Heillandi hægagangur 16. október 2012 10:11 Hreint hjarta, Grímur Hákonarson Kristinn Ágúst Friðfinnsson er prestur á Selfossi sem stendur í deilum við samstarfsfólk sitt og yfirmenn. Honum finnst hafa verið svínað á sér og í þessari einlægu heimildarmynd fylgjumst við með daglegu lífi prestsins í vinnunni jafnt sem utan hennar. Sjálfur er Kristinn reyndar á því að prestar séu aldrei utan vinnunnar og má vera að sannleikskorn leynist í því. Myndavélin er sem fluga á vegg viðfangsefnisins og fer með honum um víðan völl. Skiptir þá engu hvort hann er á Skype-stefnumóti við eiginkonu sína (sem starfar á Grænlandi) eða í prestsheimsókn hjá syrgjandi fjölskyldu látins manns. Áhorfandinn fær að vera með alls staðar og það gerir myndina bæði raunverulegri og skemmtilegri. Við fáum nasaþefinn af deilum Kristins við hinn prestinn í kirkjunni og það andar verulega köldu þeirra á milli. Það er grátbroslegt að fylgjast með þeim hlið við hlið boðandi fagnaðarerindið, vitandi af allri óvildinni og karpinu sem á undan hefur gengið. Myndin málar nokkuð einhliða mynd af ástandinu, en skarpir áhorfendur gera sér vafalaust grein fyrir því og í þágu dramatíkur er auðvelt að fyrirgefa það. Og fari hinn presturinn eftir boðskap kristninnar ætti hann að geta gert það líka. Stíllinn er lágstemmdur og Grímur leikstjóri leyfir fílingnum að ráða för. Sjálfur presturinn er heillandi karakter en talar á köflum óþægilega hægt. Myndavélinni er þó leyft að rúlla áfram og fyrr en varir venst maður hraðanum. Þá smellpassar tónlistin við myndmálið og er notuð sparlega, en líkt og myndin sjálf er hún í rólegri kantinum. Enda er engin ástæða til að flýta sér um of. Haukur Viðar Alfreðsson Niðurstaða: Afslöppuð mynd um forvitnilegan mann. Mest lesið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ Lífið „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Lífið Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Lífið Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Lífið Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Lífið Opnar sig um dulið fósturlát Lífið Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Lífið Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Bragðlaust eins og skyr með sykri Sambandslaus Hamlet Meðalmennskan plagar Brján Furðuleg forréttindablinda Slappur smassborgari Shine on, you crazy Íslendingar! Skömminni skilað Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Veisla fyrir augu og eyru Sjá meira
Hreint hjarta, Grímur Hákonarson Kristinn Ágúst Friðfinnsson er prestur á Selfossi sem stendur í deilum við samstarfsfólk sitt og yfirmenn. Honum finnst hafa verið svínað á sér og í þessari einlægu heimildarmynd fylgjumst við með daglegu lífi prestsins í vinnunni jafnt sem utan hennar. Sjálfur er Kristinn reyndar á því að prestar séu aldrei utan vinnunnar og má vera að sannleikskorn leynist í því. Myndavélin er sem fluga á vegg viðfangsefnisins og fer með honum um víðan völl. Skiptir þá engu hvort hann er á Skype-stefnumóti við eiginkonu sína (sem starfar á Grænlandi) eða í prestsheimsókn hjá syrgjandi fjölskyldu látins manns. Áhorfandinn fær að vera með alls staðar og það gerir myndina bæði raunverulegri og skemmtilegri. Við fáum nasaþefinn af deilum Kristins við hinn prestinn í kirkjunni og það andar verulega köldu þeirra á milli. Það er grátbroslegt að fylgjast með þeim hlið við hlið boðandi fagnaðarerindið, vitandi af allri óvildinni og karpinu sem á undan hefur gengið. Myndin málar nokkuð einhliða mynd af ástandinu, en skarpir áhorfendur gera sér vafalaust grein fyrir því og í þágu dramatíkur er auðvelt að fyrirgefa það. Og fari hinn presturinn eftir boðskap kristninnar ætti hann að geta gert það líka. Stíllinn er lágstemmdur og Grímur leikstjóri leyfir fílingnum að ráða för. Sjálfur presturinn er heillandi karakter en talar á köflum óþægilega hægt. Myndavélinni er þó leyft að rúlla áfram og fyrr en varir venst maður hraðanum. Þá smellpassar tónlistin við myndmálið og er notuð sparlega, en líkt og myndin sjálf er hún í rólegri kantinum. Enda er engin ástæða til að flýta sér um of. Haukur Viðar Alfreðsson Niðurstaða: Afslöppuð mynd um forvitnilegan mann.
Mest lesið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ Lífið „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Lífið Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Lífið Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Lífið Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Lífið Opnar sig um dulið fósturlát Lífið Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Lífið Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Bragðlaust eins og skyr með sykri Sambandslaus Hamlet Meðalmennskan plagar Brján Furðuleg forréttindablinda Slappur smassborgari Shine on, you crazy Íslendingar! Skömminni skilað Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Veisla fyrir augu og eyru Sjá meira