Snow Patrol bauð Sykri að "remixa” FB skrifar 11. október 2012 00:00 Hljómsveitin Sykur hefur endurhljóðblandað lagið The Symphony eftir Snow Patrol. fréttablaðið/anton Íslenska elektrósveitin Sykur hefur endurhljóðblandað lag norður-írsku og skosku popparanna í Snow Patrol, The Symphony, af síðustu plötu þeirra Fallen Empires. "Við vorum að spila á Barfly í Camden fyrir ári og hittum þar fyrir einn liðsmann Snow Patrol. Hann sá okkur spila og vildi ólmur að við endurhljóðblönduðum eitthvað lag af nýju plötunni þeirra," segir Halldór Eldjárn úr Sykri og á þar við söngvarann Gary Lightbody. Aðspurður segir hann meðlimi Sykurs ekki hafa kannast við söngvarann en það gerði umboðsmaður þeirra. "Við höfðum lítið heyrt um þessa hljómsveit en okkur skildist að hún væri mjög stór." Mikið er til í því, enda hefur Snow Patrol selt sex plötur sínar í yfir tíu milljónum eintaka um allan heim. Hann áttar sig á því að um mikinn heiður sé að ræða fyrir Sykur. "Það er gaman að geta tekið svona lag og sett það í einhvern allt annan búning, einhvern sem hentar vel inn í veturinn hérna heima." Spurður hvort lagið hafi ekki opnað dyr fyrir Sykri úti í hinum stóra heimi vonar Halldór það besta. "Það eru margir áhugasamir aðilar sem við bíðum í ofvæni eftir að tala við hér og þar í kjölfarið á þessu "remixi". Netheimar hafa líka tekið við sér og fólk er að taka eftir þessu, sem er mjög gott." Sykur er að vinna að nýju efni og stefnir á spilamennsku erlendis á næstunni. Önnur plata sveitarinnar, Mesópótamía, kom út í október í fyrra en var gefin á vínyl fyrir skömmu. Hægt er að hlusta á endurhljóðblöndunina af The Symphony hér fyrir neðan. Tónlist Mest lesið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Bíó og sjónvarp Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Íslenska elektrósveitin Sykur hefur endurhljóðblandað lag norður-írsku og skosku popparanna í Snow Patrol, The Symphony, af síðustu plötu þeirra Fallen Empires. "Við vorum að spila á Barfly í Camden fyrir ári og hittum þar fyrir einn liðsmann Snow Patrol. Hann sá okkur spila og vildi ólmur að við endurhljóðblönduðum eitthvað lag af nýju plötunni þeirra," segir Halldór Eldjárn úr Sykri og á þar við söngvarann Gary Lightbody. Aðspurður segir hann meðlimi Sykurs ekki hafa kannast við söngvarann en það gerði umboðsmaður þeirra. "Við höfðum lítið heyrt um þessa hljómsveit en okkur skildist að hún væri mjög stór." Mikið er til í því, enda hefur Snow Patrol selt sex plötur sínar í yfir tíu milljónum eintaka um allan heim. Hann áttar sig á því að um mikinn heiður sé að ræða fyrir Sykur. "Það er gaman að geta tekið svona lag og sett það í einhvern allt annan búning, einhvern sem hentar vel inn í veturinn hérna heima." Spurður hvort lagið hafi ekki opnað dyr fyrir Sykri úti í hinum stóra heimi vonar Halldór það besta. "Það eru margir áhugasamir aðilar sem við bíðum í ofvæni eftir að tala við hér og þar í kjölfarið á þessu "remixi". Netheimar hafa líka tekið við sér og fólk er að taka eftir þessu, sem er mjög gott." Sykur er að vinna að nýju efni og stefnir á spilamennsku erlendis á næstunni. Önnur plata sveitarinnar, Mesópótamía, kom út í október í fyrra en var gefin á vínyl fyrir skömmu. Hægt er að hlusta á endurhljóðblöndunina af The Symphony hér fyrir neðan.
Tónlist Mest lesið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Bíó og sjónvarp Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira