Ferskir og flottir á afmælinu Trausti Júlíusson skrifar 8. október 2012 00:01 Stuðmenn í stuði. Það mátti búast við miklum áhuga þegar Stuðmenn tilkynntu að þeir ætluðu að halda upp á 30 ára afmæli kvikmyndarinnar Með allt á hreinu með stórtónleikum í Hörpu. Stuðmenn eru sennilega vinsælasta hljómsveit Íslandssögunnar og Með allt á hreinu var lengi mest sótta íslenska kvikmyndin. Það kom líka á daginn að til að anna eftirspurn urðu tónleikarnir fernir í Eldborgarsalnum sem tekur 1800 manns í sæti. Salurinn var stappfullur á föstudagskvöldið klukkan átta þegar fyrstu tónleikarnir hófust. Upphafsatriðið var í anda eftirminnilegrar senu úr kvikmyndinni: Stuðmenn efna til hæfileikakeppni fyrir hálftómum sal í einhverju félagsheimili á landsbyggðinni. Fyrst kom búktalari og svo Stuðmenn allir í einni kös í einu horni sviðsins, innrammaðir með einfaldri ljósaseríu. Þetta voru Stuðmenn kvikmyndarinnar, frekar misheppnaðir, en í góðum fíling. Eftir nokkur lög myrkvaðist sviðið og stórhljómsveitin Stuðmenn birtist síðan í öllu sínu veldi. Hljómsveitin tók öll lögin af Með allt á hreinu-plötunni, nokkur í viðbót úr myndinni og vel valin aukalög, t.d. Það jafnast ekkert á við jazz og Sísí. Að stærstum hluta voru Stuðmenn einir á sviðinu, auk þriggja bakraddasöngkvenna. Leikarinn Jóhannes Haukur brá sér í ýmis hlutverk úr myndinni og ung stúlka vakti mikla lukku þegar hún söng viðlagið úr Haustinu 75, án undirleiks. Það fjölgaði töluvert í salnum þegar 40 manna karlakór Fóstbræðra gekk syngjandi niður gangana í miðju lagi. Hann gekk svo syngjandi út í næsta viðlagi. Eggert Þorleifsson kom líka í heimsókn í gervi Dúdda rótara og fékk góðar móttökur. Stuðmenn sáu sjálfir um allan hljóðfæraleik. Þetta var sama mannaskipan og fyrir 30 árum, að því undanskildu að Þórður Árnason gítarsnillingur var ekki með. Hans var að sjálfsögðu sárt saknað, en það hefði varla verið hægt að fá betri mann til að fylla í skarðið heldur en Gumma Pé sem skilaði sínu með stæl og passaði sig á því að herma ekki nákvæmlega eftir sólóunum hans Þórðar. Það tíðkast oft á tyllidögum sem þessum að fá blásara- eða strengjasveitir til liðs, en Stuðmenn slepptu öllu slíku. Í staðinn sá Jakob um að skreyta tónlistina með slaufum og sólóum á hljómborðin. Lögin voru mörg í breyttum útsetningum, Að vera í sambandi var t.d. fönkað upp og Draumur okkar beggja í eitursvalri útgáfu sem Ragga Gísla söng. Mjög flott. Það voru líka djassbræðingstaktar hér og þar, Jakob sennilega kominn í ham eftir vel heppnaða endurkomu Jack Magnet í haust. Það voru tvö ný lög á dagskránni, en þau hefðu alveg mátt missa sín, sérstaklega það seinna. Í því voru Egill og Ragga eitthvað óörugg á textanum og báðu Jakob afsökunar þegar flutningi lauk. Lögin sem Gærurnar tóku í myndinni voru líka spiluð og komu mjög vel út. Þetta voru hörkutónleikar. Stuðmannahúmorinn var allsráðandi og margt rifjað upp, t.d. Stuðmannahoppið. Stuðmenn eru frábærir hljóðfæraleikarar og sýndu allir stjörnutakta. Forsöngvararnir Egill og Ragga fóru sömuleiðis bæði á kostum. Að rúmum tveimur klukkutímum loknum hvarf sveitin af sviðinu, en sneri aftur eftir öflugt uppklapp og tók tvö af sínum vinsælustu lögum í kraftmiklum útgáfum, Manstu ekki eftir mér? og Ofboðslega frægur. Salurinn söng hástöfum með og tónleikagestir hefðu örugglega verið til í nokkur lög til viðbótar, en þar sem seinni tónleikar kvöldsins áttu að hefjast klukkan ellefu var sjálfhætt. Á heildina litið voru þetta frábærir tónleikar, Stuðmenn hafa ekki verið ferskari og flottari í mjög langan tíma. Mest lesið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Saga sagði já við Sturlu Lífið Illa vegið að íslenskum bjór Lífið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Glænýtt par á glænýju ári Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Lífið Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Lífið Fleiri fréttir Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira
Það mátti búast við miklum áhuga þegar Stuðmenn tilkynntu að þeir ætluðu að halda upp á 30 ára afmæli kvikmyndarinnar Með allt á hreinu með stórtónleikum í Hörpu. Stuðmenn eru sennilega vinsælasta hljómsveit Íslandssögunnar og Með allt á hreinu var lengi mest sótta íslenska kvikmyndin. Það kom líka á daginn að til að anna eftirspurn urðu tónleikarnir fernir í Eldborgarsalnum sem tekur 1800 manns í sæti. Salurinn var stappfullur á föstudagskvöldið klukkan átta þegar fyrstu tónleikarnir hófust. Upphafsatriðið var í anda eftirminnilegrar senu úr kvikmyndinni: Stuðmenn efna til hæfileikakeppni fyrir hálftómum sal í einhverju félagsheimili á landsbyggðinni. Fyrst kom búktalari og svo Stuðmenn allir í einni kös í einu horni sviðsins, innrammaðir með einfaldri ljósaseríu. Þetta voru Stuðmenn kvikmyndarinnar, frekar misheppnaðir, en í góðum fíling. Eftir nokkur lög myrkvaðist sviðið og stórhljómsveitin Stuðmenn birtist síðan í öllu sínu veldi. Hljómsveitin tók öll lögin af Með allt á hreinu-plötunni, nokkur í viðbót úr myndinni og vel valin aukalög, t.d. Það jafnast ekkert á við jazz og Sísí. Að stærstum hluta voru Stuðmenn einir á sviðinu, auk þriggja bakraddasöngkvenna. Leikarinn Jóhannes Haukur brá sér í ýmis hlutverk úr myndinni og ung stúlka vakti mikla lukku þegar hún söng viðlagið úr Haustinu 75, án undirleiks. Það fjölgaði töluvert í salnum þegar 40 manna karlakór Fóstbræðra gekk syngjandi niður gangana í miðju lagi. Hann gekk svo syngjandi út í næsta viðlagi. Eggert Þorleifsson kom líka í heimsókn í gervi Dúdda rótara og fékk góðar móttökur. Stuðmenn sáu sjálfir um allan hljóðfæraleik. Þetta var sama mannaskipan og fyrir 30 árum, að því undanskildu að Þórður Árnason gítarsnillingur var ekki með. Hans var að sjálfsögðu sárt saknað, en það hefði varla verið hægt að fá betri mann til að fylla í skarðið heldur en Gumma Pé sem skilaði sínu með stæl og passaði sig á því að herma ekki nákvæmlega eftir sólóunum hans Þórðar. Það tíðkast oft á tyllidögum sem þessum að fá blásara- eða strengjasveitir til liðs, en Stuðmenn slepptu öllu slíku. Í staðinn sá Jakob um að skreyta tónlistina með slaufum og sólóum á hljómborðin. Lögin voru mörg í breyttum útsetningum, Að vera í sambandi var t.d. fönkað upp og Draumur okkar beggja í eitursvalri útgáfu sem Ragga Gísla söng. Mjög flott. Það voru líka djassbræðingstaktar hér og þar, Jakob sennilega kominn í ham eftir vel heppnaða endurkomu Jack Magnet í haust. Það voru tvö ný lög á dagskránni, en þau hefðu alveg mátt missa sín, sérstaklega það seinna. Í því voru Egill og Ragga eitthvað óörugg á textanum og báðu Jakob afsökunar þegar flutningi lauk. Lögin sem Gærurnar tóku í myndinni voru líka spiluð og komu mjög vel út. Þetta voru hörkutónleikar. Stuðmannahúmorinn var allsráðandi og margt rifjað upp, t.d. Stuðmannahoppið. Stuðmenn eru frábærir hljóðfæraleikarar og sýndu allir stjörnutakta. Forsöngvararnir Egill og Ragga fóru sömuleiðis bæði á kostum. Að rúmum tveimur klukkutímum loknum hvarf sveitin af sviðinu, en sneri aftur eftir öflugt uppklapp og tók tvö af sínum vinsælustu lögum í kraftmiklum útgáfum, Manstu ekki eftir mér? og Ofboðslega frægur. Salurinn söng hástöfum með og tónleikagestir hefðu örugglega verið til í nokkur lög til viðbótar, en þar sem seinni tónleikar kvöldsins áttu að hefjast klukkan ellefu var sjálfhætt. Á heildina litið voru þetta frábærir tónleikar, Stuðmenn hafa ekki verið ferskari og flottari í mjög langan tíma.
Mest lesið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Saga sagði já við Sturlu Lífið Illa vegið að íslenskum bjór Lífið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Glænýtt par á glænýju ári Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Lífið Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Lífið Fleiri fréttir Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira