Mörg er matarholan Þórólfur Matthíasson skrifar 5. október 2012 00:30 Nýlega bárust fréttir af því að íslenska ríkið hefði tapað máli sem var höfðað vegna ákvörðunar Jóns Bjarnasonar, þáverandi landbúnaðarráðherra, frá árinu 2009. Með alþjóðasamningum er Ísland skuldbundið til að heimila innflutning örfárra tonna af nánar tilteknum flokkum landbúnaðarvara ár hver. Jón ákvað að hækka ofurtolla sem þegar voru lagðir á þennan innflutning. Tollar takmarka innflutning og hækka það verð sem innlendir framleiðendur geta selt afurðir sínar á. Ofurtollar og ofurofurtollar stoppa innflutning og gefa innlendum framleiðendum frjálsar hendur um verðlagningu afurða sinna. Héraðsdómur hefur nú komist að þeirri niðurstöðu að Jón hafi gengið of langt í stuðningi við innlenda framleiðendur. En hvert er umfang þessa stuðnings? Alþjóða efnahagsmálastofnunin (OECD) tekur árlega saman upplýsingar um beinan og óbeinan stuðning við landbúnað í aðildarlöndum sínum. Nýjustu upplýsingar stofnunarinnar ná til ársins 2011. Í töflu 1 er sýnt hversu verðmæt innflutningsverndin var íslenskum framleiðendum mjólkur, svínakjöts, kjúklinga og eggja á því ári. Taflan sýnir einnig heildarsölutekjur bænda vegna verslunar með þessar afurðir árið 2011. Tafla 1 ber með sér að neytendur hafi greitt mjólkurframleiðendum sem svarar tæpum 2 milljörðum króna meira fyrir mjólkurafurðir en þeir hefðu greitt hefði innflutningur verið hindrunarlaus. Sömuleiðis að 30% af tekjum svínabænda séu til komin vegna innflutningshindrana. Alifuglabændur njóta síðan mesta hagræðisins af innflutningstakmörkunum, milli 6 og 7 af hverjum 10 krónum sem þeir fá fyrir afurðir sínar eru tilkomnar fyrir tilstilli löggjafans. Margir stjórnmálamenn rökstyðja stuðning við innflutningstakmarkanir á landbúnaðarafurðum með vísan til byggðasjónarmiða og atvinnusjónarmiða. Það er því fróðlegt að skoða hversu miklum fjármunum er í raun varið á hvert ársverk í þessum greinum. Í nafni sanngirni verður að nefna að OECD telur beingreiðslur til mjólkurframleiðslunnar nema tæpum 5 milljörðum á árinu 2011, þannig að heildarstuðningur neytenda og skattgreiðenda á hvert ársverk í mjólkurframleiðslu er nær 3,5 milljónum króna. Þessar tölur vekja ýmsar spurningar. Framleiðsla kjúklinga, eggja og svínakjöts er lítil sem engin í þeim byggðum sem höllustum fæti standa. Þeir 3 milljarðar króna sem fluttir eru frá neytendum til eigenda svína- og kjúklingabúa skipta því litlu máli sem byggðastyrkur. Þeir skipta líka nánast engu máli í atvinnulegu tilliti. Starfsmenn sem koma að þessari framleiðslu ná því ekki að vera 200. En hvað sem um þessar tilfærslur má segja eru þær fyrst og fremst allt of miklar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórólfur Matthíasson Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Íslenska sem brú að betra samfélagi Vanessa Monika Isenmann skrifar Skoðun Ofbeldi í nánum samböndum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Skattfé nýtt í áróður Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Réttmæti virðingar á skólaskyldu? Edda Sigrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Er þetta í þínu boði, kæri forsætisráðherra? Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld sinna ekki málefnum barna af fagmennsku Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Kjölfestan í mannlífinu Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Barnaskattur Kristrúnar Frostadóttur Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Siðlaust sinnuleysi í Mjódd Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Heimavinnu lokið – aftur atvinnuuppbygging á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir skrifar Sjá meira
Nýlega bárust fréttir af því að íslenska ríkið hefði tapað máli sem var höfðað vegna ákvörðunar Jóns Bjarnasonar, þáverandi landbúnaðarráðherra, frá árinu 2009. Með alþjóðasamningum er Ísland skuldbundið til að heimila innflutning örfárra tonna af nánar tilteknum flokkum landbúnaðarvara ár hver. Jón ákvað að hækka ofurtolla sem þegar voru lagðir á þennan innflutning. Tollar takmarka innflutning og hækka það verð sem innlendir framleiðendur geta selt afurðir sínar á. Ofurtollar og ofurofurtollar stoppa innflutning og gefa innlendum framleiðendum frjálsar hendur um verðlagningu afurða sinna. Héraðsdómur hefur nú komist að þeirri niðurstöðu að Jón hafi gengið of langt í stuðningi við innlenda framleiðendur. En hvert er umfang þessa stuðnings? Alþjóða efnahagsmálastofnunin (OECD) tekur árlega saman upplýsingar um beinan og óbeinan stuðning við landbúnað í aðildarlöndum sínum. Nýjustu upplýsingar stofnunarinnar ná til ársins 2011. Í töflu 1 er sýnt hversu verðmæt innflutningsverndin var íslenskum framleiðendum mjólkur, svínakjöts, kjúklinga og eggja á því ári. Taflan sýnir einnig heildarsölutekjur bænda vegna verslunar með þessar afurðir árið 2011. Tafla 1 ber með sér að neytendur hafi greitt mjólkurframleiðendum sem svarar tæpum 2 milljörðum króna meira fyrir mjólkurafurðir en þeir hefðu greitt hefði innflutningur verið hindrunarlaus. Sömuleiðis að 30% af tekjum svínabænda séu til komin vegna innflutningshindrana. Alifuglabændur njóta síðan mesta hagræðisins af innflutningstakmörkunum, milli 6 og 7 af hverjum 10 krónum sem þeir fá fyrir afurðir sínar eru tilkomnar fyrir tilstilli löggjafans. Margir stjórnmálamenn rökstyðja stuðning við innflutningstakmarkanir á landbúnaðarafurðum með vísan til byggðasjónarmiða og atvinnusjónarmiða. Það er því fróðlegt að skoða hversu miklum fjármunum er í raun varið á hvert ársverk í þessum greinum. Í nafni sanngirni verður að nefna að OECD telur beingreiðslur til mjólkurframleiðslunnar nema tæpum 5 milljörðum á árinu 2011, þannig að heildarstuðningur neytenda og skattgreiðenda á hvert ársverk í mjólkurframleiðslu er nær 3,5 milljónum króna. Þessar tölur vekja ýmsar spurningar. Framleiðsla kjúklinga, eggja og svínakjöts er lítil sem engin í þeim byggðum sem höllustum fæti standa. Þeir 3 milljarðar króna sem fluttir eru frá neytendum til eigenda svína- og kjúklingabúa skipta því litlu máli sem byggðastyrkur. Þeir skipta líka nánast engu máli í atvinnulegu tilliti. Starfsmenn sem koma að þessari framleiðslu ná því ekki að vera 200. En hvað sem um þessar tilfærslur má segja eru þær fyrst og fremst allt of miklar.
Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar
Skoðun Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir skrifar
Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun