Heimildarmynd sem allir ættu að sjá Sara McMahon skrifar 6. október 2012 18:00 Bíó. 5 Broken Cameras. RIFF-hátíðin. Leikstjórn: Emad Burnat og Guy Davidi. Palestínski bóndinn Emad Burnat kaupir myndbandsupptökuvél þegar fjórði sonur hans og eiginkonu hans fæðist árið 2005. Hann myndar þó ekki aðeins soninn Gibreel heldur einnig átök íbúa þorpsins Bil'in við ísraelska herinn þegar ræktarland þeirra hverfur undir ólöglega landnemabyggð. Í átökunum eyðileggst hver myndavélin á fætur annarri en Emad lætur það ekki stöðva sig. Áhorfandinn fær að fylgjast með daglegu lífi íbúa Bil'in í sex ár í gegnum linsu Emads og kynnist um leið ágangi ísraelska landnema og hrottaskap hersins gegn þorpsbúunum sem mótmæla á friðsaman hátt ólöglegri landtöku og aðskilnaðarmúr sem reistur var skammt frá bænum. Íbúar Bil'in halda mótmælagöngur frá bænum og að múrnum hvern föstudag í sex ár og í hvert sinn er þeim mætt með hörku, táragasi og skotárásum hersins. Þegar herinn bregður á það ráð að handtaka börn og unglinga um miðja nótt halda börnin, stór og smá, sína eigin mótmælagöngu þar sem þau fara fram á að fá svefnfrið á nóttunni. Þeim er einnig mætt af hermönnum í fullum skrúða og táragasi. Það tekur á að halda friðsamlegum mótmælum áfram, eins og Emad segir sjálfur frá, þegar vinur hans Phil og tveir piltar, annar aðeins 11 ára gamall, liggja í valnum eftir árás hersins á mótmælendur. En þorpsbúarnir halda áfram þrátt fyrir það, hvern föstudag í sex ár. Myndin er fræðandi og átakanleg í senn og maður skilur hreinlega ekki hvernig þetta óréttlæti fær að viðgangast ár eftir ár. Með yfirvegun lýsir Emad atburðunum fyrir áhorfandanum og þrátt fyrir mótlætið missa íbúar Bil'in aldrei móðinn né trúna á réttlætið. Gæði myndbrotanna eru misjöfn, enda voru margar vélarnar laskaðar og gamlar, en það kemur ekki að sök heldur gerir myndina aðeins betri ef eitthvað er. Emad naut liðsinnis ísraelska kvikmyndagerðarmannsinns Guy Davidi við gerð myndarinnar og saman tókst þeim að skapa frábæra heimildarmynd sem allir ættu að sjá. Niðurstaða: Frábær heimildarmynd sem er í senn átakanleg og full af bjartsýni. Mest lesið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar Lífið Erfitt að njóta kynlífs í líkama sem við höfum lært að hata Lífið Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Lífið Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Lífið Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Lífið Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Lífið Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Lífið Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Lífið Páskaleg og fersk marengsbomba Lífið Fleiri fréttir Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Rislítil ástarsaga Eldborg breyttist í vélrænt helvíti Kaldrifjað morð, ungar karlrembur og kæfandi andrúmsloft Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Stormur fellur á prófinu Víkingur Heiðar á fjölbreyttri afmælisveislu með ljóslifandi hápunktum Leiksigur Ladda Elísabet fær uppreist æru Sjá meira
Bíó. 5 Broken Cameras. RIFF-hátíðin. Leikstjórn: Emad Burnat og Guy Davidi. Palestínski bóndinn Emad Burnat kaupir myndbandsupptökuvél þegar fjórði sonur hans og eiginkonu hans fæðist árið 2005. Hann myndar þó ekki aðeins soninn Gibreel heldur einnig átök íbúa þorpsins Bil'in við ísraelska herinn þegar ræktarland þeirra hverfur undir ólöglega landnemabyggð. Í átökunum eyðileggst hver myndavélin á fætur annarri en Emad lætur það ekki stöðva sig. Áhorfandinn fær að fylgjast með daglegu lífi íbúa Bil'in í sex ár í gegnum linsu Emads og kynnist um leið ágangi ísraelska landnema og hrottaskap hersins gegn þorpsbúunum sem mótmæla á friðsaman hátt ólöglegri landtöku og aðskilnaðarmúr sem reistur var skammt frá bænum. Íbúar Bil'in halda mótmælagöngur frá bænum og að múrnum hvern föstudag í sex ár og í hvert sinn er þeim mætt með hörku, táragasi og skotárásum hersins. Þegar herinn bregður á það ráð að handtaka börn og unglinga um miðja nótt halda börnin, stór og smá, sína eigin mótmælagöngu þar sem þau fara fram á að fá svefnfrið á nóttunni. Þeim er einnig mætt af hermönnum í fullum skrúða og táragasi. Það tekur á að halda friðsamlegum mótmælum áfram, eins og Emad segir sjálfur frá, þegar vinur hans Phil og tveir piltar, annar aðeins 11 ára gamall, liggja í valnum eftir árás hersins á mótmælendur. En þorpsbúarnir halda áfram þrátt fyrir það, hvern föstudag í sex ár. Myndin er fræðandi og átakanleg í senn og maður skilur hreinlega ekki hvernig þetta óréttlæti fær að viðgangast ár eftir ár. Með yfirvegun lýsir Emad atburðunum fyrir áhorfandanum og þrátt fyrir mótlætið missa íbúar Bil'in aldrei móðinn né trúna á réttlætið. Gæði myndbrotanna eru misjöfn, enda voru margar vélarnar laskaðar og gamlar, en það kemur ekki að sök heldur gerir myndina aðeins betri ef eitthvað er. Emad naut liðsinnis ísraelska kvikmyndagerðarmannsinns Guy Davidi við gerð myndarinnar og saman tókst þeim að skapa frábæra heimildarmynd sem allir ættu að sjá. Niðurstaða: Frábær heimildarmynd sem er í senn átakanleg og full af bjartsýni.
Mest lesið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar Lífið Erfitt að njóta kynlífs í líkama sem við höfum lært að hata Lífið Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Lífið Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Lífið Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Lífið Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Lífið Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Lífið Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Lífið Páskaleg og fersk marengsbomba Lífið Fleiri fréttir Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Rislítil ástarsaga Eldborg breyttist í vélrænt helvíti Kaldrifjað morð, ungar karlrembur og kæfandi andrúmsloft Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Stormur fellur á prófinu Víkingur Heiðar á fjölbreyttri afmælisveislu með ljóslifandi hápunktum Leiksigur Ladda Elísabet fær uppreist æru Sjá meira