum í borginni og vorum alveg rosalega bókaðir, yfirleitt vorum við með upp í þrjú gigg í viku og þegar aðsóknin var góð vorum við að fá 200 dollara fyrir kvöldið," segir hinn 18 ára gamli Gunnar Ágúst Thoroddsen, gítarleikari hljómsveitarinnar Icarus. Þeir Gunnar, Atli Steinn og Elias Andri skipa hljómsveitina og eyddu þeir sumrinu í New York þar sem þeir spiluðu á klúbbum og börum, tóku upp sína fyrstu EP-plötu og unnu. „Mamma vildi endilega fá mig út í sumar en af því að ég vildi geta spilað með hljómsveitinni bauð hún okkur bara öllum," segir Gunnar og hlær. Móðir Gunnars á tískufyrirtækið Moda Operandi þar í borg og fengu Atli Steinn og Elias Andri vinnu hjá henni en Gunnar aftur á móti vann í uppvaski og glasatínslu á bar. Icarus tók þátt í Músíktilraunum 2012 og var það þeirra fyrsta skipti á sviði. „Eftir árangurslausa leit að bassaleikara ákváðum við Atli að kenna bara Eliasi, besta vini okkar, á bassa. Hann stóð sig ótrúlega vel og við tókum þátt í Músíktilraunum tveimur vikum seinna," segir Gunnar en Icarus komst þar áfram á úrslitakvöldið. Aðspurður segir Gunnar erfitt að lýsa tónlistinni sem þeir spila, en hún sé eins konar „kraftbundið" þungarokk. Eins og er er hljómsveitin einungis skipuð hljóðfæraleikurum og Gunnar segir það vera í skoðun hvort þeir fái sér söngvara. „Kannski ef við finnum einhvern rosalega góðan, við viljum bara það besta eða ekkert," segir hann.- trs
Mest lesið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp